Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 108
KRISTJÁN kristjánsson
an lungann úr bresku rökræðunni um póstmódernismann frá síðustu árum
og lagði ekki hvað síst áherslu á þverbrestina sem ýmsir hafa fundið í isma
þessum. Innflutt umræða í útdráttarstíl? Já. Frumleg og fyndin spekimál að
norðan? Því miður ekki.
Flversu gott hugðu ekki ég og margir aðrir til glóðar þegar fréttist að Þor-
steinn Gylfason heimspekingur ætlaði að ræða um póstmódernismann og
greinaflokk minn á fundi hjá Hollvinafélagi heimspekideildar Háskóla
íslands hinn 28. mars síðastliðinn. Þeim mun meiri vinaraun varð það hins
vegar að fylgjast með öfugsprettum hans: þeim sem nú hafa birst á prenti,
sáralítið breyttir, í þessu tímariti. Frómt frá sagt féll mér allur ketill í eld við
að hlusta á mál heimspekingsins góða; en ég hafði verið fluttur á staðinn með
nokkurri viðhöfn og meira að segja boðið að taka til máls. Var ég því verr
undirbúinn til andsvara sem mér hefði verið ógerlegra að ímynda mér að
hann gæti sveigt svo mjög til við öll eldri viðhorf sín sem raun bar vitni um á
þessum marsdegi - enda gafst mér ekki kostur á að kynna mér erindi hans
fyrirfram. Það var engu líkara en umskiptingur væri í ræðustól. Ég sagði að
svör mín yrðu að bíða betri tíma. Sá tími er nú kominn.
Það var ekki einvörðungu inntakið í málflutningi ræðumanns sem kom
mér í opna skjöldu heldur ekki síður umgerðin. Eitt er nú fyrir sig að saka
mig um að vilja ekki ræða þetta og hitt í heimspekilegan þaula í dagblaði, þar
á meðal afstæðishyggju. Koma þau ummæli að vísu úr hörðustu átt frá
manni sem verið hefur háskólakennara iðnastur við að hasla sér þann sama
alþýðlega völl og ég í Lesbókargreinunum og kynna fyrir almennum blaða-
lesendum, af ýmsu tilefni, hugmyndir heimspekinga á borð við Hume, Frege
og Wittgenstein á hnitmiðaðan hátt þótt vettvangurinn leyfði ekki mikla
heimspekilega dýpt. Dæmið af afstæðishyggjunni er og einkar óheppilega
valið af þeirri ástæðu að Þorsteini er vel kunnugt um að engir íslenskir heim-
spekingar, nema þá hann sjálfur og Páll Skúlason, hafa skrifað jafhmikið af
fræðilegu efni til höfuðs henni á íslensku og ég. Þar að auki hef ég gefið út bók
á ensku sem segja má að sé samfelld árás á eina tegund afstæðishyggju.4 Ég
kannast hins vegar ekki við framlag Þorsteins Gylfasonar til alþjóðlegrar
umræðu um það efni. Hitt var, ef eitthvað er, mun ó-Þorsteinslegra - af
manni sem þekktur er að smekkvísi - að skreyta mál sitt allt dylgjum og
skensi um persónu mína og þá stofnun sem ég vinn við, Háskólann á Akur-
eyri. Fyrir nú utan þá augljósu staðreynd að ávirðingar mínar eða meint
skringilegheit Akureyrar (sem Þorsteinn spurði hvort væri í Ástralíu) og há-
skóla þar koma kostum póstmódernisma ekkert við. Þessar glósur, sem sal-
urinn kjökurhló hvað mest að í mars, hafa verið felldar niður úr endanlegri
gerð erindisins - mér sýnist það veigamesta breytingin sem á því hefur verið
gerð - þökk sé höfundi eða einhverjum hollvina hans sem lásu það yfir.
106
www.mm.is
TMM 1998:4