Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 58
Náttúrufræðingurinn 58 Eftir að hafa skoðað lirfuna í krók og kring tókum við hnífinn góða og skárum hausinn af henni. Með títuprjóni var auðvelt að draga görnina innan úr lirfunni og koma henni fyrir í vatnsdropa á smásjár- gleri. Mýlirfa hefur engan maga, heldur liggur meltingarvegurinn eins og ein samfelld görn eftir henni endilangri. Undir smásjá og í gegn- umfallandi ljósi virðist görnin glær og má auðveldlega sjá hvað í henni er. Það sem við blasti vakti með okkur dálitla kátínu. Í görninni gat að líta röð stórra kísilþörunga. Af öllum djásnum náttúrunnar eru kísilþörungar með þeim fegurstu. Við gátum séð nokkrar tegund- ir þeirra: Stórar, en þó smásæjar, skeljar sem líktust fótspori, aðrar sem minntu á Napóleonshatta, enn aðrar og minni voru bátlaga. Með nálinni gátum við þrýst nokkrum þörungum út úr görninni til að betur mætti greina sköpulag þeirra. Sjáðu, segi ég: Inni í skelinni er ein fruma og það sem mest ber á eru gulbrúnir flekkir innan í henni. Þetta eru svonefndir litberar og í þeim eru grænukornin sem gleypa sólarljósið og nota orku þess til að tengja saman ólífræn efni og mynda lífrænar sameindir. Og af því að ég var nýbakaður líffræðing- ur fannst mér ég þurfa að útskýra málið til hlítar. Glær kísillinn í skel- inni er kominn úr jarðhitavatninu en fruman sjálf er byggð úr kolefni og nitri, sem hvort tveggja kemur úr andrúmsloftinu, og fosfór sem berst með kalda uppsprettuvatn- inu í Mývatn. Kísillinn og fosfórinn leysast úr berginu í kring. Við vorum báðir dálítið upp- numdir þegar bóndasonur smeygði sér í gúmmískóna og bjóst til brott- farar. Bleikjuna skildi hann eftir, vildi gefa mér hana í matinn. Best að fullkomna fæðukeðjuna, sagði hann og kvaddi. Fæðukeðja – fæðuvefur Það verður fljótt ljóst hverjum manni sem fer að rannsaka fæðu- keðjur að þær felast ekki í einfaldri röð lífvera, því að ein tegund bráðar 1. mynd. Fæðuvefur Arnþórs frá 1975. – A food web. Teikn./Drawing: Arnþór Garðarsson 1975.1 2. mynd. Fæðuvefur Arnþórs frá árinu 2006. Hér er Laxá tekin með í dæmið. – A food web of Lake Myvatn and the river Laxá. Teikn./Drawing: Arnþór Garðarsson 2006.2 79 1-4#loka.indd 58 4/14/10 8:49:58 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.