Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 64
JÓN VIÐAR JÓNSSON bókstaflega af mótorbátum, saltfiski, þangi og saltúða. Og hún er oft óborg- anlega kómísk og ósvífin.“ Ekki eru þess mörg dæmi, ekki aðeins í íslenskri leiklistarsögu, að við höfum tök á því að bera saman skoðun leikstjóra á frammistöðu leikenda sinna og álit gagnrýnenda. Hvað sögðu nú helstu leikrýnar Reykjavíkurblað- anna um Jeppa? Þeir Kristján Albertsson, sem skrifaði í Morgunblaðið, og Guðbrandur Jónsson, dómari Vísis, voru ekki sammála um sýninguna í heild; Kristjáni fannst hún Gunnari til sóma, en Guðbrandur lýsti hana mis- heppnaða í aðalatriðum.29 Um frammistöðu Þorsteins voru þeir ekki ósvip- aðrar skoðunar og leikstjórinn. Kristján var að vísu jákvæðari og segir hann hafa leikið Jeppa „víða af talsverðum tilþrifum og yfirleitt vel“, leikurinn sé „bragðlegur“, Jeppi hafi náð að lifa fyrir sjónum manna „þunglamaleg svefn- purka, silalegur, luralegur jarðvöðull, einfaldur bóndi frá tímum bændakúg- unarinnar“ o.s.frv. Kristjáni finnst þó verra, að Jeppa hætti til „þegar hann var sem allra fyllstur, að verða öðru hvoru allt í einu allsgáður, bæði í máli og hreyfmgum“. Guðbrandi þykir Þorsteinn hins vegar ekki skila hinu dýrslega, leikurinn hafi verið of fágaður og vantað þá kímni „sem á dönsku er kölluð ‘Humör’“. Gunnþórunni segir hann hafa verið „viðunandi en heldur ekki meira; þann kraft sem venjulegast er í leik hennar vantaði, því að pilsvargurinn varð of skikkanlegur í höndum hennar“. Lárus Ingólfsson hafi verið bestur í litlu hlutverki sem kona ráðsmannsins; það hafi verið eina ósvikna kímnin í sýningunni. Annars hafi verið reynt að bæta meðferðargalla leiksins upp „með alls konar kúnstum og skrípalátum milli þátta sem ekki voru undan rifjum Holbergs runnin. Það var hrein hörmung að sjá það - tilgangslaust ráp fram og aftur með meira og minna óskiljanlegu handapati.“ Óskapast Guðbrandur yfir dansinum í löngu máli, en viðurkennir þó að honum þyki ákaflega lítið gaman að dansi, líti á hann nánast sem „trúðleik“. Gunnar hafði í sviðsetningu sinni vikið talsvert frá hinum dönsku Hol- berg-hefðum: stílfært nokkuð leiktjöld, sem var óvenjulegt, og lét m.a. draga svart tjald fyrir baksviðið á meðan skipt var um þau.30 Nú sætti Freymóður Jóhannesson lagi og geystist fram á ritvöllinn með harða ádeilugrein.31 Kom þó fljótt upp úr dúrnum, að ekki voru tjöld Gunnars aðalskotspónn Frey- móðs, heldur stjórn Leikfélagsins. Sakar listmálarinn hana ekki aðeins um valdníðslu með því að ráða erlendan leikstjóra í heilan vetur án þess að bera ráðninguna undir félagsfund, heldur ber á hana margvíslegar ávirðingar, sem er ekki þörf að rekja hér. Var stjórnin skjót til svara, en Freymóður lét ekki eiga inni hjá sér og lauk orðahnippingunum svo, að Lárus Sigurbjörns- son sagðist framvegis ekki myndu tala við hann nema fyrir dómstólum.32 62 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.