Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 150
RITDÓMAR
gréti að fara heim til Arnos og sækja ást-
arbréf sem hún hafði skrifað honum og
vill ekki að komist í hendurnar á eigin-
manninum. Margrét verður við þessari
beiðni og fer heirn til Arnos að sækja
bréfin. Þegar hún kemur út, sér hún
mann sem fylgist með henni. Þetta er
ljósmyndari að nafni Hans, sem segist
hafa verið kunningi Arnos og er mjög
ágengur og frekur. Kemur í ljós að hann
er frekar óstöðugur á geði og er um tíma
grunaður um að hafa verið valdur að
dauða Arnos.
í gegnum þessa leit er fylgja Margrét-
ar til staðar. Fylgjan er sýnileg í fuglsham,
sambland af uglu og hrafni og heitir
Bokki. Hann varar Margréti við hættum,
þótt hún hlusti ekki alltaf. Hann reynir
að stýra henni inn á brautir samhljóma
alheimsins en hún skilur ekki alltaf hvað
hann er að fara og sér ekki það sem hann
er að reyna að benda henni á. Það er
Bokki sem leiðir Margréti og Arno sam-
an en hún veit það ekki fýrr en löngu
seinna. Af einhverjum undarlegum
ástæðum virðist hún ekki spyrja Bokka
um þau mál sem snerta hana hvað mest,
jafnvel þótt hún viti að hann hafi að
minnsta kosti tveggja heima sýn.
Það er Margrét sem segir söguna, yfirleitt
í fyrstu persónu, nema í þeim tveimur
köflum sem hún á ástarfundi; í fyrra
skiptið með Arno, í seinna skiptið með
Romy, sem hafði verið ástkona Arnos.
Margrét er að segja ófæddu barni sínu
þessa sögu og ávarpar það öðru hverju.
Inn á milli koma kaflar þar sem sagt er
frá líðan tveggja sögupersóna; Eiríks og
Hans. Frásögnin af líðan þeirra er sögð í
þriðju persónu, án þess að sjáanlegur til-
gangur sé með henni. Ástarsorg Eiríks,
sem Margrét kynnist ekki neitt, birtist
eins og kafli úr annarri sögu. Það sama
má segja með bagalegt sálarástand Hans.
Jafnvel þótt Margrét kynnist honum upp
að því marki að verða hrædd við hann og
hann sé um tíma grunaður um morðið á
Arno, kemur hann lesandanum og sam-
hengi sögunnar frekar lítið við. Miklu
minna en, til dæmis, Soffia eða Romy
hefðu gert. Þær snerta báðar líf Margrét-
ar mun meira. Hún virðist kynnast
þeim.
Á einum stað segir Margrét: „Lífið
samanstendur af smáatriðum. Minn-
ingar mínar byggjast á þeim. Ég man
ekki effir neinum heildarmyndum úr
barnæsku minni, ég man brot af tilver-
unni. Ljós og skugga, ekki eftir því sem
ljósið féll á eða því sem varpaði skugga.
Ég er samt ekkert sérstaklega eftir-
tektarsöm, þó þú gætir haldið að svo
væri. Ég á það til að horfa á eitthvað og
gleyma stund og stað, búa til mína eigin
útgáfu af umheiminum." Sagan sem
Margrét segir barni sínu, er trú þessari
yfirlýsingu. Hún raðar saman brotum;
myndum eins og hún hafi fremur verið
áhorfandi en þátttakandi í atburða-
rásinni. Hún virðist ekki tengjast fólki
náið og í minningunni er allt fremur
óljóst og draumkennt, eins og ekkert
snerti hana. Á köflum er eins og Margrét
sé alls ekkert hluti af þeirri sögu sem hún
er að segja. Þegar Arno er myrtur, snýst
hann einn hring um leið og hann hnígur
niður og lesandinn sér umhverfið með
hans deyjandi augum. Svo eru það kafl-
arnir um Hans og Eirík og að auki kaflar
sem eru minningar Bokka frá því áður
en hann dó. Frásögnin brotakennd og
óljós, en í hvert sinn heldur lesandinn að
sagan ætli nú loksins að fara að taka ein-
hverja stefnu. Svo er þó ekki.
Persóna Margrétar er fremur dauf og
óáhugaverð. Hún ávarpar barn sitt á ein-
um stað og segir: „Ég vil helst hafa reglu
á hlutunum. Ég týni engu, ég laga til einu
sinni í viku, líf mitt er í föstum skorðum.
Ég þarf á því að halda, því ég er líka ótta-
legur sveimhugi og ef ég hefði ekki ver-
aldlegu hlutina á hreinu myndi ég missa
allt út úr höndunum á mér.“ Enda virkar
sagan þannig á mann að það er eins og
Margrét sé miklu frekar að brjóta saman
þvott og raða með tommustokk inn í
skáp en að hún sé að segja sögu; eins og
148
www.mm.is
TMM 1998:3