Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 84
GYRÐIR ELÍASSON
Korolenko og sögur hans frá Síberíu, og síðast en ekki síst vesturíslendingur-
inn Jóhann Magnús Bjarnason með sagnakver sitt, Vornætur á Elgsheiðum.
Líklega má víða sjá þessum höfundum stað í bókum Guðmundar, þó hann
stæli þá hvergi. En auk þess eru sögur hans mjög markaðar hans „fyrri konu“
í listinni - ljóðadísinni. Hann skildi semsagt aldrei almennilega við hana,
sem betur fer. Auk erlendra og innlendra ljóðskálda af risakyni liðins tíma,
eru honum mjög hugleikin íslensk alþýðuskáld, stundum jafnvel þau sem
náðu ekki út fyrir dalinn hans. Bæði skrifaði hann um þau í sjálfsævisögu
sinni, og svo þætti í Grímu Þorsteins M. Jónssonar, og er ljóst að þau hafa
verið honum mikils virði. Hér mætti vitna lauslega í Halldór Laxness: „Við-
urkenning er ekki alltaf mælikvarði á skáld. Mörg góð skáld hafa aldrei öðl-
ast neina viðurkenningu.“ Alþýðuskáldin á ekki að forsmá. Það er mikill
misskilningur að eingöngu eigi að lesa stórskáldin. í formála að smásagna-
safni kínverska skáldsins Lú Hsun (ísl. þýð: Halldór Stefánsson), er sagt frá
því hvernig hann hallaði sér sérstaklega að alþýðuskáldum langtímum sam-
an til að sækja sér næringu og styrk. Eftilvill ætti að skoða bókmenntir einsog
náttúruna; manni verður kannski starsýnt á fjöllin, en hugar líka að steinum
og jurtum - og lítilsvirðir ekkert af þessu. Annars fór Guðmundur sínar eigin
leiðir í skáldskapnum: tók að vísu mið af fjöllum, en þræddi sína stíga. Sagan
Mýrarþoka er t.d. frumleg saga í raunverulegum skilningi þess orðs. Hún er
ekki bergmál af Maupassant eða öðrum erlendum snillingum, einsog vill
brenna við með íslenska smásagnahöfunda þessa tímabils. Og samt nær
hann því að vera alþýðlegur og alþjóðlegur í senn í bestu sögum sínum - eða
öllu heldur sammannlegur. Gríska ljóðskáldið Gíorgos Seferis talar á einum
stað um „auðmjúka list,“ og líklega væri hægt að flokka sögur Guðmundar
þar undir - en í auðmýktinni býr dulinn styrkur.
Þeir sem þekkja að ráði til íslenskrar smásagnagerðar, vita að bestu sögur
Guðmundar verður að telja með því fremsta sem gert var í þeirri grein á sín-
um tíma. Sérstaklega ber að nefna söguna Mýrarþoku, sem birtist í smá-
sagnasafninu Rautt sortulyng árið 1967. Mýrarþoka er saga sem hiklaust má
telja upp í sömu andrá og t.d. Grimmd Halldórs Stefánssonar, eða Marjas
Einars H. Kvaran.
Síðastliðið haust var haldið bókmenntakvöld í Reykjavík þar sem lesið var
upp ljóðið Bernska II eft ir Sigfús Daðason. Þegar skáldið las sjálft upp ljóð sitt
af geisladiski og kom að orðunum: „Börnin hans voru gáfuð og tilfinninga-
rík og berklaveik. Hann var ógæfumaður“ - þá fóru allir að hlæja. Sigfús
Daðason var vafalaust mikill húmoristi, en honum hefur varla verið hlátur í
hug við þetta niðurlag ljóðsins. Sá sem hefur lesið söguna Mýrarþoku eftir
Guðmund, um efni sem snertir þetta sama, hann getur ekki hlegið að þessari
línu Sigfúsar. Ef það er menning að sitja á kaffihúsi og hlæja að börnum sem
82
www.mm.is
TMM 1998:4