Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn
14
Breytingar á stofnstærð fálka
Fálkar helga sér óðul og miðpunkt-
ur hvers óðals er hreiðurkletturinn.
Óðulin eru hefðbundin og notuð
kynslóð eftir kynslóð. Í fækkunar-
árum fara óðul í eyði en eru setin á
ný er fálkum fjölgar. Áttatíu og tvö
fálkaóðul eru þekkt á rannsókna-
svæðinu. Rétt helmingur þessara
óðala var í ábúð er rannsókn-
ir hófust 1981 (42 óðul). Fálkum
fjölgaði síðan ár frá ári og stofn-
inn var stærstur 1986−1990 og þá
voru 59−62 óðul í ábúð (8. mynd).
Í kjölfar þessa varð fækkun uns
lágmarki var náð 1994 (47 óðul í
ábúð), síðan hæg aukning og topp-
ur að nýju 2001 (55 óðul í ábúð) og
loks fækkun sem stendur enn yfir
(41 óðal í ábúð 2007).
Sjálffylgnigreining á niðurstöð-
um fálkatalninganna gefur kósínus-
bylgju líkt og fyrir rjúpnavísitöl-
una, bylgju sem fjarar út eftir því
sem hnikið verður lengra. Hlut-
fylgnigreining gaf neikvætt sam-
band við stofnstærð 5 árum síðar.
Samkvæmt þessari mynd erum við
með stofn sem sveiflast upp og
notuð til að lýsa atferlissvöruninni.
Miðað við það líkan fjölgaði drepn-
um rjúpum á hvern fálka aðeins
u.þ.b. 1,5-falt meðan rjúpnastofninn
óx u.þ.b. 5-falt.
fugla komu fyrir en skiptu litlu máli,
svo sem máffuglar, spörfuglar, aðrir
fuglar (fýll Fulmarus glacialis, lómur
Gavia arctica, flórgoði Podiceps auri-
tus, húsdúfa Columba livia og hring-
dúfa C. palumbus); einnig minkur
(Mustela vison), hagamús (Apodemus
sylvaticus) og urriði (Salmo trutta).
Hlutdeild fullorðinna rjúpna í
fæðu fálka var breytileg á milli ára,
en þyngst vó rjúpan árin 1983 og
1985, 84% og 82% miðað við fjölda
(1. tafla). Þessi breytileiki á milli ára
réðst fyrst og fremst af stofnstærð
rjúpunnar og krossfylgnigreining
sýndi að breytingar á rjúpnafjölda
og mikilvægi rjúpu í fæðu fálka
voru í fasa. Til að rannsaka þessi
fæðutengsl betur var reiknaður út
fjöldi fálkdrepinna rjúpna á varp-
tíma á fálka (111 dagar) og gildin
borin saman á milli ára við þéttleika
rjúpna. Þessi tengsl, sem lýsa breyt-
ingum á neyslu rándýrs sem falli af
þéttleika bráðarinnar, kalla vistfræð-
ingar atferlissvörun (e. functional
response). Atferlissvörun fálka sýnir
tiltölulega litlar breytingar í meðal-
fjölda drepinna rjúpna á fálka miðað
við þær breytingar sem hafa orðið á
þéttleika rjúpna á rannsóknatíman-
um (7. mynd). Jafna Hollings20 var
7. mynd. Atferlissvörun fálka við stofnbreytingum rjúpu á Norðausturlandi 1981−2007.
Neyslan á við um fullorðnar rjúpur, ekki unga frá sama ári. Tímabilið er hið sama á hverju
ári og spannar 111 daga. − The functional response of Gyrfalcon to changes in Rock Ptar-
migan numbers in north-east Iceland 1981−2007. Consumption refers to adult Ptarmigan,
not young of the year. The period is the same for each year and covers 111 days.
0 2 4 6 8 10
Karrar á ferkm. − Cocks per km sq.
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
N
ey
sl
a
−
C
on
su
m
pt
io
n
1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004 2008
36
40
44
48
52
56
60
64
Ó
ðu
l í
á
bú
ð
−
O
cc
up
ie
d
te
rr
ito
rie
s
0
20
40
60
80
100
120
140
Fleygir ungar − Fledged chicks
Óðul í ábúð − Occupied territories
Fleygir ungar − Fledged chicks
8. mynd. Stofnbreytingar fálka á Norðausturlandi 1981−2007. Annars vegar er sýndur
heildarfjöldi fálkaóðala í ábúð og hins vegar heildarfjöldi fálkaunga sem komast á legg.
− Population change of Gyrfalcons in north-east Iceland 1981−2007 shown as total
number of occupied territories and as total number of chicks fledged.
Fl
ey
gi
r
un
ga
r
−
F
le
dg
ed
c
hi
ck
s
79 1-4#loka.indd 14 4/14/10 8:48:20 PM