Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 54
Náttúrufræðingurinn 54 heimild). Ekki er ólíklegt að sama hafi átt sér stað í ýmsum breiðfirsk- um rituvörpum. Áhugavert er að nánast sömu framvindu hefur orðið vart hjá ritu í Flatey og teistu, þar sem varpið var stærst 1986 en frá 1989 hefur varpið dregist mikið saman.40 Af ofangreindum ástæðum eru góð rök fyrir því að skoða nán- ar og skipulegar orsakir breytinga á rituvörpum. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á skammtíma- og langtímaáhrifum. Aðalástæðan fyrir óstöðugum rituvörpum á innan- verðum Breiðafirði er líklega tengd dreifingu heppilegrar fæðu. Á síð- ustu árum hafa íslenskir sjófugla- stofnar átt í vök að verjast, þ. á m. rita, en þó ekki alls staðar í landinu.12 Fækkun hefur orðið í rituvörpunum á Breiðafirði frá því upp úr 1995, eða mun lengur en annars staðar í landinu. Hnignunin magnaðist eftir að 21. öld gekk í garð. Varpárangur rita í breiðfirskum byggðum hefur verið fádæma lélegur síðustu ár. Í sumum litlum vörpum hafa engir ungar komist upp í einstökum árum (ÆP, óbirtar uppl.). Ástæða þess er fyrst og fremst talin vera minnkandi sandsíli enda hefur ekki borið jafn- mikið á því að síli sjáist gerja (vaða í yfirborði) og áður, þegar rituvörp uxu, ný mynduðust og varpárangur var góður. Hugsanlegt er að breyt- ingar þessar á sílisgengd tengist síhækkandi sjávarhita á Breiðafirði undanfarna tvo áratugi.41 Aldur rituvarpa Vafasamt getur verið að tala um ald- ur varpa því hér er ekki um að ræða ákveðinn tíma í eitt skipti fyrir öll, heldur breytilegt ástand eins og ann- að í náttúrunni. Sumar byggðir hafa verið að koma og fara, sbr. vörpin í Ásmóðarey og Klakkeyjum. Síðustu ár hefur ætisskortur gert vart við sig við Ísland og rituvörp greinilega liðið fyrir.7 Samdráttar fór fyrst að verða vart í breiðfirskum rituvörp- um um og upp úr 1995, eða mun fyrr en annars staðar í landinu. Elstu heimildir um aldur ritu- varpa í Breiðafirði eru um vörpin á sunnanverðum firðinum en það þýðir þó ekki endilega að þar séu elstu vörpin. Velta má fyrir sér hugmyndum um sögulega fram- vindu ritubyggða á Breiðafirði í tengslum við veðurfarsþætti. Ísalög eru yfirleitt ekki eins mikil á suður- hluta fjarðarins og í Vestureyjum, innstu eyjum eða innfjörðum. Af þeim sökum hafa rituvörp ef til vill haldist betur við á suðursvæðinu á tímaskeiðum þegar veðurfar var óhagstætt. Má geta sér þess til að ritum fjölgi og vörp myndist víðar í firðinum á hlýviðrisskeiðum, þegar ísalög og aðrir veðurfarsþættir eru hagstæðari, uns aðrir umhverfis- þættir takmarka útbreiðslu þeirra frekar. Ísa- og veðurfarsbreytingar geta haft áhrif á ætismöguleika og velta má fyrir sér hvort sílisgengd hafi aukist á tímabili og þannig gert ritustofninum kleift að stækka. Nú á tímum er a.m.k. ekki að sjá að varpstaðir séu takmarkandi fyr- ir ritustofninn á Breiðafirði. Nýjar byggðir mynduðust meðan ritu- stofninn var í vexti. Hversu lengi sú aukning átti sér stað og hve mikil hún var er ekki að fullu vitað. Arnþór Garðarsson6 taldi í rituvörpum á landinu 1983–1985 og mat breytingar í völdum byggðum á tímabilinu 1975–1994, þ. á m. á Breiðafirði þar sem árleg aukning var að meðaltali 4,5%. Ekki fjölgaði alls staðar á landinu, t.a.m. fækkaði ritum á Reykjanesskaga, en aukn- ing var í heild talin vera um 1% á ári í landinu. Fjölgun á Breiðafirði var því langt yfir meðaltali á þessu árabili. Því þarf engan að undra að allmörg ný vörp skyldu skjóta upp kollinum – ekki mynduðust færri en 28 nýjar byggðir, e.t.v. fleiri, eða tæpur helmingur þekktra rituvarpa á firðinum (sbr. 2. töflu). Sennilegt er að ritustofninn hafi verið að stækka mun lengur en frá 1975, kannski mestalla 20. öld.15 Aukning kann þó að hafa verið svæð- isbundin, jafnvel innan takmarkaðs svæðis sem Breiðafjarðar, eins og sýnt hefur verið fram á hjá topp- skarfi.42 Vitað er að innstu rituvörp- in á firðinum (Ásmóðarey, Dímonar- klakkar, Stagley, Lón í Bjarneyjum) hafa verið óstöðug. Svæðisbundnir umhverfisþættir, aðrir en ætismögu- leikar, kunna einnig að hafa valdið breytingum á einstökum vörpum sum ár. Þættir sem hafa áhrif á niðurstöður Fjöldi hreiðra í rituvörpum er breytilegur eftir tíma sumars. Ritur byggja sér hreiður yfir nokkurra vikna tímabil og einstök pör huga að varpi á mismunandi tíma sum- ars. Hreiðurbyggingar eru yfirleitt seinna á ferðinni í nýstofnuðum en eldri vörpum og sama er að segja um lítil vörp. Hreiður geta þannig verið að bætast við í nýstofnuðum vörpum fram eftir júlí. Líklega er um að ræða unga fugla sem verpa seinna en þeir eldri.39 Samsvarandi aukning á sér eflaust einnig stað í stærri og eldri vörpum, en þar eru ungir fuglar hlutfallslega færri og hliðrun á varptíma því ekki eins mikil af þeim sökum. Á hinn bóg- inn teygist eggtíð í stórum vörpum eflaust yfir lengri tíma af þeirri ástæðu einni að varppör eru fleiri. Hérlendis virðist hentugasti tími til talninga vera frá miðjum júní til miðs júlí.15 Þá hafa flestar ritur gert sér hreiður og þeim hefur yfirleitt ekki tekið að fækka. Mörg hreiður skemmast eða falla niður þegar líður á sumar og sjást þarafleiðandi illa í talningum eða alls ekki. Hér er einkum um að ræða hreiður sem varp hefur misfarist í og ekki verið haldið við. Slíkt getur verið breyti- legt eftir fæðuástandi sjávar sem hefur síðan áhrif á framgang hreið- urgerðar og varps. Mikilvægt er að velja talningartíma þannig að upp- lýsingar séu sem sambærilegastar. Fleiri þættir geta haft áhrif á taln- inganiðurstöður. Vel þekkt er að hreiður ýmissa sjófugla, þ. á m. rita, dílaskarfa Phalacrocorax carbo og toppskarfa, geta sópast burt í mikl- um sjógangi.15,43 Slíkt gerist stund- um á lágum skerjum Breiðafjarðar þar sem fuglarnir byggja hreiður niður undir sjávarmál. Sjógangur getur því haft áhrif á niðurstöður talninga í einstökum árum og varp 79 1-4#loka.indd 54 4/14/10 8:49:51 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.