Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 71
AÐ TJALDABAKI í IÐNÓ VETURINN 1934-35 eftir því sem höfundurinn hefir ætlast til. Mikill misbrestur var á öllu þessu við þessa umræddu sýningu L.R.“ Með sýningu Straumrofs og nú Nönnu hafi L.R. staðfest að það geti, eins og sakir standa, ekki ráðið við leikrit alvarlegs efnis. Haraldur sér einnig ástæðu til að víkja að þætti Gunnars. Hann hafi lagt mikla vinnu í uppsetninguna og „af miklum smekk og mikilli nákvæmni“ samið undirspil við ýms atriðin „sem óneitanlega hefði átt að hjálpa leikend- unum. En fram hjá því verður samt aldrei komist, að eins og ramminn um málverkið er aukaatriði, en listaverkið sem í honum er aðalatriðið, eins verð- ur leiklistin sjálf, meðferð hlutverkanna og textameðferðin alltaf aðalatriðið fyrir hverja leiksýningu, hvernig sem umgerðin er.“ Allir geti séð, hversu erfitt, jafnvel ómögulegt, það sé fyrir útlendan leikstjóra að taka þetta föstum tökum, þar sem við viðvaninga sé að eiga eins og hér. Auðvitað er Haraldur hér að tala fyrir eigin málstað, en hann var þó ekki einn um þessa skoðun; a.m.k. taldi annar gegn leikhúsmaður, Ragnar E. Kvaran, sem hafði á árum áður verið einn af efnilegustu ieikurum L.R. og var nú fyrir skömmu kominn heim eftir áralanga dvöl vestanhafs, að bæði Straumrof og Nanna hefðu verið félaginu ofraun.48 Ragnar gekk skömmu síðar til samstarfs við L.R. og hélt því áfram til dauðadags 1939. Nanna fór ekki vel í Reykvíkinga, aðsókn varð dræm og sýningin gekk að- eins sex sinnum. Óþœgir leikarar og sigursœll leikstjóri I viðtali sem Alþýðublaðið birti við Brynjólf Jóhannesson um það bil, sem Gunnar var nýkominn til landsins, kvaðst hann vona, að hinn erlendi gestur gæti veitt leikendum nokkra tilsögn í listinni.49 Hann væri m.ö.o. ekki aðeins kominn til að sviðsetja leikrit, heldur einnig leiðbeina leikurum og reyna þá. Með því að fá hann hingað, hefði stjórn L.R. viljað „bæta úr vöntun á hér- lendum leikskóla“. Það er kannski ekki ástæða til að taka þessi ummæli allt of hátíðlega. Brynjólfi var sem stjórnarmanni eðlilega kappsmál að verja ráðningu Gunn- ars fyrir „stjórnarandstöðunni" innan félagsins og því ekki óeðlilegt, þó að hann reyndi að gylla hana sem mest. Engu að síður verður að segjast, að í þessum orðum endurspeglast viðhorf hins heimaalda viðvanings. Með fullri virðingu fýrir Gunnari var hann ekki réttur maður til að kenna óreyndum og kunnáttulitlum leikurum leiklist. Hann hafði sjálfur aldrei fengið leiklistar- þjálfun af neinu tagi og vinna hans með atvinnuleikurum til þessa ekki reynst happadrjúg. Það kom og á daginn, að Iðnó-leikarar áttu eftir að reyna TMM 1998:4 www.mm.is 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.