Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 68
Náttúrufræðingurinn
68
Aðalheiður Jóhannsdóttir
Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 68–74, 2010
Ritrýnd grein
Íslenskur réttur inniheldur ekki almennar reglur um það hvernig mörkum
friðlýstra friðlanda, þ.m.t. þeirra sem innihalda Ramsarsvæði, verði breytt
eða þau felld niður, né heldur á hvaða forsendum slíkar breytingar verði
gerðar. Samningsaðilar Ramsarsamningsins hafa hins vegar samþykkt
ákveðin sjónarmið sem mögulegt er að leggja til grundvallar við mat á svo-
kölluðum brýnum þjóðhagsmunum, en það eru þeir hagsmunir sem samn-
ingurinn viðurkennir að geti réttlætt breytingar á Ramsarsvæðum. Þessi til-
teknu sjónarmið hafa ekki verið gerð hluti af íslenskum rétti og þ.a.l. hefur
ekki reynt á beitingu þeirra í íslenskri réttarframkvæmd. Hins vegar hefur
mörkum annarra friðlýstra svæða verið breytt og dæmi eru um að friðlýs-
ing friðlanda hafi verið felld úr gildi. Í greininni er m.a. fjallað um nokkur
dæmi um slíkar breytingar og komist að þeirri niðurstöðu að undirbúningi
ákvarðanatöku hafi verið ábótavant þar sem ekki hafi farið fram mat á
þeim hagsmunum sem í húfi voru, þ.m.t. verndargildi viðkomandi svæða.
Komist er að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að innleiða sjónarmiðin
sem samþykkt hafa verið á vettvangi Ramsarsamningsins í íslenskan rétt. Á
þann hátt má auka fyrirsjáanleika réttarins og réttaröryggi og umfram allt
tryggja betur að markmiðum Ramsarsamningsins verði náð hér á landi.
Inngangur
Þann 2. apríl 1978 varð Ísland aðili
að Samþykkt um votlendi, sem hafa
alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf
(á ensku: Con vention on Wetlands of
International Import ance, Especi ally
as Wa ter fowl Habitat) frá 1971, sem
oft er nefnd Ramsarsamningur, sbr.
auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda
nr. 1/1978.1 Skömmu áður, eða þann
2. desember 1977, var Mývatns- og
Laxársvæðið tilnefnt á skrá Rams-
arsamningsins yfir Ramsarsvæði,
í samræmi við 2. gr. samnings-
ins, og hefur svæðið notið alþjóð-
legrar verndar sem votlendissvæði
frá 2. apríl 1978. Það var jafnframt
Breytingar á mörkum
friðlýstra svæða með
áherslu á Ramsarsvæði
1 Samningnum var breytt lítilsháttar árið 1987 og öðluðust þær breytingar gildi hvað Ísland varðar þann 1. maí 1994, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr.
49/1995. Jafnframt var samþykkt bókun við samninginn árið 1982 sem öðlaðist gildi hvað Ísland varðar þann 1. október 1986, sbr. auglýsingu í C-deild
Stjórnartíðinda nr. 10/1986.
1. mynd. Grunnafjörður. Ljósm.: Magnús Axelsson.
79 1-4#loka.indd 68 4/14/10 8:50:31 PM