Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 66
JÚN VIÐAR JÚNSSON Reykjavík fúlsar við mikilli tragedíu Straumrof, næsta sviðsetning Gunnars, fékk blendnar viðtökur og mjög litla aðsókn.36 Um jólin var röðin komin að Pilti og stúlku, leikgerð Emils Thoroddsens á skáldsögu afa síns undir leikstjórn Indriða Waages. Ekki fékk hinn danski gestur frí frá leikhúsinu þar íyrir, því að hann gerði bæði upp- drætti að leiktjöldum í sýningunni og fór með eitt af hlutverkunum, Möller kaupmann. Elann er fljótur að afgreiða bæði verk og sýningu í bréfi til Pouls Juhl: „Það er veikbyggt, að vísu fínt og huggulegt, en hryllilega sviðsett, hvað leik og staðsetningar varðar, og leikurinn eftir því.“37 Ekki voru allir leikdómarar blaðanna sama sinnis; a.m.k. fannst Kristjáni Albertssyni „leikforustan“ yf- irleitt ágæt og Guðbrandur Jónsson sagði, að það sem „leiknum fleyttist, flotnaðist honum á meðferð leikenda og leikstjórn“.38 „x-y“ Alþýðublaðsins var hins vegar sammála Gunnari; fannst leikendur illa æfðir, framburður þeirra slæmur og fæstir gera hlutverkum sínum góð skil.39 „x-y“ var dul- nefiii Haralds Björnssonar sem var nú tekinn að dæma um starf sinna gömlu félaga í Alþýðublaðinu. Meðal þeirra verka, sem Gunnar tók til sýningar á Kammerspilscenen, var The Tragedy ofNan eftir breska lárviðarskáldið John Masefield. Leikur sá gerist í enskri sveit skömmu eftir aldamótin 1800 og fjallar um sorgleg örlög alþýðustúlkunnar Nan. Faðir hennar lenti á sínum tíma í gálganum fyrir sauðaþjófnað og hefur móðurbróðir hennar, Pargetter bóndi, tekið hana í fóstur til sín. Kona Pargetters er hið versta flagð og gerir stjúpdóttur sinni allt til miska. Þegar hún kemst að því, að ungur maður úr sveitinni, Dick Gurvil, lítur Nan hýru auga, spillir hún á milli þeirra, enda telur hún hann hentugra mannsefni dóttur sinni, Jenny. Er Dick, sem játar Nan ást sína í eldheitu at- riði í öðrum þætti leiksins, snöggur að snúa við henni bakinu, þegar vonda stjúpan hefur gagnsókn. En brátt taka málin nýja og óvænta stefnu. Það kem- ur sem sé á daginn, að faðir Nan var í raun alsaklaus, svo að yfirvöldin hafa ákveðið að greiða henni ríflegar miskabætur. Þá kemur annað hljóð í strokk- inn hjá Dick, sem vill nú óður og uppvægur fá Nan fyrir konu. En töluð orð verða ekki tekin aftur, Nan getur ekki fýrirgefið honum brigðmælgina, og í lokaatriði leiksins rekur hún hann á hol, áður en hún gengur út til að stytta sjálfri sér aldur. Gunnar hafði miklar mætur á þessu leikriti og jafnaði því við verk helstu eftirlætisskálda sinna, J.M. Synges og Jóhanns Sigurjónssonar. Það var ekki á upphaflegri verkefnaskrá Leikfélagsins, en honum tókst að fá það tekið inn í hana, og var leikurinn frumsýndur 7. mars 1935. Nanna, eins og leikurinn nefndist á íslensku, er að vísu alveg gleymt verk nú, enda persónusköpun 64 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.