Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 69
AÐ TJALDABAKl 1 ÍÐNÓ VETURINN 1934-35 Veiki bletturinn er Dick [Indriði Waage], sem er ekki nógu myndar- legur og hefur alltaf leikið blöndu af Osvaldi [í Afturgöngum Ibsens] og Galdra-Lofti. Það er út af fyrir sig nógu slæmt - einn í einu getur verið nóg, þar sem það á ekki við - og hann er slappur og lingerður, vantar alla karlmennsku. Mér hefur með miklum erfiðismunum tek- ist að fá hann til að virka karlmannlegan, þaulæft hverja hreyfingu, þannig að hann sleppur án þess að spilla miklu. 1 rauninni er bara allt í lagi með hann, burtséð frá aðalástarsenunni, þar sem hann vantar allt - en reynir af miklum dugnaði að láta sem hann hafi það. Þessi háðsyrði Gunnars um leik Indriða geta ekki staðið athugasemdalaus. Indriði Waage sýndi ungur ótvíræða hæfileika og varð með tíð og tíma einn af fremstu leikurum þjóðarinnar. Þó að hann væri ekki mikill fyrir mann að sjá, bjó hann yfir svipmiklum, sérkennilegum persónuleika, sem oftast skein í gegnum persónusköpunina og hann kunni ugglaust vel að notfæra sér, ef svo bar undir. Mikill næmleiki var einn höfuðkostur hans, jafnt sem leikara og leikstjóra; einkum róma ýmsir leikarar, sem kynntust honum í starfi, hæfni hans sem persónuleikstjóra. Indriði átti, þegar þetta var, ekki langan feril að baki. Hann hafði aðeins staðið á sviðinu í um tíu ár og Gunnar hefur naumast séð hann leika fyrr, þó að hann kunni að hafa séð eitthvað til hans vorið 1927, þegar Gunnar dvald- ist í Reykjavík og Indriði lék einmitt Osvald í Afturgöngum. Hvernig sem því kann að hafa verið háttað, hlýtur hann að byggja mestmegnis á frásögnum annarra, þegar hann segir Indriða alltaf hafa leikið „blöndu af Galdra-Lofti og Osvald“. Má svo sem vel vera, að fólk hafi þóst þekkja frá þeim einhverja takta í öðrum hlutverkum hans; ekki væri Indriði einsdæmi um það meðal leikara. En kjarni málsins er þó augljóslega sá, að Indriði var einfaldlega ekki réttur leikari í hlutverk af þessu tagi. L.R. átti, þegar þetta var, engan góðan elskhuga-leikara nema Gest Pálsson sem af einhverjum sökum lék lítið með því þennan vetur. A.m.k. virðist hann ekki hafa verið tiltækur í Dag Vestan, ástmanninn í Straumrofi, því að þar var Þorsteini 0. teflt fram, þó að gagnrýnendur væru hjartanlega sammála um, að hann ætti að halda sig sem lengst frá slíkum hlutverkum.45 Um aðra leikendur í Nönnu höfðu leikdómarar færri orð. Valur Gíslason þótti ekki ná góðum tökum á Pargetter bónda og Marta Indriðadóttir fékk misjafna dóma sem frú hans. Kristjáni Albertssyni fannst Magnea Sigurðs- son of ólík þeirri persónu sem hún lék: „Henni tókst ekki að sannfæra mann um kuldann og lymskuna í innræti stúlkunnar, en geig hennar í þriðja þætti lék hún vel.“ Þess má geta til gamans, að Indriði Einarsson skrifaði stutta grein um sýninguna og hældi mjög verki Gunnars. Af leikurum sá hann ekki ástæðu til að nefna aðra en Mörtu dóttur sína, og er ekki ólíklegt að ýmsir TMM 1998:4 www.mm.is 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.