Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ungar eru flognir og þá til að safna fæðuleifum. Eftirtaldar gagnaraðir fyrir rjúpu og fálka eru hér til skoðunar: 1. Veginn meðalþéttleiki óðals- karra á talningasvæðum10,15 (óbirt gögn eftir 2004). Umfang varplanda rjúpunnar var mælt af gróðurkorti18 og því skipt í tvo hluta með tilliti til þéttleika rjúpna, þ.e. móa með mikinn þéttleika (391 km2) og móa með lítinn þéttleika (2770 km2). Tvö talningasvæðanna tilheyrðu fyrri flokknum og fjögur þeim seinni. Innan búsvæða var reiknaður meðal- þéttleiki og heildarþéttleikinn var veginn miðað við stærð búsvæð- anna tveggja.10 2. Aldurshlutföll í varpstofni rjúpu15 (óbirt gögn). 3. Aldurshlutföll rjúpu síðsum- ars15 (óbirt gögn). 4. Stofnstærð óðalsbundinna fálka að vori á fálkarannsóknasvæð- inu. Hér er gert ráð fyrir að öll óðul í ábúð séu setin af pörum og stofnstærð því 2 × óðul í ábúð10 (óbirt gögn). 5. Fjöldi fleygra fálkaunga síð- sumars10 (óbirt gögn). 6. Hlutfall rjúpu í fæðu fálka10 (óbirt gögn). Þessi gögn eru notuð til að rann- saka bæði stofn- og atferlissvörun fálka við stofnbreytingum rjúpunn- ar. Atferlissvörunin er fengin með því að reikna fjölda fugla sem fálkar drápu á varptíma (111 dagar frá upp- hafi tilhugalífs uns ungar eru flognir úr hreiðri). Um þá útreikninga og þær forsendur sem þeir hvíla á er vísað í grein Ólafs K. Nielsens.10 Niðurstöður Stofnbreytingar rjúpu Rjúpnastofninn reis og hneig á rannsóknatímanum (3. mynd). Greinileg hámörk voru 1986, 1998 og 2005. Munur á mesta og minnsta þéttleika var um 5-faldur. Ef við gefum okkur að árið 1981 hafi verið fyrsta árið í uppsveiflu þá tók fyrsta sveiflan 14 ár, úr uppsveiflu 1981 í botn 1994. Á sama hátt tók sveifla númer tvö níu ár (1995−2003). Nú ríkir þriðja skeiðið frá 1981, en þessi sveifla hófst árið 2004 og er verulega frábrugðin hinum tveimur, meðal annars fyrir það hversu stutt- ur vaxtartími stofnsins var, aðeins tvö ár, og eins hversu hraður vöxt- urinn var á milli ára. Gerð var tímaraðagreining á talningagögnunum. Sjálffylgni- greining (e. autocorrelation) á röð- inni gefur kósínuslaga bylgju sem fjarar út, það fæst neikvæð fylgni þegar röðunum er hnikað hálfa sveifluvídd (4−6 ár) og jákvæð þegar hnikið nemur heilli sveiflu. Það hvernig sjálffylgnin fjarar út eftir því sem lengra líður frá end- urspeglar bæði stutta gagnaröð og að sveiflutíminn er ekki alltaf sá sami. Nú er það svo að sjálffylgnistuð- ullinn á milli áranna t0 og t.d. t+5 endurspeglar ekki bara fylgni árs- ins t+5 við t0 heldur líka fylgni t+5 við öll önnur ár þar á milli. Hlut- fylgnigreining (e. partial autocorrela- tion) upphefur þessi hrif og endur- speglar fylgni tveggja ára, eins og hér t.d. t0 og t+5. Niðurstöður hlut- fylgnigreiningar á gagnaröðinni gáfu marktækt neikvætt samband við t+2 (4. mynd). Það koma með öðrum orðum fram neikvæð tengsl rjúpnafjölda í ár og fjöldans eftir tvö ár, og það er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum tengsl við breytingar á stofnstærð fálka hér á eftir. 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 K ar ra r á fe rk m . − C oc ks p er k m s q. 3. mynd. Stofnbreytingar rjúpu á Norðausturlandi 1981−2007. − Population change of Rock Ptarmigan in north-east Iceland 1981−2007. 4. mynd. Fall hlutfylgnigreiningar gagna- raðar um þéttleika rjúpna á Norðaustur- landi 1981−2007. − Partial autocorrelation function for Rock Ptarmigan density in north-east Iceland 1981−2007. -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 Fylgni − Correlation 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 H ni k − La g Fylgni − 79 1-4#loka.indd 11 4/14/10 8:48:17 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.