Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 58
Náttúrufræðingurinn
58
Eftir að hafa skoðað lirfuna í
krók og kring tókum við hnífinn
góða og skárum hausinn af henni.
Með títuprjóni var auðvelt að draga
görnina innan úr lirfunni og koma
henni fyrir í vatnsdropa á smásjár-
gleri. Mýlirfa hefur engan maga,
heldur liggur meltingarvegurinn
eins og ein samfelld görn eftir henni
endilangri. Undir smásjá og í gegn-
umfallandi ljósi virðist görnin glær
og má auðveldlega sjá hvað í henni
er. Það sem við blasti vakti með
okkur dálitla kátínu. Í görninni gat
að líta röð stórra kísilþörunga. Af
öllum djásnum náttúrunnar eru
kísilþörungar með þeim fegurstu.
Við gátum séð nokkrar tegund-
ir þeirra: Stórar, en þó smásæjar,
skeljar sem líktust fótspori, aðrar
sem minntu á Napóleonshatta, enn
aðrar og minni voru bátlaga. Með
nálinni gátum við þrýst nokkrum
þörungum út úr görninni til að
betur mætti greina sköpulag þeirra.
Sjáðu, segi ég: Inni í skelinni er
ein fruma og það sem mest ber á
eru gulbrúnir flekkir innan í henni.
Þetta eru svonefndir litberar og í
þeim eru grænukornin sem gleypa
sólarljósið og nota orku þess til
að tengja saman ólífræn efni og
mynda lífrænar sameindir. Og af
því að ég var nýbakaður líffræðing-
ur fannst mér ég þurfa að útskýra
málið til hlítar. Glær kísillinn í skel-
inni er kominn úr jarðhitavatninu
en fruman sjálf er byggð úr kolefni
og nitri, sem hvort tveggja kemur
úr andrúmsloftinu, og fosfór sem
berst með kalda uppsprettuvatn-
inu í Mývatn. Kísillinn og fosfórinn
leysast úr berginu í kring.
Við vorum báðir dálítið upp-
numdir þegar bóndasonur smeygði
sér í gúmmískóna og bjóst til brott-
farar. Bleikjuna skildi hann eftir,
vildi gefa mér hana í matinn. Best
að fullkomna fæðukeðjuna, sagði
hann og kvaddi.
Fæðukeðja – fæðuvefur
Það verður fljótt ljóst hverjum
manni sem fer að rannsaka fæðu-
keðjur að þær felast ekki í einfaldri
röð lífvera, því að ein tegund bráðar
1. mynd. Fæðuvefur Arnþórs frá 1975. – A food web. Teikn./Drawing: Arnþór Garðarsson
1975.1
2. mynd. Fæðuvefur Arnþórs frá árinu 2006. Hér er Laxá tekin með í dæmið. – A food web
of Lake Myvatn and the river Laxá. Teikn./Drawing: Arnþór Garðarsson 2006.2
79 1-4#loka.indd 58 4/14/10 8:49:58 PM