Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 72
Náttúrufræðingurinn
72
26 Sjá nánar Alþt. 2003–2003, A-deild, þskj. 843 – 564. mál, og einnig nefndarálit
umhverfisnefndar, Alþt. 2003–2004, A-deild, þskj. 1604 – 564. mál.
27 Reglugerð nr. 879/2004 um Skaftafellsþjóðgarð, ásamt síðari breytingum,
var felld úr gildi með 37. gr. reglugerðar nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð.
Þessi staðreynd breytir þó ekki vægi dæmisins. Sérstök friðlýsing Esjufjalla,
sbr. auglýsingu nr. 188/1978 um friðland í Esjufjöllum, var einnig felld niður
með 37. gr. reglugerðar nr. 608/2008.
Réttarframkvæmd
á Íslandi
Almennt
Eins og nefnt var inniheldur íslensk-
ur réttur ekki reglur um hvort eða
hvernig mörkum friðlanda, þ.m.t.
Ramsarsvæða, verði breytt eða þau
felld niður, né heldur á hvaða for-
sendum slíkar breytingar verða
gerðar. Vitað er um eitt tilvik þar
sem dregið hefur verið úr lagalegri
verndun skilgreinds Ramsarsvæðis
og er þar átt við Mývatns- og Laxár-
svæðið, en eftir því sem næst verður
komist hefur mörkum Ramsarsvæðis-
ins ekki verið formlega breytt. Hins
vegar hefur mörkum annarra frið-
lýstra svæða verið breytt og einnig
eru þess dæmi að friðlýsing tiltek-
ins svæðis hafi verið felld niður.
Verður nú getið nokkurra dæma og
skoðað hvaða sjónarmið voru lögð
til grundvallar við þær breytingar.
Einnig verður fjallað um nýlega
ákvörðun umhverfisráðherra vegna
tiltekins Ramsarsvæðis. Ákvörð-
unin varðar staðfestingu á aðal-
skipulagi og undirstrikar mikilvægi
skipulagsáætlana sem stjórntæk-
is umhverfisverndar. Áður en að
þessari umfjöllun kemur er rétt
að skoða nánar gildissvið laga nr.
97/2004 um verndun Mývatns og
Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu og
þær breytingar sem urðu á lagalegri
verndun Ramsarsvæðisins Mývatns
og Laxár með gildistöku laganna.
Mývatns- og Laxársvæðið
Eins og fyrr sagði er Mývatns- og
Laxársvæðið viðurkennt Ramsar-
svæði og hefur það notið alþjóðlegr-
ar verndar frá 2. apríl 1978. Allt land-
svæðið sem varð að Ramsarsvæði
var verndað með sérstökum lögum
árið 1974, sbr. lög nr. 36/1974 um
verndun Mývatns og Laxár í Suður-
Þingeyjarsýslu. Ramsarsvæðið sem
slíkt nær yfir svæðið innan fjalla-
hringsins, þ.e. að Kröflu í norðri og
suður fyrir Kráká, að hreppamörk-
um í vestri og austur í Búrfellshraun.
Lögin frá 1974 voru hins vegar leyst
af hólmi með lögum nr. 97/2004 um
verndun Mývatns og Laxár í Suður-
Þingeyjarsýslu. Landfræðilegt gildis-
svið laga nr. 97/2004 er á ákveðinn
hátt takmarkaðra en gildissvið laga
nr. 36/1974 en öll ákvæði þeirra
laga giltu um Skútustaðahrepp og
þar með var allt vatnasvið Mývatns
og allt Ramsarsvæðið verndað með
sérstökum lögum. Lög nr. 97/2004
vernda fyrst og fremst vatnsyfirborð
Mývatns og Laxár og 200 m svæði
umhverfis Mývatn og Laxá, svo og
þau votlendi sem liggja að Mývatni,
sbr. nánar 2. gr. laganna. Ef gildis-
svið nýju laganna er borið saman
við skilgreiningu Ramsarsvæðisins,
sem upphafleg verndun var miðuð
við og endurspeglaðist í lögum nr.
36/1974, vernda nýju lögin einvörð-
ungu 20% eða minna af upphaf-
lega Ramsarsvæðinu. En vissulega
njóta mikilvægustu votlendissvæðin
áfram verndar að íslenskum rétti
þótt ekki verði framhjá því litið
að stærsti hluti alþjóðlega Ramsar-
svæðisins nýtur nú ekki sérstakr-
ar verndar lögum samkvæmt og
vatnasviðið sem heild nýtur tak-
markaðrar verndar. Hvorki laga-
frumvarpið sem varð að lögum nr.
97/2004 né önnur lögskýringargögn
bera það með sér að efni ályktunar
nr. VIII.20 hafi verið sérstaklega
skoðað vegna þessarar breytingar á
lagalegri verndun Ramsarsvæðisins
að íslenskum rétti. Strangt tekið var
það ekki nauðsynlegt þar sem mörk
alþjóðlega Ramsarsvæðisins eru enn
óbreytt. Á hitt er að líta að dregið
hefur verið úr lagalegri verndun
Ramsarsvæðisins Mývatns og Laxár
að íslenskum rétti og spurningin
sem þarf að svara er fyrst og fremst
sú hvort Ísland uppfylli nú þau
ákvæði Ramsarsamningsins sem
kveða á um verndun Ramsarsvæða.
Niðurstaða um gildissvið laga nr.
97/2004 virðist hafa ráðist af þrem-
ur atriðum: Í fyrsta lagi af pólitískri
málamiðlun hagsmunaaðila. Í öðru
lagi var því teflt fram að Ísland hef-
ur á undanförnum áratugum gerst
aðili að mörgum alþjóðlegum samn-
ingum á sviði umhverfisverndar. Í
þriðja lagi með tilvísun til almennra
laga á sviði umhverfis- og nátt-
úruverndar.26 Hvað varðar tilvís-
un til alþjóðlegra samninga á sviði
umhverfisverndar og almennra laga
á sviði umhverfis- og náttúruverndar
er erfitt að sjá hvernig þetta stuðlar
að öruggri verndun Ramsarsvæðis-
ins. Sem svar við þeirri spurningu
sem varpað var fram má efast um að
verndun Ramsarsvæðisins Mývatns
og Laxár sé nú tryggð – a.m.k. gefur
gildissvið laga nr. 97/2004 tilefni til
efasemda.
Dæmi úr réttarframkvæmd
Árið 2004 tók gildi ný reglugerð nr.
879/2004 um Skaftafellsþjóðgarð
sem leysti af hólmi eldri reglugerð
nr. 319/1984 um þjóðgarð í Skafta-
felli, með síðari breytingum, og aug-
lýsingu nr. 215/1975 í B-deild Stjórn-
artíðinda um friðland í Lakagígum.27
Tvennt vekur athygli í reglugerð nr.
879/2004. Í fyrsta lagi að friðlandið
í Lakagígum hafi verið lagt niður og
í öðru lagi lagaheimildin sem stuðst
er við, en vísað er til 4. mgr. 52. gr.
laga nr. 44/1999 um náttúruvernd
í 23. gr. reglugerðar nr. 879/2004
þar sem getið er lagastoðar. Í 4. mgr.
52. gr. segir að umhverfisráðherra
setji, að fenginni tillögu Umhverfis-
stofnunar, reglugerð um meðferð
og rekstur þjóðgarða og umgengni
almennings. Hins vegar er fjallað
um stofnun friðlýstra svæða í 53. gr.
laga nr. 44/1999 en lögin innihalda
hvorki sérstakt ákvæði né nokkrar
leiðbeiningar um það hvaða for-
sendur leggja beri til grundvallar
þegar friðlýsing friðlands er felld
niður. Í reglugerð nr. 879/2004 er
ekki gerð grein fyrir því af hverju
friðlandið Lakagígar var lagt niður.
Í bréfi til umhverfisráðuneytisins,
dags. 29. janúar 2008, var óskað eftir
upplýsingum um rökstuðning að
baki ákvörðuninni um að fella nið-
ur friðlýsinguna og hvort kostnaðar-
og ábatagreining eða annars konar
79 1-4#loka.indd 72 4/14/10 8:50:31 PM