Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 39
BERTOLT BRECHT 1898-1998 borinn til grafar fylgdu honum einar fimm ,ekkjur‘.31 - Til að fyrirbyggja misskilning: Ég er á engan hátt að gera því skóna að samböndin hafi verið sársaukalaus fyrir konurnar, mér dettur ekkert slíkt í hug, enda eru um það nægar heimildir að þríbýli þeirra Helenu Weigel, Margrétar Steffin og Rutar Berlau með Brecht á Norðurlöndum var á stundum erfitt; en sársauki þekk- ist líka í venjulegum hjónaböndum, því miður. Enginn vafi er á því að Brecht var óvenju þurfandi fyrir það ,framleiðslu- afT sem ástin var honum. Kin-jeh, persónugervingur Brechts sjálfs í bók hans Me-ti, hefur orðið: Ég ræði ekki um lystisemdir holdsins, þó mörg orð mætti hafa um þær, né um forlyftinguna, sem færra er um að segja. Þessi fyrirbæri tvö mundu duga veröldinni, en ástina verður að skoða sérstaklega því að hún er ffamleiðsla. Hún breytir þeim sem elskar og þeim sem er elskaður, hvort heldur er til góðs eða ills. [...] Það er eðli ástarinnar einsog annarrar mikilvægrar framleiðslu að elskendur taka alvarlega margt sem aðrir láta sér í léttu rúmi liggja, minnstu snertingu, fínustu blæbrigði. Þeim bestu tekst að samræma ást sína fyllilega annarri framleiðslu; þá verður vingjarnleiki þeirra almennur, hugvitssemi þeirra gagnast mörgum, og þeir styðja allt sem er skapandi.32 Mönnum getur sýnst sitt hvað um ,fjölkvænishneigð‘ Brechts. Ýmsir hafa haldið því fram að þessi hegðun hans beri vott um karlrembu og kvenfyrir- litningu. Og víst er að hann gerði aðrar kröfur til ástkvenna sinna en sjálfs sín, taldi sér heimilt fjöllyndi en ætlaðist til trúnaðar af þeim. Að því leyti að minnstakosti er ekki fráleitt að tala um tvöfalt siðgæði af hans hálfu, hvað sem um siðleysið má segja. Þær konur eru þó til sem líta svo á að kvennamál Brechts séu fremur til vitnis um virðingu hans fýrir konum, sköpunargáfu þeirra og margvíslegum hæfileikum sem karlar hafi yfirleitt ekki metið til margra fiska á þessum árum. Því allar ástkonur hans, að þeim fyrstu undan- skildum, voru einnig andlegir félagar hans, og við útgáfu verka sem þær komu að getur hann jafnan framlags þeirra. Sabine Kebir heitir ein þeirra kvenna sem andæff hafa ásökuninni um kvenfyrirlitningu. Hún hefur skrif- að tvær bækur um Brecht og konurnar hans, og notar orðið Mcinner- feminismus- karlafemínismi - um tilburði Fuegis og fleiri karla til að verja heiður kvennanna fyrir Brecht.33 Manni koma einnig í hug orð Marieluise FleiBer sem að lokum flýði faðmlög Brechts og skrifaði smásögu sem margir litu á sem árás á hann: „Það er óþarfi að verja Brecht fyrir mér. Ég er vinur Brechts.“34 Aðalákæra Fuegis á hendur Brecht felst þó raunar í öðru. Sumsé því, í stuttu máli, að Brecht geti enganveginn talist höfundur þeirra verka sem TMM 1998:4 www.mm.is 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.