Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 123
LEIÐINLEGT ER M YRKRIÐ Rawls - og þá aftur í Gordon Graham ef Gunnar Páll treystir mér ekki - er þetta venjulega orðað svo að Rawls hafi nú kannast við að grunnur réttlætis- kenningar hans sé ekki annar en „skörun grundvallarskoðana í vestrænum samfélögum“. Ekki sé unnt að fella neina hlutlæga dóma um réttlæti og ranglæti í annars konar samfélögum í fortíð eða nútíð. Þar með hafi réttlæt- ishugtak Rawls heldur ekkert almennt gildi; það dragi aðeins saman og skerpi kjarnann í hugtaki þeirra sem fyrirfram eru meira eða minna sam- mála honum.45 Trúi Gunnar Páll ekki heldur Gordon Graham þá skal ég vitna orðrétt í Rawls sjálfan, og ekki neina skoska eða akureyrska túlkun á honum: Whether justice as fairness can be extended to a general political conception for different kinds of societies existing under different hi- storical and social conditions, or whether it can be extended to a general moral conception, or a significant part thereof, are altogether separate questions. I avoid prejudging these larger questions one way or another.46 Ég er ekki einn um að hafa lýst yfir sárum vonbrigðum með að Rawls hafi lagt til hliðar vonina um almennt og alþjóðlegt siðferði og hallast á sveif með af- stæðishyggju. Sama ramakvein hefur heyrst frá flestum heimspekideildum vestrænna háskóla. Ekki hefur heldur bætt úr skák bakkaklór Rawls í nýlegri og fjölræddri ritgerð hans um „lög þjóðanna".47 Rawls lýsir þar alþjóðlegum réttlætissáttmála fulltrúa lýðræðisríkja sem hittast „undir fávísisfeldi", eins og „öldungarnir" þegar hin upphaflega réttlætiskenning hans varð til. Að þeim sáttmála gjörðum munu hugsanlega standa utangarðs nokkur gerræðisríki sem kúga þegna sína og ógna nágrönnum. Þau eru þá óalandi og óferjandi og má umgangast eins og útlaga. En lýðræðisríkin hljóta hins vegar að rétta sáttarhönd að öðrum ríkjum, sem eru ólýðrœðisleg en „vel skipuð“: hafa fyrir kjölfestu einhverja lífsskoðun sem þegnarnir trúa á (þó að hún sé umdeild annars staðar), tryggja grundvallarmannréttindi, til dæmis lausn undan þrældómi og nauðungarvinnu, og njóta almenns samþykkis íbú- anna. Engu skiptir þó að þessi „vel skipuðu" ríki virði ekki hugsunar- og málfrelsi, bjóði ekki upp á kosningarétt og haldi að fólki, í skólum og fjöl- miðlum, einhverri heimspeki sem okkur Vesturlandabúum er á móti skapi (dettur nokkrum í hug Kína?). Svo lengi sem þau abbast ekki upp á aðra ber okkur að veita þeim aðild að ríkjasáttmálanum og láta hjá líða að gagnrýna þau á opinberum, alþjóðlegum vettvangi. Við í lýðræðisríkjunum höfum enda, þegar öllu er á botninn hvolft, engan einkarétt á heimspekilegum eða vísindalegum sannleika. Skilur nú einhver hvað ég á við þegar ég tala um að skilin milli frjálslyndrar TMM 1998:4 www.mm.is 121 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.