Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 46
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON eigi að taka til menningarverðmæta sem þeir menn skópu sem aðhylltust kommúnisma, svosem Majakovskí eða Neruda. Eða voru af einhverjum ástæðum hallir undir fasisma, einsog Hamsun eða Ezra Pound. Og svar Kundera er ótvírætt: „Ef anda réttarhaldanna tekst að eyða menningu þess- arar aldar, þá eigum við ekkert annað að baki en minningu um ódæðisverk, sungna af barnakór.“45 Varnaðarorð Kundera eru þess virði að þeim sé gaumur gefinn, einnig hér á landi. Hann nefnir ýmsa af helstu lista- og and- ansmönnum aldarinnar og lýsir því hvernig þeir hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu valdsmanna og rétttrúnaðar, oft tvennum eða þrennum gagnstæðum réttarhöldum. Tilaðmynda var Brecht ofsóttur af nasistum fyrir að vera kommúnisti, gagnrýndur harðlega af kommúnistum fyrir að vera ekki nógu rétttrúaður, og sætir ámæli nú fyrir að hafa ekki snúist gegn kommúnistum og fyrir að hafa þegið aðstöðu sem honum bauðst í Austur-Þýskalandi til að starfrækja leikhús. Ekki leikur minnsti vafi á því að eftir að trúleysinginn Brecht varð snort- inn af þeirri veraldlegu trúarhreyfingu sem nefndist kommúnismi, var hann sannfærður um að þar lægi eina undanjkorþuvoi| mani|þynsins úr því foraði sem hann taldi kapítalisman^T^era. Hann gerðíst þó aldrei flokksbundinn kommúnisti og átti reyndar allatíð í útistöðum við flokksbrodda og réttlínu- menn flokksins í fagurfræði- og hugmyndafræðilegum efnum. Og aðeins tvö leikrita hans gerast beinlínis meðal kommúnista eða fjalla um þeirra málefni: Úrræðið og Móðirin, bæði rituð um 1930. Enda leit hann á sig sem borgaralegt skáld sem gert hefði málstað öreiganna að sínum.46 Það er til marks um sambúð Brechts og sovéskra kommúnista að leikrit hans voru ekki sýnd í Sovétríkjunum í hartnær þrjá áratugi, eða frá því Taírov sviðsetti Túskildingsóperuna í Moskvu 1930 og þartil í þíðunni skömmu fyrir 1960, nokkru eftir að Brecht var látinn. Á fjórða áratugnum átti hann í hörðum deilum við ,Moskvuklíkuna‘, sem hann kallaði svo, en þær snerust að nafninu til um ,formdýrkun‘ og ,raunsæi‘ í skáldskap.47 Þessi ,fagurfræðilegu‘ átök héldu áfram í Austur-Berlín eftir að Brecht hóf að starfa í leikhúsi sínu þar, einsog betur hefur komið í ljós eftir að leyniskjöl urðu aðgengileg. Þannig virðist hafa verið áætlun í gangi um að halda áhrif- um Brechts í lágmarki. Meðal annars birti flokksmálgagnið Neues Deutsch- land enga gagnrýni um Krítarhringinn 1954, eina metnaðarfyllstu sýningu Brecht-leikhópsins, og „þagði með sann“ um sýninguna þartil hún var búin að fá sérstaka viðurkenningu á Leikhúsi þjóðanna í París árið eftir. En rit- stjóra blaðsins hafði Walter Ulbricht einmitt fengið það verkefni að ,sjá um' Brecht, að „framkvæma stöðuga pólitíska vinnu með Brecht og veita honum aðstoð“, einsog það var orðað á skollaþýsku flokksins.48 Vilji maður vita raunverulegan hug Brechts til sovétkommúnismans á 44 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.