Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 13
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA unnar. Ert þú sammála þessari athugasemd? Getur einföld framvinda tímans verið nægilegt efni í skáldsögu, ekki síður en stórviðburðir í mann- kynsögunni? J.S.: Það er ekkert til sem heitir söguþráður. Það er til þráður sem er slitinn og tekinn upp aftur jafnharðan og enginn sér hann sem heild nema sá sem horf- ir frá síðustu blaðsíðu til þeirrar fyrstu, rétt eins og maður sem horfir eftir eigin slóð á jörð þar sem enginn hafði áður stigið fæti. Ég bý semsagt ekki til neina úthugsaða skáldsögulega atburðarás (sem staðfestir enn og aftur að ég er ekki skáldsagnahöfundur . . .), ég lifi á kraftmiklum hugmyndum sem vindast áfram án þess að grípa þurfi til útúrdúra, atburða, spennu, aðferða sem vel að merkja er beitt við að skrifa fjölda frábærra skáldsagna. Ég hef þá bjargföstu trú að tíminn, einföld framvinda tímans, sé miklu meira en nægi- legt efni í sögu, jafnvel enn betra en stórviðburðir í mannkynssögunni sem eru „fyrirsjáanlegir" einmitt vegna þess hve mikilvægir þeir eru. M.R.: „Ég hef sterkan grun um að sprunga gæti myndast í heimsálfu við það að kasta steini í sjóinn. Ég vil ekki blanda mér í þarflausa heimspekiumræðu, en segðu mér hvort þú sérð samhengi milli þess að api klifraði niður úr tré fyrir tuttugu milljónum ára og að atómsprengjur eru framleiddar.“ Það er Joaquim Sassa sem lætur hugann þannig reika. Það að Pýreneaskaginn skuli hafa Qarlægst Evrópu er dularfullt fyrirbæri og Sassa er einn þeirra sem taka þátt í hinu ímyndaða ferðalagi og leit að ímynduðum manni. Er þetta tilvist- arleg myndhverfing manns sem hefur misst trúna á Evrópu og gefur í skyn atlantíska framtíð? J.S.: Eina skýringin sem lesendur gætu tekið góða og gilda væri einhvers kon- ar heimsslitaviðburður sem hefði þær afleiðingar að Pýreneaskaginn myndi brotna frá Evrópu. Ég geri mér grein fyrir því að ég fór langt út fyrir mörk trúverðugleikans, en það var nauðsynlegt að fara út fyrir skynsemismörkin . . . Ég varð að sýna fram á að þær þjóðir sem byggja Pýreneaskagann tak- marka mjög eigin sögu með því að beygja sig undir hina evrópsku sýn á hana. Pýreneaskaginn, sem laðast að neyslumenningunni og heimsmenningunni, bælir niður hina suðrænu þætti í sjálfum sér, þætti sem eiga sér enga hlið- stæðu meðal annarra Evrópulanda. En það er hægt að lesa A Jangada de pedra á annan hátt: Pýreneaskaginn gæti verið dráttarbátur sem myndi draga Evrópu suður á bóginn, losa hana við ríkjandi sigurvegarahugsunar- hátt Norðursins og efla samstöðu hennar með arðrændum þjóðum Þriðja heimsins. Ef til vill eru ekki allar útópíur búnar að leggja upp laupana ... TMM 1998:4 www.mm.is 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.