Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn 36 þáttur hefur orðið útundan við mat á umhverfisáhrifum sem Náttúru- fræðistofnun Íslands hefur skipulagt eða staðið fyrir, líklega vegna þess að þótt hefur vanta algilda mælikvarða. Í seinni tíð hafa opinberar stofnanir einnig sneitt hjá þeirri miklu vinnu sem lögð var í umrædda skráningu af hálfu félaganna; það hlýtur að telj- ast furðulegt og verður að skoðast sem þröngsýni þeirra sem um þetta fjalla, sbr. Náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar 2003. Deilurnar um Kárahnjúkavirkjun eru sígilt dæmi um afstæði nátt- úruverndar og þekkingar. Fyrir alda- mót 2000 var stæði Hálslóns nán- ast óþekkt. Eftir að deilan komst í hámæli fóru menn að leggja leið sína þangað og uppgötva náttúru- undur sem þeir lýstu með háfleyg- um orðum. Sjónarhorn margra varð svo takmarkað við þetta lónstæði að þeir létu aðrar afleiðingar fram- kvæmdanna liggja milli hluta. Svo virðist sem stefna náttúru- verndarsamtaka okkar á áttunda áratugnum, um hófsama nýtingu og verndun náttúrunnar með vist- fræði að leiðarljósi, eigi ekki upp á pallborðið hjá almenningi. Þjóðin skiptist nánast í tvo jafnstóra hópa, með eða móti stóriðju og tilheyrandi nýtingu orkuauðlinda. Öfgar hafa aukist og viðhorf til þessara mála er oft litað af tilfinningum og nánast trúarkennt. Hér skýtur skökku við, því að þekking á náttúru landsins er margfalt meiri og áreiðanlegri nú en hún var fyrir 30–40 árum, og því ætti að vera auðveldara að byggja verndun á hlutlægu mati. Þetta er ein af mótsögnum mannlífsins, en skýringin getur m.a. legið í því að náttúruvernd er ekki lengur borin uppi af náttúrufræðingum eins og á áttunda áratugnum. Í samræmi við markmið sín reyndu Náttúruverndarsamtök Austurlands yfirleitt að halda fram hófsamri stefnu í deilum um stórvirkjanir á Austurlandi. Þau viðurkenndu þörf Austfirðinga fyrir nýtingu vatnsfalla en vildu fara hægar og vægar í þær framkvæmdir en raun varð á. Þau lögðust eindregið gegn miðlunarlóni á Eyjabökkum, en töldu lónstæðið við Háls ekki geta jafnast á við það. Þau reyndu að sporna við flutningi á jökulvatnshluta Jöklu í Lagarfljót og fordæmdu þá vatnssmölun sem upphaflega var áætluð í kringum Snæfell. Þegar þetta er ritað virðast tals- verðar breytingar vera í uppsigl- ingu í orkunýtingarmálum Íslend- inga. Ýmsar líkur benda til þess að Kárahnjúkavirkjun verði síðasta stóra vatnsvirkjun hérlendis sem byggist á stóru miðlunarlóni. Mest áhersla er nú á virkjun jarðhita, sem vissulega getur líka valdið deilum, en varla eins hatrömmum og vatns- virkjanir, og ekki er lengur einblínt á málmbræðslur sem kaupendur orkunnar. Þá hafa stjórnvöld ekki lengur það markmið að standa fyrir virkjunum og láta nú ‚hinum frjálsa markaði‘ það eftir, ásamt viðkom- andi sveitarfélögum. Það getur átt eftir að reynast afdrifaríkt fyrir nátt- úru landsins og ýmislegt bendir til þess að markaðsöflin fái nú um sinn að leika lausum hala. Á móti kemur að Rammaáætlun um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma, sem hleypt var af stokkunum 1999 og áætlað var að ljúka 2009, er líkleg til að skila niðurstöðum sem flestir geta sætt sig við. Loftslagsbreytingar eru nú mál málanna í náttúruvernd og íslensk- ir náttúruverndarsinnar geta ekki lengur leyft sér að horfa aðeins á næsta umhverfi sitt. Þeir verða að líta á málin í víðara samhengi og beina sjónum að þeim hættum sem vistkerfi heimsins eru búnar af starf- semi manna. Heim ild ir Helgi Hallgrímsson 1970. Vistfræði. Týli 1. 10–18.1. Carson, R. 1965. Raddir vorsins þagna (Silent spring). Gísli Ólafsson 2. íslenskaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 219 bls. Goldsmith, E., Allen, R., Allaby, M., Davoll, J. & Lawrence, S. 1973. Heim-3. ur á helvegi (A blueprint for survival). Bjarni Helgason íslenskaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 175 bls. Meadows, D.H., Meadows, D.L., Randers, J. & Behrens III, W.W. 1974. 4. Endimörk vaxtarins : þáttur í rannsókn Rómarsamtakanna á ógöngum mannkynsins. (The Limits to growth: a report for the Club of Rome’s project on the predicament of mankind). Þorsteinn Vilhjálmsson & Finnbogi Guðmundsson íslenskuðu. Universe Books, New York. 240 bls. Hjörleifur Guttormsson 1974. Vistkreppa eða náttúruvernd. Mál og 5. menning, Reykjavík. 246 bls. Páll Líndal 1982. Stríð og friður: samantekt á víð og dreif um aðdrag-6. andann að setningu náttúruverndarlaga á Íslandi. Sögufélag, Reykjavík. Bls. 319–341. Sigurður Þórarinsson 1950. Náttúruvernd. Náttúrufræðingurinn 20. 1–12.7. Ágúst H. Bjarnason 1975. Almenn vistfræði. Iðunn, Reykjavík. 82 bls.8. Helgi Hallgrímsson 1970. Ádrepa um náttúruvernd á Norðurlandi. 9. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1969, 1. hefti. 99–112. Sigurður Gizurarson 1991. Laxárdeilan. Skákprent, Reykjavík. 276 bls.10. Ávarp í tilefni af Evrópska náttúruverndarárinu 1970. Akureyri. 4 bls.11. Helgi Hallgrímsson 1995. Jökulsárgljúfur : drög að lýsingu lands og lífs 12. og tillögur um verndun : skýrsla um náttúruverndarkönnun í Jökulsár- gljúfrum sumarið 1974. Egilsstöðum. Handrit 75 bls. Helgi Hallgrímsson 1984. Náttúruminjar í Mývatnssveit og tilraun til 13. flokkunar þeirra. Fjölrit Náttúruverndarráðs 14. Bls. 11–42. Helgi Hallgrímsson 1985. Náttúruminjar í Eyjafjarðarsýslu. Náttúru-14. gripasafnið á Akureyri. Handrit 136 bls. Helgi Hallgrímsson 1990. Veröldin í vatninu (2. útg). Námsgagnastofnun, 15. Reykjavík. 231 bls. Helgi Baldursson 1995. Lýðræði í viðjum valds: Blöndudeilan. Land-16. verndarsamtök vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna, Reykjavík. 232 bls. Helgi Hallgrímsson 1982. Vesturströnd Eyjafjarðar: náttúrufar og minjar. 17. 231 bls. Helgi Hallgrímsson. Náttúrumæraskrá og náttúrulýsing Fljótsdals-18. héraðs: náttúrufar og minjar. Í prentun. Andri Snær Magnason 2006. Draumalandið: sjálfshjálparbók handa 19. hræddri þjóð. Mál og menning, Reykjavík. 267 bls. Róbert H. Haraldsson & Þorvarður Árnason (ritstj.) 1994. Náttúrusýn. 20. Háskóli Íslands, Rannsóknastofnun í siðfræði. Bls. 290, 305. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Hann var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatna- lífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímarits- greina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is 79 1-4#loka.indd 36 4/14/10 8:49:03 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.