Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 71
AÐ TJALDABAKI í IÐNÓ VETURINN 1934-35
eftir því sem höfundurinn hefir ætlast til. Mikill misbrestur var á öllu þessu
við þessa umræddu sýningu L.R.“ Með sýningu Straumrofs og nú Nönnu hafi
L.R. staðfest að það geti, eins og sakir standa, ekki ráðið við leikrit alvarlegs
efnis.
Haraldur sér einnig ástæðu til að víkja að þætti Gunnars. Hann hafi lagt
mikla vinnu í uppsetninguna og „af miklum smekk og mikilli nákvæmni“
samið undirspil við ýms atriðin „sem óneitanlega hefði átt að hjálpa leikend-
unum. En fram hjá því verður samt aldrei komist, að eins og ramminn um
málverkið er aukaatriði, en listaverkið sem í honum er aðalatriðið, eins verð-
ur leiklistin sjálf, meðferð hlutverkanna og textameðferðin alltaf aðalatriðið
fyrir hverja leiksýningu, hvernig sem umgerðin er.“ Allir geti séð, hversu
erfitt, jafnvel ómögulegt, það sé fyrir útlendan leikstjóra að taka þetta föstum
tökum, þar sem við viðvaninga sé að eiga eins og hér.
Auðvitað er Haraldur hér að tala fyrir eigin málstað, en hann var þó ekki
einn um þessa skoðun; a.m.k. taldi annar gegn leikhúsmaður, Ragnar E.
Kvaran, sem hafði á árum áður verið einn af efnilegustu ieikurum L.R. og var
nú fyrir skömmu kominn heim eftir áralanga dvöl vestanhafs, að bæði
Straumrof og Nanna hefðu verið félaginu ofraun.48 Ragnar gekk skömmu
síðar til samstarfs við L.R. og hélt því áfram til dauðadags 1939.
Nanna fór ekki vel í Reykvíkinga, aðsókn varð dræm og sýningin gekk að-
eins sex sinnum.
Óþœgir leikarar og sigursœll leikstjóri
I viðtali sem Alþýðublaðið birti við Brynjólf Jóhannesson um það bil, sem
Gunnar var nýkominn til landsins, kvaðst hann vona, að hinn erlendi gestur
gæti veitt leikendum nokkra tilsögn í listinni.49 Hann væri m.ö.o. ekki aðeins
kominn til að sviðsetja leikrit, heldur einnig leiðbeina leikurum og reyna þá.
Með því að fá hann hingað, hefði stjórn L.R. viljað „bæta úr vöntun á hér-
lendum leikskóla“.
Það er kannski ekki ástæða til að taka þessi ummæli allt of hátíðlega.
Brynjólfi var sem stjórnarmanni eðlilega kappsmál að verja ráðningu Gunn-
ars fyrir „stjórnarandstöðunni" innan félagsins og því ekki óeðlilegt, þó að
hann reyndi að gylla hana sem mest. Engu að síður verður að segjast, að í
þessum orðum endurspeglast viðhorf hins heimaalda viðvanings. Með fullri
virðingu fýrir Gunnari var hann ekki réttur maður til að kenna óreyndum og
kunnáttulitlum leikurum leiklist. Hann hafði sjálfur aldrei fengið leiklistar-
þjálfun af neinu tagi og vinna hans með atvinnuleikurum til þessa ekki
reynst happadrjúg. Það kom og á daginn, að Iðnó-leikarar áttu eftir að reyna
TMM 1998:4
www.mm.is
69