Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 24
Náttúrufræðingurinn 24 Gildi fjörunnar – aðrar nytjar Í þessu stutta yfirliti hirði ég ekki um að ræða ýmsar aðrar nytjar sem maðurinn hefur af fjörunni, t.d. fjörubeit eða kræklingatekju, enda þessu gerð góð skil í öðrum ritum (sjá einkum Lúðvík Kristjánsson42). Þessar nytjar hafa margar minnkað á undanförum áratugum. Aðsteðjandi hættur í íslenskum fjörum Þangtekja Þang- og þaratekja hefur verið stunduð á Breiðafirði í áratugi án þess að nokkrar rannsóknir á áhrif- um hennar hafi verið gerðar. Þó hefur verið athugað hversu langt má líða milli slátta á hverju svæði til þess að viðunandi uppskera náist. Í fjörunni er fyrst og fremst sóst eft- ir klóþangi (Ascophyllum nodosum). Yfirleitt er slegið með sérstökum prömmum og reynt að taka aðeins efsta hluta klóþangsplantnanna, þar sem þær rísa upp eins og runnar á flóðinu. Eykur þetta líkur á til- tölulega hröðum endurvexti, þótt klóþangið sé mjög hægvaxta planta. Vegna þess hversu yfirborð fjör- unnar er oft óslétt má þó búast við að sums staðar sé slegið fast niður við festu þangsins. Á klóþanginu situr urmull dýra og þau sem lenda í afskurðinum eru dauðadæmd. En hver skyldi fjöldi þessara dýra vera? Ég hef tekið saman upplýsingar um algengustu dýrin sem sitja á þangi, á stöðvum þar sem klóþang var ríkjandi, og hef notað til þess gögn frá norðanverðum Breiðafirði og Vestfjörðum. Dýrin voru tal- in og greind og klóþangið ásamt ásætunni þangskeggi (Polysiphonia lanosa) votvigtað. Árleg uppskera þangverksmiðjunar á Reykhólum er um 15.000 tonn að meðaltali, skv. upplýsingum frá Thorverk hf. í febrúar 2005. Niðurstöðurnar benda til þess að um geti verið að ræða yfir 10 milljarða mæruskelja (Cyamium minutum), nálægt 5 milljörðum mærudoppa (Skeneopsis planorbis), yfir 5 milljarða doppa (Littorina spp., aðallega þangdoppa, L. obtusata) og tæplega milljarð marflóa (Gam- marus spp.) á 15.000 tonnum þangs (1. tafla). Fjöldi smærri tegunda sem ekki voru kannaðar, eins og t.d. botnlægra krabbaflóa (Harpac- ticoida), er eflaust margfaldur á við þetta. Ósagt skal látið hversu stór skörð þessi afföll höggva í heildar- stofna tegundanna, en hætt er við því að staðbundið hafi þessi afföll neikvæð áhrif á uppeldisstöðvar æðarfugla38 og á lífsafkomu ýmissa annarra dýra, einkum fugla og fiskaseiða, sem sækja fæðu í fjör- una. Nokkrar rannsóknir hafa farið fram erlendis á áhrifum þangskurð- ar á annað lífríki, og eru niðurstöður stundum misvísandi43,44 en oft eru áhrifin talsverð.45,46 Stíflun fjarða og lóna Víða má stytta leið með lagningu vega yfir grunna firði og lón og á slíkum vegum eru oft stuttar brýr (því styttri, því minni kostnaður). Fyrsti fjörðurinn sem þannig var stíflaður var Hraunsfjörður á Snæ- fellsnesi, við Mjósund, og gerðist það í tveimur áföngum, 1961 og 1987.47 Lítið var vitað um ástand fjarðarins fyrir fyrri stíflun, en bændum ber saman um að innan við stífluna hafi verið víðáttumiklar leirur sem komu Tegundir – Species Milljarðar/15.000 tonn – Billions / 15.000 ton Mæruskel (Cyamium minutum) 11,1 Mærudoppa (Skeneopsis planorbis) 4,8 Ánar (Oligochaeta) 3,1 Þráðormar (Nematoda) 2,6 Doppur, ógreindar (Littorina spp.) 2,3 Rykmý, lirfur (Chironomidae) 2,0 Baugasnotra (Onoba aculeus) 2,0 Þangdoppa (Littorina obtusata) 1,6 Fjörulýs, ógreindar (Jaera spp.) 1,3 Klettadoppa (Littorina saxatilis) 1,0 Mottumaðkur (Fabricia sabella) 0,6 Fjöruflær, ógreindar (Gammarus spp.) 0,3 Gljásilfri (Margarites helicinus) 0,3 Fjörufló (Gammarus oceanicus) 0,2 Þangfló (Hyale nilssoni) 0,2 Nákuðungur (Nucella lapillus) 0,2 Ránarögn (Omalogyra atomus) 0,1 Kúfstrútur (Lacuna pallidula) 0,1 Þangstrútur (Lacuna vincta) 0,1 Fjörulús (Jaera albifrons) 0,1 Burstaormur (Nainereis quadricuspida) 0,1 Þanglús (Idotea granulosa) 0,1 Fjörufló (Gammarus obtusatus) 0,1 Burstaormur (Capitella capitata) 0,1 Fjörulús (Jaera prehirsuta) 0,1 1. tafla. Áætlaður fjöldi algengustu fjörudýra í milljörðum í 15.000 t af þangi, aðallega klóþangi Ascophyllum nodosum. – Estimated number of common intertidal animals in billions (milliards, 109) per 15.000 tons of seaweed, principally knotted wrack Asco- phyllum nodosum. 79 1-4#loka.indd 24 4/14/10 8:48:47 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.