Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 127
LEIÐINLEGT ER MYRKRIÐ byggja á.“ Vonin sé sú að samleikur hugmynda og heims „harmóneri að lokum“.59 Matthías Viðar Sæmundsson lýsti þessari hugsjón, er meðal ann- ars rataði inn í leiðara Morgunblaðsins af öllum stöðum, svo að póstmódern- isminn væri leit sem boðaði „nýja niðurstöðu, nýja heimsmynd".60 En ef slík leit er í raun keppikeflið með öllu niðurrifinu þá er ég hræddur um að magur gróði verði af veruleikafirringu póstmódernismans: fírringu hans „fr á þeim heimi hverdagssanninda, sólar, jarðar og eyktamarka mann- lífsins sem ljá tilveru okkar fastan grunn" (KK-3). Ég minni á ákall rithöf- undarins Marios Vargas Llosa um afturhvarf skáldskaparins til veruleikans þar sem listin er uppgjör við sögu, framfarir og siðferði en ekki tilgangslaus „afbygging“.61 Það sem meira er: Fleiri og fleiri „gamlir“ póstmódernistar eru nú orðnir sama sinnis og þora að láta út úr sér bannorð eins og þau að „náttúran sé meira en hugmyndakerfi“ og að við „lærum á heiminn með því að snerta á honum“.62 Réttum mánuði áður en Gunnar Páll flutti erindi sitt hjá Hollvinafélagi heimspekideildar lést, langt fýrir aldur fram úr krabbameini, heimspeking- urinn og vinur minn Martin Hollis. Hann var holdgervingur alls þess besta úr bresk-bandarískri heimspekihefð: skýr, rökfastur, sjálfum sér samkvæm- ur og yndislega jarðlægur í hugsun. Það var Hollis sem einn heimspekinga í Háskólanum í Austur-Anglíu í fyrra „lagði sig niður við“ að taka þátt í sam- ræðum við póstmódernista. Hann skipulagði þverfaglega málstofu fyrir kennara og nemendur þar sem öllum póstmódernistunum í list- og bók- menntafr æðinni gafst kostur á að rökræða um heimspeki sína við heimspek- ingana. Hollis var að vísu ekkert hræddur, fremur en ég, um að heimurinn væri „að farast" vegna ofvaxtar póstmódernisma en hann var sama sinnis og annar nýlátinn snillingur að „alvara einnar sálar væri alvara allrar tilverunn- ar“; heill eins háskólanema, hvað þá heilu háskóladeildanna, væri alvarlegt mál. Andleg spilling mátti ekki dubbast upp sem dygð aðeins fyrir hlífðar- semi og hirðuleysi þeirra sem til þekktu. Það undarlega var að engir nema heimspekingarnir virtust hafa gaman af málstofu Hollis og eftir að einn fé- lagsfræðikennarinn hafði slegið því fram að ekki væri orðum eyðandi á skynsemisharðlífinga, sem ekki skildu að sólin og tunglið væru málsmíðar en ekki fastur veruleiki, leystist málstofan einhvern veginn upp. Hvers vegna hef ég á tilfinningunni að íslenskir póstmódernistar hafi ekkert gaman haft af rökræðunni hér heldur? Spurt var í hátíðarsalnum í vor hver væri „trúarjátning“ mín. Ég er gamal- dags róttækur húmanisti sem trúi á sammannlegan skilning, sameðli allra jarðarbarna, upplýsingu, framfarir og siðbætt framtíðarlönd. Ég er haturs- maður þjóðernisrembings, kynþáttahyggju og nesjamennsku sem mér þykir póstmódernisminn - aflýsingin - ýta undir. Mér var sagt að svona hugsuðu TMM 1998:4 www.mm.is 125 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.