Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 28 Sjá nánar úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir Kárahnjúkavirkjun frá 1. ágúst 2001, t.d. bls. 232. http://www.skipulag.is/ focal/webguard.nsf/key2/sasn5vnfhz.html 29 Sama heimild, bls. 232, 238 og 278. 30 Sjá nánar úrskurð umhverfisráðherra frá 20. desember 2001. http://www. rettarheimild.is/ Umhverfis/UrskurdirRaduneytisins/2001/01/01/nr/836 31 Sjá nánar 9. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. 32 Sama heimild, 16. gr. 33 Sama heimild, 19. gr. hagkvæmnigreining hefði legið til grundvallar þeirri ákvörðun. Í svari ráðuneytisins, dags. 12. febrúar s.á., kom fram að ráðuneytið hefði ekki undir höndum rökstuðning eða upplýsingar hvað þetta varðaði á efnislegu formi né heldur kostn- aðar- og ábatagreiningu. Þótt svar ráðuneytisins sé í skötulíki er ekki óvarlegt að draga þá ályktun að ekki hafi legið fyrir viðunandi mat á verndargildi Lakagíga áður en ákvörðun um að fella niður frið- lýsinguna var tekin. Þar af leiðandi hafi undirbúningi þessarar ákvörð- unar verið ábótavant þar sem ekki virðist hafa farið fram nein rann- sókn áður en hún var tekin. Svo virðist sem ákvörðunin hafi fyrst og fremst verið tekin á stjórnunarleg- um forsendum en Lakagígar urðu hluti af Skaftafellsþjóðgarði með reglugerð nr. 879/2004. Árið 2003 var mörkum friðlands- ins Kringilsárrana breytt og frið- landið minnkað, sbr. auglýsingu nr. 181/2003 í B-deild Stjórnartíð- inda um friðlýsingu Kringilsárrana, Norður-Múlasýslu. Tilvitnuð auglýs- ing nr. 181/2003 er sett með stoð í 1. tölulið 53. gr. laga nr. 44/1999 sem inniheldur heimild til þess að stofna friðlönd. Þótt ekki komi það fram í auglýsingu nr. 181/2003, var fyrir- hugað Hálslón28 ástæða þess að mörkum friðlandsins Kringilsár- rana var breytt en svæðið var upp- haflega friðlýst vegna mikilvægis þess fyrir hreindýr. Eins og alkunna er lagðist Skipulagsstofnun gegn Kárahnjúkaframkvæmdinni vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um ein- staka þætti hennar. Meðal ann- ars voru upplýsingar um hrein- dýrastofninn ekki taldar nægar og ítrekað að svæðið væri friðland.29 Úrskurðinum var skotið til umhverf- isráðherra sem komst að gagnstæðri niðurstöðu þann 20. desember 2001. Fallist var á framkvæmdina með skilyrðum. Eitt þeirra varðaði vökt- un hreindýra. Það sem vekur hins vegar athygli í úrskurði ráðherra er þögnin um friðlandið Kringilsár- rana. Einungis segir að svæðið sé friðlýst, það sé friðland hreindýra og að um 4,1 km2 gróins lands með 10% gróðurþekju fari undir Hálslón.30 Í áður tilvitnuðu bréfi til umhverf- isráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2008, var einnig óskað eftir upp- lýsingum um þær röksemdir sem lágu að baki ákvörðun um að breyta mörkum friðlands í Kringilsárrana. Í svari ráðuneytisins kom fram að það hefði ekki undir höndum rök- stuðning eða upplýsingar um það á efnislegu formi. Ekki lá heldur fyrir kostnaðar- og ábatagreining vegna þessarar breytingar. Ástæður þess að mörkum friðlandsins Kringilsár- rana var breytt eru hins vegar ljós- ar, þ.e. að tryggja að ekki yrði farið á svig við friðlýsingarskilmálana vegna staðsetningar Hálslóns. Með breyttum mörkum friðlandsins var Hálslón á ófriðlýstu landi. Hins vegar er óhætt að fullyrða að undir- búningi þessarar ákvörðunar hafi verið ábótavant, eins og í dæminu um Lakagíga. Að lokum er rétt að víkja að mikil- vægi skipulagsáætlana sem stjórn- tækis umhverfis- og náttúruverndar. Nýverið reyndi á mikilvægi friðlýs- ingar Ramsarsvæðis í tengslum við gerð aðalskipulags. Eins og kunnugt er hafa skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.a. að markmiði „að stuðla að skynsamlegri og hag- kvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru og menn- ingarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi”, eins og segir í 1. gr. laganna. Landið allt er skipulagsskylt31 og bera við- komandi sveitarfélög ábyrgð á gerð skipulagsáætlana, þ.m.t. gerð að- alskipulags.32 Aðalskipulag er háð staðfestingu umhverfisráðherra og tekur staðfestingin gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.33 Eins og nefnt hefur verið er Grunnafjörður friðlýstur samkvæmt auglýsingu nr. 548/1994 og er svæðið einnig við- urkennt Ramsarsvæði. Með auglýs- ingu nr. 743/2007 í B-deild Stjórnar- tíðinda, frá 15. ágúst 2007, um 2. mynd. Víðerni Kringilsárrana sem nú eru komin undir Hálslón. Snæfell í bakgrunni. Ljósm.: Þorfinnur Sigurgeirsson. 79 1-4#loka.indd 73 4/14/10 8:50:38 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.