Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 41
BERTOLT BRECHT 1898-1998
þýsku, og það eitt gerir fremur ótrúverðugt að hún hafi skrifað
Krítarhringinn. Þetta virðist Þjóðverjum hafa tekist að sýna Fuegi frammá
því hann dregur mjög í land með það í hinni þýsku útgáfu bókar sinnar.)
Kenningar Fuegis um tilurð verkanna hafa í rauninni að forsendu að hver
sem er hefði getað skrifað þau, að minnstakosti hver sem er af þeim hópi sem
hann kallar Brecht og kompaní. En ef eitthvert vit á að vera í bókmenntaum-
ræðu verður, þegar til lengdar lætur, ekki hjá því komist að tala um ,gæði‘
eða ,eigindir‘ texta. Og nú vill svo til að verkin eru yfirleitt því marki brennd
að þar eru á hverju strái setningar sem bera með sér að enginn höfúndur á
þýsku hefði skrifað þær nema Bertolt Brecht. Þetta vita allir sem eitthvað
þekkja til þýskra bókmennta á þessari öld. Þetta gildir um öll meginverkin,
hvort sem um er að ræða ljóð, leikrit eða prósa, þó undantekningar megi
finna í þeim verkum sem Brecht gaf ekki út sjálfur en seinna hafa verið birt, á
misjöfnu vinnslustigi og misjöfn að gæðum.
Um leið og þeirri kenningu er hafnað að höfundarverk Brechts sé að
mestu eftir aðra er ekki nema rétt og skylt að viðurkennna, einsog hann sjálf-
ur gerði, að margt í því er frá öðrum komið að einhverju leyti. Ýmsum þykir
sem nauðsyn beri til að gera nákvæma grein fyrir framlagi aðstoðarmann-
anna til þeirra verka sem ,kennd eru við Brecht', svo notað sé orðalag Fuegis.
Sá hængur er þó á því að það virðist ámóta auðvelt viðfangs og að finna hvað
er frá hverjum í verkum Shakespeares. Brecht hafði einstakt lag á að laða að
sér hæfileikamenn, vekja áhuga þeirra, leysa úr læðingi sköpunarkraft þeirra
og ,lokka‘ þá til samstarfs; að þessu leyti átti hann sér, að dómi Johns Willett,
naumast annan líka meðal listamanna þessarar aldar en Díaghílev hinn
rússneska.35 Þar sem Brecht var þar var mikill suðupottur hugmynda, og
þeir sem á annað borð felldu sig við þetta vinnulag höfðu af því mikla
skemmtun, einsog Elísabet Hauptmann hefur lýst.36 Framlag þessara sam-
verkamanna sem hann kallaði svo gat verið margvíslegt: allt frá því að ræða
og gagnrýna einstök atriði, orðalag eða byggingu verks; safna efni; þýða úr
öðrum málum; og til þess jafnvel að gera drög að senum. Ég vil að lokum taka
dæmi af tveimur leikritum sem Fuegi telur að séu ranglega eignuð Brecht;
Elísabet Hauptmann sé meginhöfundur þeirra.
Gisela Bahr hefur lýst því hvernig vinnan við Heilaga Jóhönnu fór fram, og
styðst þar meðal annars við frásögn Elísabetar Hauptmann. Brecht, Haupt-
mann og Emil Burri hittust um skeið á hverjum morgni, ræddu framvindu
verksins og settust svo við ritvélina. Einnig komu Hauptmann og Burri með
uppköst sem Brecht krotaði fyrst í og sneri svo í bundið mál. Bahr birtir tilað-
mynda drög að atriði sem Burri samdi að öllum líkindum, lagfæringar
Brechts og síðan atriðið einsog það lítur út í fyrstu gerð leiksins.37 Slíkur
samanburður leiðir í ljós, með óyggjandi hætti að mínum dómi, að sú lýsing
TMM 1998:4
www.mm.is
39