Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 73
73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
28 Sjá nánar úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir
Kárahnjúkavirkjun frá 1. ágúst 2001, t.d. bls. 232. http://www.skipulag.is/
focal/webguard.nsf/key2/sasn5vnfhz.html
29 Sama heimild, bls. 232, 238 og 278.
30 Sjá nánar úrskurð umhverfisráðherra frá 20. desember 2001. http://www.
rettarheimild.is/ Umhverfis/UrskurdirRaduneytisins/2001/01/01/nr/836
31 Sjá nánar 9. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
32 Sama heimild, 16. gr.
33 Sama heimild, 19. gr.
hagkvæmnigreining hefði legið til
grundvallar þeirri ákvörðun. Í svari
ráðuneytisins, dags. 12. febrúar s.á.,
kom fram að ráðuneytið hefði ekki
undir höndum rökstuðning eða
upplýsingar hvað þetta varðaði á
efnislegu formi né heldur kostn-
aðar- og ábatagreiningu. Þótt svar
ráðuneytisins sé í skötulíki er ekki
óvarlegt að draga þá ályktun að
ekki hafi legið fyrir viðunandi mat
á verndargildi Lakagíga áður en
ákvörðun um að fella niður frið-
lýsinguna var tekin. Þar af leiðandi
hafi undirbúningi þessarar ákvörð-
unar verið ábótavant þar sem ekki
virðist hafa farið fram nein rann-
sókn áður en hún var tekin. Svo
virðist sem ákvörðunin hafi fyrst og
fremst verið tekin á stjórnunarleg-
um forsendum en Lakagígar urðu
hluti af Skaftafellsþjóðgarði með
reglugerð nr. 879/2004.
Árið 2003 var mörkum friðlands-
ins Kringilsárrana breytt og frið-
landið minnkað, sbr. auglýsingu
nr. 181/2003 í B-deild Stjórnartíð-
inda um friðlýsingu Kringilsárrana,
Norður-Múlasýslu. Tilvitnuð auglýs-
ing nr. 181/2003 er sett með stoð í 1.
tölulið 53. gr. laga nr. 44/1999 sem
inniheldur heimild til þess að stofna
friðlönd. Þótt ekki komi það fram
í auglýsingu nr. 181/2003, var fyrir-
hugað Hálslón28 ástæða þess að
mörkum friðlandsins Kringilsár-
rana var breytt en svæðið var upp-
haflega friðlýst vegna mikilvægis
þess fyrir hreindýr. Eins og alkunna
er lagðist Skipulagsstofnun gegn
Kárahnjúkaframkvæmdinni vegna
umtalsverðra umhverfisáhrifa og
ófullnægjandi upplýsinga um ein-
staka þætti hennar. Meðal ann-
ars voru upplýsingar um hrein-
dýrastofninn ekki taldar nægar og
ítrekað að svæðið væri friðland.29
Úrskurðinum var skotið til umhverf-
isráðherra sem komst að gagnstæðri
niðurstöðu þann 20. desember 2001.
Fallist var á framkvæmdina með
skilyrðum. Eitt þeirra varðaði vökt-
un hreindýra. Það sem vekur hins
vegar athygli í úrskurði ráðherra
er þögnin um friðlandið Kringilsár-
rana. Einungis segir að svæðið sé
friðlýst, það sé friðland hreindýra og
að um 4,1 km2 gróins lands með 10%
gróðurþekju fari undir Hálslón.30
Í áður tilvitnuðu bréfi til umhverf-
isráðuneytisins, dags. 12. febrúar
2008, var einnig óskað eftir upp-
lýsingum um þær röksemdir sem
lágu að baki ákvörðun um að breyta
mörkum friðlands í Kringilsárrana.
Í svari ráðuneytisins kom fram að
það hefði ekki undir höndum rök-
stuðning eða upplýsingar um það á
efnislegu formi. Ekki lá heldur fyrir
kostnaðar- og ábatagreining vegna
þessarar breytingar. Ástæður þess
að mörkum friðlandsins Kringilsár-
rana var breytt eru hins vegar ljós-
ar, þ.e. að tryggja að ekki yrði farið
á svig við friðlýsingarskilmálana
vegna staðsetningar Hálslóns. Með
breyttum mörkum friðlandsins var
Hálslón á ófriðlýstu landi. Hins
vegar er óhætt að fullyrða að undir-
búningi þessarar ákvörðunar hafi
verið ábótavant, eins og í dæminu
um Lakagíga.
Að lokum er rétt að víkja að mikil-
vægi skipulagsáætlana sem stjórn-
tækis umhverfis- og náttúruverndar.
Nýverið reyndi á mikilvægi friðlýs-
ingar Ramsarsvæðis í tengslum við
gerð aðalskipulags. Eins og kunnugt
er hafa skipulags- og byggingarlög
nr. 73/1997 m.a. að markmiði „að
stuðla að skynsamlegri og hag-
kvæmri nýtingu lands og landgæða,
tryggja varðveislu náttúru og menn-
ingarverðmæta og koma í veg fyrir
umhverfisspjöll og ofnýtingu, með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi”, eins
og segir í 1. gr. laganna. Landið
allt er skipulagsskylt31 og bera við-
komandi sveitarfélög ábyrgð á gerð
skipulagsáætlana, þ.m.t. gerð að-
alskipulags.32 Aðalskipulag er háð
staðfestingu umhverfisráðherra og
tekur staðfestingin gildi við birtingu
í B-deild Stjórnartíðinda.33 Eins og
nefnt hefur verið er Grunnafjörður
friðlýstur samkvæmt auglýsingu nr.
548/1994 og er svæðið einnig við-
urkennt Ramsarsvæði. Með auglýs-
ingu nr. 743/2007 í B-deild Stjórnar-
tíðinda, frá 15. ágúst 2007, um
2. mynd. Víðerni Kringilsárrana sem nú eru komin undir Hálslón. Snæfell í bakgrunni.
Ljósm.: Þorfinnur Sigurgeirsson.
79 1-4#loka.indd 73 4/14/10 8:50:38 PM