Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 34
PORSTEINN ÞORSTEINSSON svokölluðu (Paul Hindemith og fleiri) og síðan með f)ölmennum kórum verkafólks í Berlín við tónlist eftir Hanns Eisler. Inntaki flestra leikjanna má lýsa með orðum eins kórsöngsins: „Breyttu heiminum, hann þarfnast þess“; þeir fjalla gjarna um togstreituna milli þess að fara eigin leiðir og þess að beygja vilja sinn undir hagsmuni heildarinnar: þema sem Brecht kallaði Einverstándnis eða samþykki við að lúta aga. Skeið kennsluleikjanna stóð stutt og er eft ilvill einkum áhugavert sem lið- ur í þróunarsögu Brechts sjálfs, vitnisburður um viðskilnað hans við anark- isma og tilraun til að beita leikhúsi í þágu nýrra lífsviðhorfa. Fimm fyrstu árin eft ir að Brecht flýr land, 1933-38 eða svo, ver hann síðan öllum kröff um að heita má til baráttunnar gegn fasisma. Hann yrkir ljóð og semur leikrit sem er ætlað að vera innlegg í þá baráttu. Undir lok áratugarins hefst svo afar frjótt sköpunarferli og Brecht semur á skömmum tíma leikritin Galíleó, Mútter Courage, Sesúan og Púntila, öll á Norðurlöndum; Krítarhringurinn fylgir svo í Bandaríkjunum nokkrum árum síðar, og eru þá aðeins helstu verkin frá útlegðarárunum talin. Þetta eru þau leikrit, auk Túskildingsóperunnar, sem orðstír Brechts sem leikskálds hvílir einkum á. Öll fjalla þau um brýn úrlausnarefni í mannlegu samfélagi, viðfangsefni sem þó má ætla að vefjist lengi enn fyrir mönnum. Galíleó: um ábyrgð vísindamannsins og stöðu hans andspænis valdinu; Courage: um hörmungar styrjalda og tilraunir ,litla mannsins' til að græða á stríði, sem enda með því að hann tapar öllu sem honum er kærast; Sesúan: um það hvernig góðum manni reiðir af í vondum heimi, hvernig það slítur honum og klýfur hann í tvennt; Krítarhringurinn: um eignarréttinn og um réttlætið. Það er mitt álit að þessi leikrit eigi ennþá fullt erindi á svið þó orðin séu meira en hálfrar aldar gömul. Og ef þau eiga ennþá erindi er það að sjálf- sögðu ekki vegna þess eins að þau takist á við verðug verkefni, heldur afþví þau gera það með verðugum hætti, hafa skáldskapargildi. Að vísu verður að hafa þann fyrirvara á að þau þarf auðvitað að taka þeim tökum sem hæfa hverjum tíma. Annað væri ósamboðið þeim frjóa leikhúsmanni sem Brecht var. Það sem olli þeim minnkandi áhuga margra þýskra leikstjóra á Brecht, sem að framan var getið, var sumpart þetta: að skapandi leikstjórar töldu hendur sínar um of bundnar af þeim skorðum sem erfmgjar Brechts settu um túlkun verkanna og breytingar á þeim. Mestu réð þó breyttur tíðarandi í lok áttunda áratugarins. Menn voru orðnir þreyttir á verkum sem tóku fyrir málefni samfélagsins og stöðu mannsins í hinu félagslega hnitakerfi og sökn- uðu verka þar sem fjallað væri um tilfinningalíf manna, um „vanmátt mann- eskjunnar til að takast á við tilfinningar sínar og læra af þeim“,19 um sálarkreppur margvislegar, og um samskiptaörðugleika manna. Mörgum 32 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.