Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 52
Náttúrufræðingurinn 52 getur þýtt að þar séu elstu vörpin í raun eða betri heimildir. Sú elsta er um varpið í Elliðaey 1705 í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín.24 Í það minnsta helmingur varp- anna (29) myndaðist örugglega ekki fyrr en á 20. öld (hvort sem þau hafa verið til á öldum áður eða ekki), mörg ekki fyrr en á síðustu áratugum aldarinnar. Þannig urðu til ekki færri en 18 eftir 1975, öll ennþá næsta lítil. Styst er síðan ritur hófu að verpa í Mýhólma í Hergils- eyjarlöndum (2006). Aldur 15 varpa er ókunnur en sennilega hafa flest þeirra myndast á 20. öld. Vörp hafa lagst af frá aldamótum 2000, t.d. í Akurey (2005) og Heimri- Langey við Flatey (2006). Sögulegar breytingar Ef litið er lengra aftur í tímann en síðustu áratugi er ljóst að rituvörp hafa breyst yfir mun lengra tímabil. Elstu gögn um stærð breiðfirskra ritubyggða eru frá því um 1840. Þá áleit Ólafur Sívertsen 100–200 varp- pör í Hafnarey við Flatey.25 Vísbend- ing er einnig til um stærð nágranna- varpsins í Hrólfskletti frá 1837 en þá voru teknir þar 80 rituungar.26 Gera má ráð fyrir að þar hafi kannski ver- ið 50 hreiður því varpið er mestallt aðgengilegt (sjá 1. mynd) og flestir ungar auðteknir. Þessi vörp voru mun stærri síð- ustu áratugi en á 19. öld, 4 til 7 sinn- um eftir því hvort notaðar eru tölur frá 1993–1994 eða 2005–2007. Varpið í Klofningi við Flatey er þekkt frá því fyrir 190827 en hvarf alveg á tímabili því um 1934 voru þar engar ritur (Sturla Bogason, munnl. uppl.). Landnám hófst að nýju árið 1935 með tveimur hreiðr- um (Jón Bogason, munnl. uppl.). Finnur Guðmundsson nefnir Klofn- ing ekki sem rituvarpstað 194228 svo annaðhvort hafa ritur horfið þaðan á ný eða aðeins örfá pör sem ekki tók því að nefna. Þá var Finni sagt að 50–60 hreiður væru í Skjaldmeyj- areyjum í Hergilseyjarlöndum en þar voru 560 hreiður 1984 og 1363 árið 1994. Ljóst er að varpið í Hafn- arey við Flatey óx verulega á miðjum til seinni hluta 20. aldar. Árið 1945 var Björn Björnsson frá Norðfirði í fuglaljósmyndaferð um Breiðafjarð- areyjar og tók þá mynd af austurhlið Hafnareyjar. Myndir af nákvæmlega sama svæði 40 árum síðar sýna að varpið á þeim bletti hafði aukist úr 57 hreiðrum í 145.4 Þá minnist Hall- björn Bergmann (munnl. uppl.) þess að fermingarvorið hans 1949 hafi rit- ur verið nýbyrjaðar að verpa innan í Hafnarey en fram að því höfðu þær aðeins orpið utan í eynni. Tiltæk gögn um rituvörp benda eindregið til að þau hafi verið langt- um minni á fyrri hluta 20. aldar en seinni hluta hennar, einnig á 19. öld. Erfitt er að staðhæfa að þessar eldri tölur séu fullgildur mælikvarði á ritustofninn á Breiðafirði í heild á fyrri hluta 19. aldar. Sé það rétt hef- ur breiðfirski ritustofninn verið að- eins 2–3 þúsund varppör um 1840, eða þriðjungur af því sem hann var 2005–2007 og einungis tíundi hluti stofnsins 1993–1994. Samanburður á talningar- aðferðum Eins og fram hefur komið eru tvær meginaðferðir helst notaðar við talningar í rituvörpum, talning á staðnum af sjó eða landi („ground- truthing“) og talning af loftmyndum. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort aðferðirnar tvær gefi sam- bærilegar niðurstöður og, ef ekki, í hverju er munur á þeim fólginn. Til þess að nálgast þá spurningu voru valdar tölur úr greinum Arnþórs Garðarssonar6,7 um þær ritubyggðir sem einnig voru til tölur frá höfundi. Til að talningar séu samanburð- arhæfar voru valdar allar tölur frá sama stað, sama ári og svipuðum tíma sumars. Tölur reyndust vera til úr tíu ritu- byggðum sem voru mismunandi að stærð, frá tæpum 200 hreiðrum í vel á annað þúsund. Þær eru bornar saman með línulegri aðfallsgrein- ingu (10. mynd). Mjög góð línuleg fylgni er milli talninga (nánast 100%) og eykur hún áreiðanleika talninganna sem voru framkvæmdar algerlega án nokkurs samráðs. Einn munur er þó eftirtektarverður, því tölur Arnþórs eru nær alltaf lægri. Samanlagt voru 6.659 hreiður í 10 vörpum í talning- um höfundar en 5.960 í talningum Arnþórs, eða að meðaltali 10,5% lægri. Í eitt skipti var tala Arnþórs hærri (555 í Rifi í Sauðeyjum) en höfundar (535). 10. mynd. Samanburður milli flugtalninga Arnþórs Garðarssonar (AG)6,7 og land- og sjótalninga höfundar (ÆP) í tíu ritubyggðum á Breiðafirði*. Talningarnar fóru fram 1984. – Comparison between counts from aerial photographs (AG)6,7 in 1984 and in the same year from land and/or sea in 10 colonies on the Breiðafjörður islands* by the author (ÆP). * Hrólfsklettur og Kirkjuklettur í Flateyjarlöndum, Innri-Hrauney, Skutulsey og Skjaldmeyjareyjarhólmi í Hergilseyjarlöndum, Ytri-Rauðsdalshólmi, Rif, Skarfey, Þórisey og Ytri-Kiðhólmi í Sauðeyjalöndum. y = 0,8471x + 31,937 R2 = 0,9824 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 2000 Fj öl di A G Fjöldi ÆP Fjöldi ÆP / Numbers in ground thruthing Fj öl di A G / N um be rs in a er ia l s ur ve ys 79 1-4#loka.indd 52 4/14/10 8:49:51 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.