Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vera 12−16 ár. Greining á um 80 ára löngum gagnaröðum fyrir rjúpu gaf sveiflutímann 11 ár,5 eða svipað og neðri mörkin hér að ofan. Einnig gaf þessi rannsókn lengdina á tveimur sveiflum, annars vegar 14 ár og hins vegar 9 ár. Nú er það svo að fjöldi óðals- bundinna fálka nær ekki utan um allan fálkastofninn. Ókynþroska fálkar, eins til þriggja ára gamlir fuglar, eru ekki inni í þessum tölum og reyndar ekki hlaupið að því að mæla fjölda þeirra. Hins vegar er auðvelt að meta fjölda þeirra fálka- unga sem komast á legg ár hvert. Athygli vekur hversu lítil fylgni er á milli rjúpnafjölda og varpárang- urs. Þetta er þvert á viðteknar skoð- anir.31,32 Fálkarnir æxlast í öllum árum og tíðarfar ræður mestu um hlutfall óðalspara sem reyna fyrir sér um varp, hversu snemma fugl- arnir verpa og fjölskyldustærð þeirra. Í hörðum vorum reynir lítill hluti óðalsfuglanna að verpa, þeir sem verpa gera það seint og fjölskyldan er lítil. Þessu er síðan öfugt farið þegar vorar snemma. Það segir þó kannski ekki alla söguna hversu margir fálkaung- ar komast á legg. Þegar ungarnir kveðja foreldra sína síðsumars bíð- ur þeirra erfitt skeið, sem er fyrsta haustið og veturinn í lífi þeirra. Nú eru þeir á eigin vegum og þurfa sjálfir að afla sér matar. Fyrr á öld- um voru fálkaveiðar stundaðar á Ís- landi.33 Fuglarnir voru fangaðir lif- andi í lok vetrar og fluttir til Evrópu þar sem þeir voru notaðir til veiði- leikja. Til eru tölur um útflutta fálka fyrir tímabilið 1731–1793. Fálkarnir voru flokkaðir eftir lit í gráa, hálf- hvíta og hvíta fálka. Aðeins voru fluttir úr landi gráir fuglar á fyrsta ári en bæði ungfuglar og fullorðn- ir af hinum litunum. Gráir fálkar, en þeir voru uppistaðan í veiðinni, hafa væntanlega fyrst og fremst ver- ið íslenskir fálkar. Hvítfálkar verpa ekki hér á landi en koma á hverju hausti frá Grænlandi til vetursetu. Greinilegar reglubundnar sveiflur eru í fjölda grárra fálka. Eins og sagði hér á undan voru fálkarnir veiddir í lok vetrar og því tæplega ársgamlir. Þetta bendir til þess að þótt fjöldi fálkaunga sem yfirgefa foreldra sína síðsumars sýni ekki tengsl við ástand rjúpnastofnsins sé annað uppi á teningnum er líð- ur fram á vetur. Samkvæmt þessu væru afföll fálkaunga yfir haust og vetur í beinum tengslum við rjúpna- mergðina; afleiðingin væri þá sú að í lok vetrar endurspeglaði fyrsti árgangurinn stærð rjúpnastofnsins og þetta kæmi síðan fram í nýliðun 3−4 árum síðar. Afrán fálkans mælt sem hlutfall af varpstofni er mest í lágmarksárum rjúpunnar. Þessar rannsóknir lýsa reyndar aðeins ástandinu yfir vor og sumar. Sá affallaþáttur sem virð- ist vera lýðfræðileg skýring stofn- sveiflu rjúpunnar, umframafföll ungfugla, verður á tímabilinu frá síðsumri fram á vor. Það er mark- tæk jákvæð fylgni á milli þessa af- fallaþáttar og fálkafjölda að hausti.19 Eins og að ofan greinir lýsa gögn mín ekki að fullu stofnsvörun fálka, því það vantar ungfálka, eins til þriggja ára gamla fugla, inn í mynd- ina. Dánartala þeirra getur verið breytileg og í takt við rjúpnafjölda, en slíkt myndi skerpa stofnsvörun yfir haust og vetur. Það er ljóst að margir þættir hafa áhrif á afkomu rjúpnastofns- ins. Áhrifin eru ólík eftir þáttum. Viðbúið er að sumir affallaþætt- ir, líkt og afrán tófunnar (Alopex lagopus), dempi stofnsveiflur rjúp- unnar, enda er tófan ósérhæfður afræningi með tilliti til rjúpunnar. Þeir atburðir sem gerðust í rjúpn- astofninum í kjölfar skotfriðunar benda til þess að veiðar séu einn þeirra þátta sem ráða hnignun stofnsins. Fálkinn er aftur á móti sér á báti og það helgast af nánum tengslum hans og rjúpunnar og þeirri töf sem er á milli atburða í rjúpnastofninum og fálkastofn- inum. Fálkinn er líklegur kandídat sem áhrifavaldur sveiflunnar. Summary Rock Ptarmigan and Gyrfalcon The Rock Ptarmigan (Lagopus muta) and Gyrfalcon (Falco rusticolus) predator- prey relationship has been studied in North-east Iceland since 1981. The Rock Ptarmigan population in Iceland shows multiannual cycles with peak numbers approximately every 11 years. The Gyrfalcon is a resident specialist Ptarmigan predator, feeding on them as its main food in all years. The proxi- mate demographic explanation for the cycle is juvenile mortality in excess of adult mortality. This mortality rate is related to Ptarmigan density two and three years previously. The numerical response of the Gyrfalcon population in relation to Ptarmigan numbers shows a c. three-year time-lag, the prerequisits for a coupled predator-prey oscillation. This suggests that the Gyrfalcon might contribute to the generation of the multiannual cycles of the Ptarmigan in Iceland. These studies are correlative and this system, for both logistical and ethical reasons, does not lend itself to experimental manipulations. 79 1-4#loka.indd 17 4/14/10 8:48:23 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.