Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 25
25 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags upp úr um fjöru. Við stíflunina hætti sjávarfalla að gæta, og voru leirurnar því ekki lengur tiltækar fuglum. Straumskipti voru þó enn það mikil að seltan hélst tiltölulega há og sjávarlífverur voru ríkjandi. Í næsta áfanga var næstum alveg tekið fyrir innflæði sjávar og ber nú innsti hluti Hraunsfjarðar einkenni fersks vatns. Í hvorugt skiptið fór fram mat á umhverfisáhrifum. Enn var lagður nýr vegur yfir Hrauns- fjörð nýlega, nú mun utar en hinir fyrri við Mjósund. Ekki var hugað að umhverfismati. Gilsfirði var lokað með vegi 1997 en brú höfð það löng að tryggja ætti nægileg straumskipti til að viðhalda lítt breyttri seltu innan vegar. Eins og vænta mátti tóku þessar fram- kvæmdir þó að mestu fyrir sjávarföll og mjög víðáttumiklar leirur innan vegar urðu því ekki lengur tiltækar fuglum. Reynt var að spá fyrir um aðrar afleiðingar vegarlagningar, en þær spár stóðust illa og má eflaust að hluta rekja það til vanþekkingar á vistfræði einstakra tegunda sem komu við sögu.48 Það kom t.d. á óvart hversu útfiri jókst fyrir framan veg, m.a. með þeim afleiðingum að þari, aðallega hrossaþari (Laminaria digitata), drapst þar í stórum stíl ásamt dýrum sem byggja afkomu sína á þaranum. Gilsfjörður var (og er enn) sjávar- lón, og voru sjávarföll því seinna á ferð þar en utan við lónið. Þetta var talið eitt mesta gildi Gilsfjarðar, því fyrir vegagerðina gátu fuglar nýtt sér leirurnar þar í nokkurn tíma eftir að flætt hafði yfir leirur á nærliggj- andi svæðum. Nú eru nánast engar leirur innan vegar og eftir þverun hættu fjörufuglar snemma að leita þeirra. Þá hefur þaraskógurinn inn- an vegar horfið. Nokkrir aðrir stórir firðir hafa verið þveraðir (Breiðdals- vík, Önundarfjörður, Dýrafjörður og Kolgrafafjörður, einnig Mjóifjörður og Reykjarfjörður við Ísafjarðardjúp) og áætlanir eru uppi um þveranir Þorskafjarðar, Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar. Á áætlunum er þess hins vegar gætt að straumskipti verði það mikil að sjávarföll haldist nokk- urn vegin óbreytt innan vegar. Hins vegar er hugsanlegt að þveranir þessar geti haft einhverjar afleiðing- ar: (1) að sjávarföllum seinki mið- að við það sem áður var og (2) að minna fjari úr firðinum en áður (e.t.v. sérlega varhugavert á svæðum þar sem munur flóðs og fjöru er lítill). Skýrt dæmi um seinkun sjávarfalla má sjá innan hins nýjar vegar sem lagður var yfir Hraunsfjörð. Áhrifin á sjávarföllin eru að öðru leyti ekki áberandi þar, en umhverfismat fór ekki fram. Kolgrafafjörður hefur ekki verið kannaður eftir þverun, en úttekt fór fram fyrir þverun hans.49 Bæði Önundarfjörður og Dýrafjörð- ur hafa verið athugaðir fyrir og eftir þverun, og er ekki að sjá að lífríki hafi breyst að ráði (Þorleifur Eiríksson, munnl. uppl.). Að sjálf- sögðu má svo um það deila hvort staðbundin seinkun sjávarfalla sé jákvæð eða neikvæð; t.d. getur þessi seinkun lengt þann tíma sem fjöru- fuglar hafa til fæðuöflunar með því að fljúga milli staða (sbr. Gilsfjörð). En ljóst er að allar breytingar sem verða við þverun fjarða verður að taka með í reikninginn. Fleiri sjávarlón hafa orðið fyrir skakkaföllum, þótt ekki sé af völd- um vegagerðar. Má þar helst nefna lokun Láróss á Snæfellsnesi um 1970 vegna fiskeldis. Mikið útfiri hafði áður verið á Lárósi og sandmaðkur (Arenicola marina) gríðarmikill. Líf- ríkið á þessu svæði var að öðru leyti ókannað, en reynsla af öðrum sand- maðksleirum bendir til þess að það hafi verið mikið og fjölbreytt.16 Lok- unin tók fyrir sjávarföll og tapaðist þarna sennilega nálægt 1% af leirum landsins. Í 2. töflu kemur fram áætlað flatarmál fjara á landinu sem farið hafa forgörðum við stíflun ósa og þverun fjarða. Nú er talsvert rætt um sjávarfalla- virkjanir, t.d. í mynni Hvamms- fjarðar, þar sem sjávarfallastraumar eru miklir. Slíkar sjávarfallavirkjanir geta beinlínis stórskaðað lífríkið50 og eru auk þess líklegar til að draga úr sjávarföllum og þannig minnka fjörur innan þeirra.51,52 Ljóst er að fara verður með ýtrustu gát við hönnun slíkra virkjana og meta hugsanleg áhrif á lífríkið gaumgæfilega. Uppfyllingar Uppfyllingar í fjörur eru stöðugt í gangi og má segja að meginhluti fjörunnar í Reykjavík sé að uppi- stöðu uppfyllingar. Stærstu sam- felldu svæðin sem þannig hafa horfið eru í Elliðaárvogi, í Grafar- vogi, í Gufunesvogi, í Örfirisey og nágrenni og svo að sjálfsögðu á hafnarsvæðinu sjálfu. Tilgangurinn 11. mynd. Kræklingur Mytilus edulis, eftirlætisfæða nákuðunga og bogkrabba. – The blue mussel Mytilus edulis, favorite food of dogwelks and green crabs. Ljósm./Photo: Agnar Ingólfsson. 79 1-4#loka.indd 25 4/14/10 8:48:50 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.