Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags voru valin m.t.t. mismunandi gróð- urþekju og berggrunns auk þess sem þéttleiki tjarna innan hvers svæðis þurfti að vera mikill. Lýsingar á rannsóknar- svæðum Þorskafjarðarheiði er í 400–500 m hæð yfir sjávarmáli. Heiðin er frem- ur berangursleg og gróðurþekja lítil. Berggrunnurinn þar sem heiðin ligg- ur er talinn vera 10–15 milljón ára gamall.36 Könnunin náði til 24 tjarna í 410–491 m hæð yfir sjávarmáli. Allar sýnatökur og mælingar voru gerðar 21. og 22. júlí 2002 (1. tafla). Flestar tjarnanna voru fremur stórar og myndu líklega frekar flokkast sem smávötn. Af þeim 24 tjörnum sem kannaðar voru á Þorskafjarðar- heiði reyndust fimm vera stærri en 0,1 km2. Minnsta tjörnin var 30 m2 en sú stærsta rúmlega 0,5 km2 að stærð. Tjarnabakkarnir voru í flest- um tilfellum gróðurvana, grýttir eða sendnir (1. mynd). Allar tjarnirnar voru tærar. Ekki var unnt að mæla dýpi allra tjarnanna vegna stærðar, en flestar þeirra voru án efa alldjúp- ar og áætlað var að þær gætu verið meira en metri á dýpt. Leiðni vatns- ins var 18–71 mS/cm og pH-gildi 6,4–7,9 (1. tafla). Vatnshitinn var 9,4–12,6°C. Votlendið við Hríshólsvatn innst í Berufirði er í innan við 50 m hæð yfir sjávarmáli og var allt svæðið umhverfis tjarnirnar mjög vel gróið (2. mynd). Rannsókn- arsvæðið liggur á sama berggrunni og Þorskafjarðarheiði. Sýnatökur og mælingar voru gerðar 21. júlí 2002. Allar nema ein tjörn voru innan við 0,01 km2 að flatarmáli og engin var stærri en 0,1 km2. Leiðni tjarnavatnsins var nokkuð há (151– 287 mS/cm) og skýrist það líklega af nálægð sjávar; pH-gildi tjarna- vatnsins var 6,5–8,2 og vatnshitinn 14,1–16,0°C (1. tafla). Holtavörðuheiði (300–400 m y.s.) er vel gróin heiði á berggrunni sem er talinn vera 3,3–8,5 milljón ára gamall.36 Kannaðar voru 14 tjarnir á háheiðinni, austan við þjóðveginn, 29. júlí 2002 (3. mynd). Langflestar tjarnanna voru innan við 1 m djúp- ar; fjórar þeirra voru grynnri en 0,5 m og gætu þarafleiðandi þornað upp á þurrum sumrum eða botn- frosið á veturna. Flatarmál tjarnanna var mjög mismunandi eða allt frá 8 til 6.000 m2 (1. tafla). Tjarnabakk- arnir voru vel grónir, aðallega með gulstör (Carex lyngbyei) og klófífu (Eriophorum angustifolium). Mýra- rauði var áberandi í sjö tjörnum en hinar voru að mestu tærar. Leiðni tjarnavatnsins var á bilinu 38–70 mS/ cm og pH-gildið 7,2–8,0. Vatnshitinn var 9,0–13,7°C. Fjórða svæðið sem kannað var í forkönnuninni var Þúfuver í Þjórs- árverum sem er í 570–600 m hæð yfir sjávarmáli. Allt umhverfi tjarnanna sem kannaðar voru var vel gróið á berggrunni sem talinn er vera frá síðari hluta ísaldar (<800 þús. ára).36 Rannsóknarsvæðið afmarkaðist af Þjórsá í vestri og söndum í austri og suðri. Þúfuverskvísl rennur í gegn- um svæði það sem tjarnirnar voru á. Urmull tjarna er á svæðinu, sem er algróið og einkennist af freðmýrar- ústum, mýrum og tjörnum. Bakkar allra tjarnanna voru vel grónir, með tjarnastör (Carex rostrata), hélumosa (Anthelium nivalis), gulstör, grasvíði (Salix herbacea) og loðvíði (S. lanata). Tjarnirnar voru allar fremur grunn- ar, eða grynnri en 1 m; fjórar þeirra voru grynnri en 0,5 m og líklegt er Þorskafjarðarheiði Við Hríshólsvatn Holtavörðuheiði Þúfuver Dagsesting sýnatöku – Sampling dates 21.–22. 7. 2002 21. 7. 2002 29. 7. 2002 28. 7. 2002 Hæð yfir sjávarmáli (m) – Altitude a.s.l.(m) 447 (410–491) 38 (35–40) 349 (338–390) 583 (573–591) Vatnshiti (°C) – Water temperature (°C) 11 (9,4–12,6) 15 (14,1–16,0) 11 (9,0–13,7) 10 (7,7–12,2) Leiðni (µS/cm við 25°C) – Conductivity (µS/cm @ 25°C) 43,5 (18–71) 230,5 (151–287) 59,8 (38–70) 80,3 (36–122) pH-gildi – pH-values 7,0 (6,4–7,9) 7,2 (6,5–8,2) 7,5 (7,2–8,0) 7,6 (6,5–8,7) Flatarmál tjarna (m2) – Pond area (m2) 76.425 (30–504.000) 8.957 (25–52.992) 615 (8–6.000) 1.673 (2–12.500) Fjöldi tegunda í tjörnum – Species number in ponds 11,7 (5–19) 10,5 (2–20) 10,1 (7–14) 9,6 (2–17) Heildarfjöldi tegunda á hverju svæði – Species number within area 41 28 32 33 Fjöldi sýnatökustaða – Number of ponds sampled 24 6 14 20 1. tafla. Upplýsingar um nokkra eðlis- og efnaþætti í tjörnum á þremur hálendis- og einu láglendissvæði hérlendis. Neðarlega í töflunni eru gefnar upplýsingar um tegundaauðgi, heildarfjölda tegunda sem fannst á hverju svæði og fjölda tjarna sem sýni voru tekin úr. Feitletruðu gildin sýna meðaltöl en innan sviga eru sýnd lægstu og hæstu mæligildi hvers rannsóknarsvæðis. – Information on selected physical and chemical parameters for ponds within three highland sites and one lowland site in Iceland as well as information (bottom part of table) on species richness, the total number of species within each area and the number of ponds sampled. Numbers in bold indicate means and numbers in parentheses are minimum and maximum values within each research area. 79 1-4#loka.indd 39 4/14/10 8:49:03 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.