Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 75
75 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Votlendi og vaðfuglar í ljósi landnotkunar Tómas Grétar Gunnarsson Ritrýnd grein Inngangur Fyrir 35 árum birtist kafli um vist- fræði íslenskra votlendisfugla í bók Landverndar um votlendi.1 Þar var fjallað almennt um útbreiðslu, búsvæðanotkun og lífshætti helstu votlendisfugla eftir því sem best var þekkt. Tveir stærstu hópar fugla í votlendi hér á landi eru and- fuglar (Anseriformes) og vaðfuglar (Charadrii). Óhætt er að segja að á þessu tímabili hafi ekki orðið stórstígar framfarir í rannsóknum og almennri þekkingu á tengslum votlendis og vaðfugla á Íslandi, en á sama tíma hefur grunnþekkingu á vistfræði andfugla fleygt veru- lega fram.2,3 Í því samhengi hafa rannsóknir við Mývatn lagt mikið til málanna.4,5 Enn skortir grunn- þekkingu á búsvæðanotkun flestra tegunda vaðfugla að því marki að hún hafi forspárgildi. Það hlýtur að vera keppikefli náttúrurannsókna að komast lengra en að einföld- um lýsingum á ástandi og öðlast dýpri skilning á orsakasamhengi. Á Íslandi verpur stór hluti heimsstofns nokkurra tegunda vaðfugla, svo sem heiðlóu (Pluvialis apricaria) og spóa (Numenius phaeopus). Meginþorri vaðfugla verpur á láglendi undir Þéttleiki vaðfugla á Íslandi er einstakur. Milt veðurfar, frjósemi og víðáttu- mikið skóglaust landslag, mótað af búsetu manna, stuðla að þessari sérstöðu. Ljóst er að vaðfuglar eru mjög háðir votlendi. Margt er þó óvíst um hvernig þeim tengslum er háttað og hvernig vaðfuglar nýta votlendi og önnur bú- svæði í tíma og rúmi. Hér er sagt frá nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði á mismunandi mælikvörðum. Talsverður munur er á meðalþéttleika vaðfugla í votlendi á láglendi eftir landshlutum. Minnstur er þéttleikinn vestanlands og austan, um hálfur vaðfugl á hektara, en hæstur á Suðurlandi, um 2,5 vaðfuglar á hektara að meðaltali. Einnig er mikill þétt- leiki á flatneskjum Skagafjarðar, Eyjafjarðar, Skjálfanda og Öxarfjarðar, um tveir vaðfuglar á hektara í votlendi. Þó er mikill breytileiki innan svæða og vaðfuglaríkir blettir finnast í öllum landshlutum. Óvíst er af hverju þessi munur stafar en líklegt er að frjósemi jarðvegs og vatnafar skipti miklu máli. Grónar áreyrar, sem eru fremur sjaldgæft búsvæði, má einnig flokka sem votlendi en þær eru höfuðvígi spóa. Talsverður landshlutabundinn munur er á útbreiðslu áreyra en þær eru víðáttumestar á Suðurlandi, við Öxarfjörð og á Úthéraði. Á staðbundnari mælikvarða sýna vaðfuglar ótvíræða sækni í vatn. Landslagseinkenni eins og þéttleiki tjarna og vatnsstaða í skurðum spá fyrir um viðveru vaðfugla á einstökum blettum og jafnvel varpárangur hvort sem búsvæði flokkast sem votlendi eður ei. Þá er það einnig talsvert breyti- legt eftir tíma hversu mikið fullorðnir vaðfuglar nýta votlendi, m.a. vegna þess að þeir eru misbundnir yfir umönnun eggja og unga. Innan votlend- issvæða skiptir breytileiki búsvæða miklu máli. Rannsóknir á búsvæðavali jaðrakana á smáum mælikvarða sýna að varpfuglar finna hreiðrinu stað innan um háan gróður úti í einsleitum mýrum. Jaðrakanaungar sækja hins vegar í þurrari teyginga af gras- og blómlendi þar sem þýfi er meira, gróður hærri og fæðuframboð mun meira en úti í mýrunum. Sambreyskja votlendis og þurrara graslendis virðist því vera ákjósanlegt búsvæði fyrir vaðfugla. Vaðfuglar eru áberandi hópur í vistkerfi Íslands og ofarlega í fæðukeðjum. Þeir eru auðtaldir og útbreiddir og fylgja næringarstigi á stórum á smáum mælikvörðum. Þekking á tengslum vaðfuglastofna við umhverfi sitt getur gegnt lykilhlutverki við aðkallandi kortlagningu líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi og ráðstöfun landgæða á tímum mikilla breytinga á landnotkun. Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 75–86, 2010 79 1-4#loka.indd 75 4/14/10 8:50:39 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.