Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 39
39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
voru valin m.t.t. mismunandi gróð-
urþekju og berggrunns auk þess
sem þéttleiki tjarna innan hvers
svæðis þurfti að vera mikill.
Lýsingar á rannsóknar-
svæðum
Þorskafjarðarheiði er í 400–500 m
hæð yfir sjávarmáli. Heiðin er frem-
ur berangursleg og gróðurþekja lítil.
Berggrunnurinn þar sem heiðin ligg-
ur er talinn vera 10–15 milljón ára
gamall.36 Könnunin náði til 24 tjarna
í 410–491 m hæð yfir sjávarmáli.
Allar sýnatökur og mælingar voru
gerðar 21. og 22. júlí 2002 (1. tafla).
Flestar tjarnanna voru fremur stórar
og myndu líklega frekar flokkast
sem smávötn. Af þeim 24 tjörnum
sem kannaðar voru á Þorskafjarðar-
heiði reyndust fimm vera stærri en
0,1 km2. Minnsta tjörnin var 30 m2
en sú stærsta rúmlega 0,5 km2 að
stærð. Tjarnabakkarnir voru í flest-
um tilfellum gróðurvana, grýttir eða
sendnir (1. mynd). Allar tjarnirnar
voru tærar. Ekki var unnt að mæla
dýpi allra tjarnanna vegna stærðar,
en flestar þeirra voru án efa alldjúp-
ar og áætlað var að þær gætu verið
meira en metri á dýpt. Leiðni vatns-
ins var 18–71 mS/cm og pH-gildi
6,4–7,9 (1. tafla). Vatnshitinn var
9,4–12,6°C.
Votlendið við Hríshólsvatn innst
í Berufirði er í innan við 50 m
hæð yfir sjávarmáli og var allt
svæðið umhverfis tjarnirnar mjög
vel gróið (2. mynd). Rannsókn-
arsvæðið liggur á sama berggrunni
og Þorskafjarðarheiði. Sýnatökur
og mælingar voru gerðar 21. júlí
2002. Allar nema ein tjörn voru
innan við 0,01 km2 að flatarmáli og
engin var stærri en 0,1 km2. Leiðni
tjarnavatnsins var nokkuð há (151–
287 mS/cm) og skýrist það líklega
af nálægð sjávar; pH-gildi tjarna-
vatnsins var 6,5–8,2 og vatnshitinn
14,1–16,0°C (1. tafla).
Holtavörðuheiði (300–400 m y.s.)
er vel gróin heiði á berggrunni sem
er talinn vera 3,3–8,5 milljón ára
gamall.36 Kannaðar voru 14 tjarnir
á háheiðinni, austan við þjóðveginn,
29. júlí 2002 (3. mynd). Langflestar
tjarnanna voru innan við 1 m djúp-
ar; fjórar þeirra voru grynnri en 0,5
m og gætu þarafleiðandi þornað
upp á þurrum sumrum eða botn-
frosið á veturna. Flatarmál tjarnanna
var mjög mismunandi eða allt frá
8 til 6.000 m2 (1. tafla). Tjarnabakk-
arnir voru vel grónir, aðallega með
gulstör (Carex lyngbyei) og klófífu
(Eriophorum angustifolium). Mýra-
rauði var áberandi í sjö tjörnum en
hinar voru að mestu tærar. Leiðni
tjarnavatnsins var á bilinu 38–70 mS/
cm og pH-gildið 7,2–8,0. Vatnshitinn
var 9,0–13,7°C.
Fjórða svæðið sem kannað var í
forkönnuninni var Þúfuver í Þjórs-
árverum sem er í 570–600 m hæð yfir
sjávarmáli. Allt umhverfi tjarnanna
sem kannaðar voru var vel gróið á
berggrunni sem talinn er vera frá
síðari hluta ísaldar (<800 þús. ára).36
Rannsóknarsvæðið afmarkaðist af
Þjórsá í vestri og söndum í austri og
suðri. Þúfuverskvísl rennur í gegn-
um svæði það sem tjarnirnar voru á.
Urmull tjarna er á svæðinu, sem er
algróið og einkennist af freðmýrar-
ústum, mýrum og tjörnum. Bakkar
allra tjarnanna voru vel grónir, með
tjarnastör (Carex rostrata), hélumosa
(Anthelium nivalis), gulstör, grasvíði
(Salix herbacea) og loðvíði (S. lanata).
Tjarnirnar voru allar fremur grunn-
ar, eða grynnri en 1 m; fjórar þeirra
voru grynnri en 0,5 m og líklegt er
Þorskafjarðarheiði Við Hríshólsvatn Holtavörðuheiði Þúfuver
Dagsesting sýnatöku – Sampling dates 21.–22. 7. 2002 21. 7. 2002 29. 7. 2002 28. 7. 2002
Hæð yfir sjávarmáli (m) – Altitude a.s.l.(m) 447 (410–491) 38 (35–40) 349 (338–390) 583 (573–591)
Vatnshiti (°C) – Water temperature (°C) 11 (9,4–12,6) 15 (14,1–16,0) 11 (9,0–13,7) 10 (7,7–12,2)
Leiðni (µS/cm við 25°C)
– Conductivity (µS/cm @ 25°C) 43,5 (18–71) 230,5 (151–287) 59,8 (38–70) 80,3 (36–122)
pH-gildi – pH-values 7,0 (6,4–7,9) 7,2 (6,5–8,2) 7,5 (7,2–8,0) 7,6 (6,5–8,7)
Flatarmál tjarna (m2) – Pond area (m2) 76.425 (30–504.000)
8.957
(25–52.992)
615
(8–6.000)
1.673
(2–12.500)
Fjöldi tegunda í tjörnum – Species number in ponds 11,7 (5–19) 10,5 (2–20) 10,1 (7–14) 9,6 (2–17)
Heildarfjöldi tegunda á hverju svæði
– Species number within area 41 28 32 33
Fjöldi sýnatökustaða – Number of ponds sampled 24 6 14 20
1. tafla. Upplýsingar um nokkra eðlis- og efnaþætti í tjörnum á þremur hálendis- og einu láglendissvæði hérlendis. Neðarlega í töflunni eru
gefnar upplýsingar um tegundaauðgi, heildarfjölda tegunda sem fannst á hverju svæði og fjölda tjarna sem sýni voru tekin úr. Feitletruðu
gildin sýna meðaltöl en innan sviga eru sýnd lægstu og hæstu mæligildi hvers rannsóknarsvæðis. – Information on selected physical and
chemical parameters for ponds within three highland sites and one lowland site in Iceland as well as information (bottom part of table) on
species richness, the total number of species within each area and the number of ponds sampled. Numbers in bold indicate means and
numbers in parentheses are minimum and maximum values within each research area.
79 1-4#loka.indd 39 4/14/10 8:49:03 PM