Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 8
MASSIMO RIZZANTE
M.R.: Þegar ég var búinn að lesa Levantado do chao (Lyít frá jörðu) virtist
mér að allt sem eftir væri af þessari breiðu sveitasögu, sögunni af fjórum kyn-
slóðum Mau-Tempoíjölskyldunnar, allt frá upphafi stéttabaráttunnar til
Nellíkubyltingarinnar 1974, væri tónn sem væri samsettur úr ólíkum og að-
greinanlegum röddum. Drættir persónanna, orð þeirra, gerðir þeirra, allt
var þetta horfið mér úr minni. Jafnvel framrás mannkynssögunnar var rakin
í óslitinni og greinarmerkjalausri frásögn sem rann saman við víðáttumikið
portúgalskt sveitalandslagið. Þessi ‘munnlegi stíll’ sem er engu líkur, og þú
hefur beitt æ síðan, er eitt af því sem gerir verk þín svo frumleg og einstök.
Hvernig uppgötvaðir þú hann?
J.S.: Ekki er það nú mikið hól að heyra að vel upplýstur lesandi hafi átt svona
auðvelt með að gleyma einkennum persónanna, orðum þeirra, gerðum - en
ég er afar ánægður með að hjá mér finnist ‘ólíkar og aðgreinanlegar raddir’
. . . Þessi skoðun er náskyld skoðun sem lesandi nokkur lét í ljós við mig á
Bókastefnunni í Lissabon fyrir ári, en hann sagði: ‘Þegar ég las Levantado do
cháo hugsaði ég með mér: þessi höfundur er engum líkur.’ Ef ég væri beðinn
um að segj a eitthvað um þessi ummæli, þá segði ég að ég vonist til að eiga þau
áfram skilin.
Hvernig stóð á því að ég uppgötvaði það sem þú kallar ‘munnlegan stíl’?
Hversu þverstæðukennt sem það kann að hljóma, þá var það hann sem upp-
götvaði mig. Fyrir það fyrsta er ég þessTullviss aðþessi samfundur hefði að-
eins getað átt sér stað,í--sögu ejks ög Lévantada do cháo, sem fjallar um
sveitafólk sem um aldaraðir hafði ekki átt önnur samskipti en munnleg. Ef ég
hefði á þessum tíma skrifað borgarsögu, borgaralega sögu, þá hefði þessi
‘munnlegi stíll minn’ aldrei fæðst. Ég segi viljandi/íeðsf. Þessi bók bjó innra
með mér í þrjú ár áður en ég byrjaði að festa hana á blað, og þessi þrjú ár
glímdi ég við formlega spurningu: hvernig er hægt að komast hjá því að
þræða þá leið nýraunsæisins sem söguefnið virðist kalla á? Án þess að hafa
yfirstigið þessar efasemdir algerlega ákvað ég að byrja á bókinni, og þegar ég
var búinn að skrifa um það bil þrjátíu blaðsíður, gerðist það skyndilega, ég
veit ekki hvernig eða hvers vegna, ég skipti úr ‘venjulegum’ stíl, sem ég hafði
beitt fram að því, yfir í flæðandi stíl sem virtist ekki fylgja neinum reglum,
rétt eins og ég væri að segja frá lífi þeirra sem höfðu sagt mér frá sínu lífi. Svo
einfalt var það.
Og svo furðulega vildi til að þegar ég fór að skrifa ‘borgaralegar sögur’
(eins og í O Ano da morte de Ricardo Reis, Árið sem Ricardo Reis lést), þá
þurfti ekki að breyta ‘munnlega stílnum’ nema smávægilega til að hann
nýttist mér jafn vel við aðrar kringumstæður. Þannig varð til sá stíll sem
tengir saman skáldsögur sem eru eins ólíkar innbyrðis og Levantado do cháo
6
www.mm.is
TMM 1998:4