Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 137
RITDÓMAR
þessu, en þá er engin tölukrús til, bara
verkfærakista, svo ég reisi ykkur ekki það
minnismerki“ (bls. 217). En í stað þess
hefur hann reist þeim minnismerki í bók
og blandað saman verkfærum og tölum í
orðum og sögum.
Skáld verður til
Það er auðsætt verkefhi sem Guðbergur
hefur sett sér í þessari bók, en það er að
finna/skálda upphaf eigins skáldskapar.
Það er sama hvar borið er niður, allt
hefur beina eða óbeina tengingu í hug-
myndina um listamanninn eða fagur-
fræði þess líkamlega hversdagsleika (sem
sumir kalla ljótleika) sem Guðbergur
hefur gert að sínum. Að því leyti er þetta
ákaflega heilsteypt verk, með hreinar
línur og ákveðinn boðskap. Þó má ekki
skilja þetta sem svo að hugmyndir Guð-
bergs um hvernig hans skáldskaparhugs-
un mótaðist séu skýrðar einföldum
orðum, fremur er hann að búa til skáld-
skap um það upphaf svo verkið verður
að skáldskap um skáldskap. Nettar,
snyrtilegar teóríur eru hér ekki
matreiddar pent ofan í lesandann sem
gæti þá „opnað“ hans fyrri verk með
þeim lykli, heldur er búinn til skáldskap-
arheimur sem getur staðið sem hlið-
stæða við skáldverk hans, rétt eins og
hann segist vera að skrifa hliðstæðu við
ævi sína.
Tvennt er það helst til tekið sem hefur
áhrif á hugmynd hans um listamanninn,
en það er verkhugsun föður hans og sög-
urnar af langömmu hans. Smíðunum
hafnar hann fljótt, því hann veit að hann
getur það auðveldlega: „vinnan á að
bæta því við sem vantar í mann; maður á
ekki að sætta sig við það sem fyrir er og
fengið er af guðs náð“ (bls. 29). Þrátt
fyrir það eru áhrif smíðanna sjáanleg því
allar lýsingar á vinnuhugmyndum föð-
urins endurspeglast í skáldhugmyndum
Guðbergs, en eins og með allar speglanir
er stundum erfitt að vita hvar þær byrja;
hve mikið Guðbergur er að eigna föður
sínum effir á, eins og þær miklu niður-
stöður sem hann dregur af því atviki
þegar þeir bræður fengu trélista að leika
sér með og voru kallaðir listamenn.
En það eru sögurnar af langömm-
unni sem var svo flink að prjóna að hún
gat dregið prjónlesið í gegnum gifting-
arhringinn sem eru hvað skemmti-
legastar. Af því að þetta er skáldævisaga
er hægt að halda þjóðsagnablænum á
langömmu af því að allar staðreyndir
eru óljósar og heimildir allar horfnar.
Þetta heimildaleysi og þjóðsagnablær-
inn sem hvílir yfir langömmunni felur í
sér frelsun, það leyfir Guðbergi að halda
í þjóðsöguna sem og að bæta við sinni
eigin túlkun og skilningi og þar með að
auka og staðfesta þjóðsöguna. Ef feiknin
öll af prjónlesi langömmunnar hefðu
varðveist gæti það aldrei uppfyllt þjóð-
söguna og sagan því orðið gagnslaus.
Þessi langamma sem grét að tilefnis-
lausu, tuggði mat í köttinn og prjónaði
listaflíkur er heillandi fýrirmynd. Hún
uppfyllir ímyndina um listamanninn
sem gerir það sem hugurinn stendur til,
ekki það sem siðir og venjur segja til um,
eða það sem gæti verið gagnlegra svo
sem eins og að elda mat fyrir fjölskyld-
una í staðinn fyrir að tyggja ofan í kött.
Listamaðurinn er „gagnslaus“ og lifir í
eigin skáldheimi og verður að hafa ei-
lífðina að viðmiði. Guðbergur rekur
hugmyndir sínar úr handverki föður
síns, lífsmáta langömmunnar, og kvöld-
hvískri og bænalestri móður sinnar.
Hans skáldlega sýn á sér nákvæm
upptök og ástæður sem hann rekur að
nokkru leyti í síðari hlutanum Dul-
magni bernskunnar. Tónninn þar er
nokkuð ólíkur þeim sem ríkir í fýrri
hlutanum. 1 seinni hlutanum er rökkur,
tunglsljós, óskiljanlegt hvískur, aðrir
heimar, Reykjavík, karlmenn með
brjóst, góðar konur og nokkurs konar
erkikerlingar sem hræðast skáldskapar-
sýn Guðbergs. Hann lýsir þeirri áráttu
að hræða kerlinguna „sem leynist í
okkur öllum“ (bls. 248) og tilraunum
TMM 1998:4
135