Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 122
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON fólki með aðrar trúarskoðanir og lífsstefnu en við virðingu; ólíkir hópar geti búið saman í sátt og samlyndi svo fremi að þeir virði rétt hver annars til að vera öðruvísi. Forsenda alls þessa er hefðbundinn húmanismi. Hann birtist hér í þeim óvefengdu frumforsendum að við viljum lifa í friði, að við viljum leyfa öðrum að njóta frelsis, þar á meðal óskoraðs trú- og málfrelsis, og að við getum skilið af hverju aðrir hafi að ýmsu leyti aðrar langanir og smekk en við. Póstmódernistar hafna hins vegar jafnvel slíkum lágmarks-húmanisma og þar með lágmarks-leikreglum sem gefnum. Hví, spyrja þeir, ættu til dæmis múslimskir bókstafstrúarmenn að fallast á þær? Póstmóderníska íjölmenn- ingarstefnan er því sú að hver menningarkimi lifi við annars hlið í forpok- aðri einangrun, vitandi um að óþvinguð samskipti milli ólíkra málleikja eru útilokuð (KK-1, VIII). Hér mætti taka ýmis viðbótardæmi, til dæmis um það hvernig það framtak M. Nussbaum og fleiri kunnra heimspekinga að reyna að bæta kjör bágstaddra kvenna á Indlandi hefur nýlega mætt mótspyrnu póstmódernískra fræðimanna sem gerst hafa sjálfskipaðir verjendur ind- verskra menningarkima.41 Nussbaum og hennar fólk er að sögn svo þungt haldið afvestrænni tvíhyggju (um skýr skil milli lífs og dauða), hlutlægri far- sældarhugsun og heilbrigðisórum að það skilur ekki að bólusetning gegn bólusótt hefur grafið undan dýrkun á Sittala Devi, gyðjunni sem tilbeðin er til að afstýra smiti,42 og grandað öðrum óvefengjanlegum menningarverð- mætum Indverja svo sem barnavændi í hofum. Nú er það ekki beinlínis þessi fjölhyggjuskipting sem fer í fínu taugarnar á Gunnari Páli heldur sakleysisleg athugasemd í neðanmálsgrein um að illu heilli hafí mörkin milli frjálslyndrar fjölhyggju og póstmódernisma smám saman verið að mást út, meðal annars með undanslætti páfa frjálslynd- isstefnunnar, Johns Rawls, í síðustu bók sinni, Political Liberalism,43 sem hann segir að eingöngu kunni að höfða til þeirra er hlotið hafi vestrænar lýð- ræðishugsjónir í vöggugjöf (KK-1, VIII). Hér hafi ég gert Rawls að „póst- módernista“ þó að í raun snúist allt ævistarf hans um algilda siðferðis- og stjórnmálahugsjón (GPÁ, 125). Gunnari Páli er sjálfsagt málið skylt því að frummynd hans skrifaði á sínum tíma langt mál um réttlætiskenningu Rawls.44 Nánast er aukaatriði að ég skuli ekki sjálfur kalla Rawls „póstmódernista“ - og að það að skil hafi smám saman verið að mást út þýði ekki hið sama og að þau séu nú þegar útmáð. Það sem meiru skiptir er að Gunnar Páll virðist ekki hafa hugboð um að ég er hér að drepa á eitt margtuggnasta umræðuefni í stjórnmálaheimspeki síðustu ára: skilin á milli „gamla“ og „nýja“ Rawls. Flestir höfðu skilið „gamla“ Rawls, sem að minnsta kosti Þorsteinn Gylfason þekkir vel, svo að réttlætiskenning hans ætti að láta í té lágmarksreglukerfi fyrir allt fólk. Svo að vitnað sé í dæmigerða ávæningssögu af sinnaskiptum 1 20 www. m m. is TMM 1998:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.