Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 32
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ekki hægt að yrkja ljóð.15 Knopf telur að Brecht hafi þvertámóti sýnt að ljóð-
um sé ekkert um megn. Að vísu dugi þá ekki sami skilningur á ljóði og
Adorno hafi haft í huga.
Annað sem lesandi ljóðanna tekur fljótt eftir er einfaldleiki og hnyttni í
orðalagi. Eigindi sem Brecht lagði mikið uppúr og kallaði Zitierbarkeit eða
,ívitnanleika‘. Af þessu leiðir að orðin greypast í minni, losna jafnvel úr sam-
hengi og verða partur af tungutaki þjóðar. Því einfaldleikinn er ekki allur þar
sem hann er séður. Taka má sem dæmi fáeinar ljóðlínur úr söngvunum í
Túskildingsóperutmi: Es geht auch anders, doch so geht es auch // Die Liebe
dauert oder dauert nicht // Denn alle rennen nach dem Glúck / das Gluck
rennt hinterher // Erst kommt das Fressen, dann kommt die Moral // Der
Mensch lebt durch den Kopf / der Kopf reicht ihm nicht aus // Denn fúr
dieses Leben / ist der Mensch nicht schlecht genug // Da preist man uns das
Leben grofier Geister / das lebt mit einem Buch und nichts im Magen // Nur
wer im Wohlstand lebt, lebt angenehm.
Talsvert hefur verið þýtt af kvæðum Brechts á íslensku.16 Þar á meðal eru
þýðingar á borð við „Barnamorðíngjann Maríu Farrar“ eftir Halldór Kiljan
Laxness, „Til hinna óbornu“ eftir Sigfús Daðason og „Kvæði um drukknaða
stúlku“ eftir Þorgeir Þorgeirson, sem ég leyfi mér að telja til hins besta í
þýðingarskáldskap okkar á þessari öld. Kvæði Brechts njóta sín vel í höndum
góðra þýðenda, kannski vegna þess að hann er vitsmunalegt skáld fremur en
að áhrif ljóðanna byggist á tilfmningagildi orða í upprunamálinu. Þó getur
einfaldleikinn verið erfiður viðfangs og þá er flatneskjan á næsta leiti.
Leiksháldið
Brecht orti mjög mikið alla ævi og lítill vafi leikur á að ljóðin voru það skáld-
skaparform sem honum var eiginlegast. Hann virðist þó hafa litið svo á að
leikhúsvinna væri sinn eiginlegi vettvangur og leikritin það sem máli skipti. í
blaðaviðtali árið 1926 sagði hann um þessar tvær tegundir skáldskapar:
Ljóð mínerueinkalegri. [...] lleikritunumeréghinsvegarekkiaðtjá
huga sjálfs mín, heldur hugblæ heimsins ef svo má segja. Með öðrum
orðum hlutlæga sýn.17
Orðin lýsa vel viðhorfum Brechts þó um hitt megi deila hversu vel þau lýsi
ljóðum hans og leikritum. Það má tilaðmynda halda því fram að Brecht geri
sér far um það flestum skáldum fremur að tjá í ljóðum sínum hlutlæga sýn.
En þótt ýmsum þyki ljóðskáldið fremra leikritasmiðnum var Brecht lengstaf
kunnur fyrst og fremst sem leikskáld og leikstjóri, og er það raunar enn
30
www.mm.is
TMM 1998:4