Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 53
53 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags UMRÆÐA Varpdreifing Athygli vekur að rituvörp eru flest frekar utarlega í breiðfirska eyja- klasanum, langflest í Vestureyjum, einkum í Flateyjar-, Hergilseyjar- og Sauðeyjalöndum. Þar var 41 byggð af 65 á Breiðafirði öllum. Næstu ritubyggðir í landi eru utar með firð- inum, að sunnanverðu í Vallnabjargi nálægt Ólafsvík og Keflavíkurbjargi við Rif og að norðan í Látrabjargi, en þeim hafa verið gerð góð skil áður.6,15,29 Engar ritur verpa í landi mjög innarlega á Breiðafirði. Þar hafa í tímans rás aðeins verið örfáar byggðir í eyjum, einkum í mynni Hvammsfjarðar en engin inni á firð- inum. Talað er um rituvarp í Send- lingakletti í Purkeyjarlöndum fast við Hvammsfjarðarröst um 1960.19 Engin frekari gögn eru tiltæk og þar er a.m.k. ekki vitað um varp af staðkunnugum frá því fyrir 1960 (Jón H. Jónsson og Helgi Stein- grímsson, munnl. uppl.) svo ein- hvers misskilnings virðist hafa gætt. Fjölmargir staðir eru þar sem ritur gætu byggt hreiður, þannig að aðr- ir umhverfisþættir hljóta að skýra ritufæð. Dreifing rituvarpa á Breiðafirði skýrist eflaust mest af því hvar hentugt æti er að finna fyrir ritur á firðinum. Þótt ritur fljúgi tugi kíló- metra til ætisleitar30,31 er samt lík- legt að þær velji varpstaði sem næst fæðusvæðum eigi þær þess kost. Eyjar á Breiðafirði eru fjölmargar og gnótt varpstaða fyrir ritur, svo þess vegna er engin ástæða fyrir fuglana að fljúga lengra til fæðusvæða en þeir þurfa. Aðrir umhverfisþættir, svo sem ísalög, gætu einnig haft áhrif á stærð og staðsetningu ein- stakra byggða, eins og síðar verður vikið að. Sandsíli Ammodytes-tegundir og trönusíli Hyperoplus lanceolatus eru mikilvægustu fæðutegundir fyrir ritur á Breiðafirði á sumrin (óbirt- ar uppl.). Þessar sílistegundir er helst að finna þar sem sjávarbotn- inn er grófsendinn, með möl og skeljasandi, sem er einkum utarlega á firðinum. Sílin bora sig niður í grófan sand þegar styggð kemur að þeim32 og ræður grófleiki botnsins líklega miklu um útbreiðslu tegund- anna. Þegar innar dregur og öldurót minnkar er botninn fínkornóttari og leirkenndari.33,34,35 Útbreiðsla sílis og stofnstærð er raunar takmarkað skráð á Breiðafirði eins og annars staðar við landið, þótt nokkuð hafi verið bætt úr síðustu ár,36,37 en full ástæða er til áframhaldandi athug- ana. Með þá vitneskju í farteskinu væri unnt að bera betur saman stað- setningu ritubyggða og dreifingu fæðu. Á sama tíma er mikilvægt að skoða fæðuferðir rita frá varpi með staðsetningartækni og bera saman fæðuatferli fugla úr vörpum yst og innst á firðinum. Stofnstærðarbreytingar Upplýsingar um stærð ritubyggða á Breiðafirði eru einkum til frá því eftir 1970. Fyrir þann tíma sinntu fuglafræðingar lítt rannsóknum á Breiðafirði og eldri skráningar á fuglalífi eru því takmarkaðar. Mörgum heimamönnum var samt kunnugt um ritubyggðir í sínu næsta nágrenni þótt sú vitneskja hafi sjaldnast verið skráð og smám saman glatast eftir því sem stað- kunnugir féllu frá og eyjarnar fóru í eyði. Enginn vafi leikur á að ritum stórfjölgaði á Breiðafirði síðustu áratugi 20. aldar, kannski mestalla þá öld. Sum vörp hafa greinilega haldist um margar aldir – vörpum fjölgaði svo um munaði og gamlar ritubyggðir stækkuðu. Nær allar ritubyggðir stækkuðu eftir 1970 og var sú framvinda í gangi undir lok aldarinnar. Þá tók ritubyggðum að hnigna og hafa þær breytingar haldið áfram á yfirstandandi öld. Þótt einungis sé tekið mið af fjölda nýrra varpa má fullyrða að ritum hafi fjölgað á Breiðafirði. Slíkar breytingar geta þó einnig skýrst af tilfærslum varpfugla í tímans rás, eins og sýnt hefur verið fram á milli franskra ritubyggða.38 Því er nauð- synlegt að skoða einnig tiltæk gögn um breytingar á fjölda varppara í einstökum byggðum. Breytileg framvinda einstakra varpa getur stafað af mismunandi staðbundnum jafnt sem víðtækum áhrifum. Eggjatínsla hefur til dæmis lengi verið stunduð í sumum ritu- vörpum á Breiðafirði, t.a.m. í Hrólfs- kletti, Hafnarey og Klofningi (en er nú hætt í fyrstnefnda varpinu). Vanalega verpa ritur aftur þegar fersk egg eru tekin undan þeim, en í hremmingum síðustu ára hafa mun færri fuglar orpið að nýju og því enn færri ungar komist á legg en ella (ÆP, óbirt gögn). Rituvarpið í Flatey verður fyrir daglegri áreitni ferða- fólks og komið hefur fyrir að börn hafi gert sér að leik að eyðileggja unguð egg og varp því farið forgörð- um það ár. Í Sýrey er orðinn þröngt setinn bekkurinn, svo ekki virðist pláss fyrir öllu fleiri fugla, og má vera að það sé ástæða þess að varpið óx ekki frekar (8. mynd). Sögulegir þættir eins og hvenær vörpin urðu til geta einnig komið til vegna mis- munandi aldurssamsetningar varp- fuglanna. Þekkt er meðal langlífra sjófugla að ungum fuglum gengur ekki eins vel að koma ungum á legg sem þeim eldri og reyndari.39 Þá geta breytingar milli ára orsakast af afræningjum, t.d. ef hrafnar Corvus corax verpa í nágrenninu eins og komið hefur fyrir í Kiðhólmum í Sauðeyjum. Varpbreytingar geta ennfremur orðið vegna tilfærslna fugla milli varpa. Stagley, þar sem rituvarp hefur gengið brösuglega, er í nánd við gjöful fiskimið en einnig fyrir opnu hafi. Ritubyggðin er í lágum klettum á norðvesturhlið eyjarinnar, berskjölduð fyrir vest- anhroðum. Mikill sjógangur endr- um og sinnum er líklega aðalástæða þess að rituvarp hefur átt erfitt upp- dráttar í Stagley. Sama á líklega við um rituvarpið í Lóni í Bjarneyjum. Rituvarp var í Flateyjar-Klofningi fyrir 190827 en lagðist af einhvern tímann milli 1908 og 1934. Frosta- veturinn 1918 kann að hafa valdið því að ritur hafi hörfað frá, enda hafþök svo mikil að kerrufært var til lands.26 Toppskörfum Phalacro- corax aristotelis mun hafa fækkað mikið þennan vetur í Kirkjukletti og Sauðeyjum (Jón Bogason, munnl. 79 1-4#loka.indd 53 4/14/10 8:49:51 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.