Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 40
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON honum eru almennt eignuð. Þau séu að miklu, jafnvel mestu leyti eftir þrjár konur sem hann hafi vélað til lags við sig og gert kynferðislega háðar sér. Hann hafi farið mjög illa með þær og látið þær vinna ókeypis að skriftum sem hann hafi síðan slegið eign sinni á og hirt af bæði heiðurinn og arðinn. Sex for text er formúla Fuegis fyrir samstarfi því sem leiddi til verka „Brechts“. í samræmi við þetta eru svo verkin sögð vera eftir Hauptmann- Brecht eða Steffin-Brecht - konurnar jafnan á undan. Þetta er sú megin- kenning bókarinnar sem allt er beygt undir. Um þessa kenningu er margt að segja, meðal annars þetta: Það voru ekki bara þessar tilteknu konur sem á einhvern hátt komu að samningu leikrit- anna. Brecht getur þeirra Elísabetar Hauptmann, Margrétar Steffin og Rutar Berlau oftast og aðstoð þeirra var áreiðanlega drýgst, en samverkamennirnir voru mun fleiri og sjálfur nefnir hann á þriðja tug í útgáfum leikritanna. í bréfum og dagbókum má sjá nöfn að minnstakosti jafnmargra til viðbótar sem komið hafa að verki á einhverju stigi. Þetta eru vinir og kunningjar Brechts, einkum rithöfundar, tónskáld og leikhúsfólk, en einnig heimspek- ingar og vísindamenn. I rauninni er um það að ræða að Brecht stofnar til vinnu af öðru tagi en að jafnaði einkennir rithöfundarstarfið, nokkurskonar hópvinnu undir eigin leikstjórn. Þetta er þó fráleitt eina vinnuaðferðin við samningu leikritanna. Séu verk Brechts á annað borð einhvers virði skiptir í sjálfu sér ekki máli fyrir lesanda eða áhorfanda hvort þau eru sögð vera eftir Brecht, „Brecht", eða Brecht og kompaní. Það er hinsvegar sjálfsögð skylda fræðimanna að hafa jafnan það sem sannara reynist. Og enginn fræðimaður sem kunnugur er verkum Brechts í heild, vinnulagi hans og mismunandi gerðum verkanna á vinnslustigi hefur tekið undir þá kenningu Fuegis að verkin frá þriðja ára- tugnum séu að mestu eftir Elísabetu Hauptmann en frá fjórða áratugnum eftir Margréti Steffin. Af kenningunni leiðir reyndar tvær spurningar: Lægi fyrir svipað höfundarverk að magni og gæðum ef Brecht hefði ekki komið þar nærri? Lægi slíkt höfundarverk fyrir ef samverkakonurnar hefðu ekki komið að því? Ég tel að svarið við fyrri spurningunni sé augljósara en svo að það þurfi að ræða. Við þeirri seinni er svarið ekki jafn ótvírætt. Þó má telja næsta víst að þá lægi eitthvað minna eftir Brecht, en reyndar má benda á það að hann hafði þegar samið svosem fimmtung verka sinna áður en hann kynntist Elísabetu Hauptmann, fyrstu samstarfskonu sinni, 26 ára gamall. Hvort gæðin hefðu orðið minni skal ósagt látið, en þó er ekkert sem bendir beinlínis til þess. í nafni sannleikans verður að minna á svo augljósa stað- reynd sem þá að konurnar þrjár sem mest unnu með Brecht voru snöggtum lakari rithöfundar en hann, þó allar væru þær bráðgáfaðar og fengjust allar sjálfar við skriftir. (Danska leikkonan Rut Berlau var reyndar óskrifandi á 38 www.mm.is TMM 1998:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.