Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 78
Náttúrufræðingurinn 78 að haga búsvæðavernd fyrir þenn- an hóp fugla. Að jafnaði er t.d. þrisvar til fimm sinnum vænlegra að varðveita votlendi af tiltekinni stærð á Suðurlandi eða Norðurlandi en á Vesturlandi eða Austurlandi. Áhugavert er að velta fyrir sér af hverju þessi munur milli landshluta er á þéttleika vaðfugla í votlendi. Líklega er um að ræða grundvall- armun á frjósemi lands sem skilar sér upp í gegnum fæðukeðjur og hefur áhrif á fæðuframboð mófugla og þar með hversu algengir þeir eru. Vaðfuglaríkustu votlendissvæðin eiga það sameiginlegt að landslag þeirra er mótað af nálægð við stór- fljót, t.d. Þjórsá, Ölfusá, Héraðsvötn, Eyjafjarðará, Svarfaðardalsá, Laxá í Aðaldal og Jökulsá á Fjöllum. Flest eru þessi svæði flæðimýrar eða dal- botnamýrar (eða áreyrar, sjá aftar) sem væntanlega hafa mikið gegn- umstreymi af steinefnaríku vatni. Þá er líklegt að áhrifa áfoks og nálægð- ar við gosbelti (t.d. öskufalls) gæti síður á Austurlandi og Vesturlandi þar sem þéttleiki vaðfugla í votlendi er minni. Þá er sýrustig jarðvegs almennt hærra sunnan lands og norðan en fyrir vestan og austan31 en algeng fæðudýr vaðfugla, t.d. ánamaðkar þrífast illa í súrum jarð- vegi.32 Áfok virðist halda sýrustigi nokkuð uppi31,32 en það gæti verið meðal þeirra þátta sem skýra það mynstur sem hér er lýst í þéttleika vaðfugla. Þörf er á ítarlegri rann- sóknum á sambandi landshátta eins og jarðvegsgerðar og vatnafars við fjölbreytni og lífmagn fugla til að skýra þetta betur. Við þetta má bæta að hlutfall kolefnis og niturs (C/N), sem oft er notað sem mælikvarði á frjósemi jarðvegs t.d. 34 (lægra hlutfall = meiri frjósemi), er hærra í flóamýr- um og útkjálkamýrum eins og þeim sem eru ríkjandi á Austurlandi og Vesturlandi en í flæðimýrum og dalbotnamýrum sem eru algengar um sunnan- og norðanvert landið (Hlynur Óskarsson, munnl. uppl.). Hér má nefna fremur sjaldgæfa og staðbundna landgerð sem yfir- leitt ætti að flokkast sem votlendi. Þetta eru grónar áreyrar en þær eru algengastar meðfram stærri jökul- ám. Jökulár sem ekki er stýrt (t.d. með vatnsmiðlunum eða flóðgörð- um) eiga það til að flæmast á eyr- um og rjúfa gróðurframvindu. Al- gengt framvindustig á áreyrum eru hrossanálarflesjur, oft með víðirunn- um (Salix) og vatnskílum. Þetta búsvæði virðist henta afskaplega vel fyrir spóa og má færa fyrir því rök að stór hluti heimsstofns spóa verpi á þessu búsvæði á Íslandi.7,26 Mikill landshlutamunur er á fram- boði gróinna áreyra en þær eru umfangsmestar á Suðurlandi, svo sem í Skaftafellssýslum og meðfram Markarfljóti og Þjórsá, við Öxarfjörð og á Úthéraði. Rannsóknir erlendis sýna að stýring jökuláa getur ger- breytt gróðurframvindu á áreyrum og því sérstæða dýralífi sem þar finnst við hinar óstöðugu aðstæð- ur.35,36,37 Í samhengi við landshluta- bundinn mun á þéttleika er fróðlegt að velta fyrir sér tegundafjölbreytni vaðfugla í votlendi. Fyrst má spyrja hvort þéttleiki vaðfugla og tegunda- fjölbreytni haldist í hendur. Eru það sömu votlendisblettir sem hafa bæði fleiri tegundir og meiri heildarþétt- leika vaðfugla? Ef algengustu vað- fuglategundir svara þéttleika eigin tegundar og annarra á svipaðan hátt og ef búsvæðasérhæfing einstakra tegunda er ekki mjög áberandi, má búast við að þéttleiki aukist jafnhratt og fjöldi tegunda. Sú er einmitt raun- in (2. mynd), en þéttleiki vaðfugla í votlendi eykst í beinu hlutfalli við fjölda tegunda á því bili tegunda- fjölda sem hér var mælt. Það eru því sömu votlendisblettir sem hafa bæði fleiri tegundir og meiri heildarþétt- leika vaðfugla. Að ofan kom í ljós að ekki var munur á þéttleika vaðfugla í hrísmýrum og starmýrum heldur fremur landshlutabundinn munur á þéttleika. En hvað með tegundafjöl- breytni? Þó að tegundafjölbreytni og heildarþéttleiki vaðfugla haldist í hendur ef allir blettir eru skoð- aðir saman, útilokar það ekki að munur sé á tegundafjölbreytni eftir * Tómas G. Gunnarsson o.fl. 2006.7 Þar má einnig sjá kort af staðsetningu mælipunkta. – See Tómas G. Gunnarsson et al 2006 7 for details and a map with the sampling plot positions. ** SPSS 12.0.1 Landsvæði – Area Meðaltal (stfrv.) – Mean (st. dev.) Fjöldi mælipunkta – n Austurland – East Iceland 0,54 (0,595) 22 Breiðafjörður – Breidafjordur 0,45 (0,522) 11 Faxaflói – Faxafloi 0,89 (0,894) 38 Norðausturland – North East Iceland 1,44 (1,424) 9 Norðurland – North Iceland 1,92 (1,801) 13 Suðurland – South Iceland 2,54 (3,555) 22 Alls – Total 115 1. tafla. Mat á þéttleika vaðfugla í votlendi (fuglar/ha) á helstu láglendissvæðum (undir 200 m y.s.). Beitt var punkttalningum*. Tveimur algengum hópum votlendis* var steypt saman þar eð ekki reyndist munur á þéttleika vaðfugla milli þeirra (t = -0,14, P = 0,89, frítölur = 113). Marktækur munur var á meðalþéttleika milli landshluta (F5,114 = 3,98, P = 0,002). Minnstur var þéttleikinn á Austurlandi og Vesturlandi en meiri á Suður- landi, Norðurlandi og Norðausturlandi. Beinn samanburður (LSD** post-hoc t-próf) leiddi í ljós að þéttleiki vaðfugla á Suðurlandi og Norðurlandi var jafnan marktækt (mið- að við P = 0,05) meiri en á Austurlandi og á báðum svæðunum á Vesturlandi, en Norð- austurland var ekki marktækt frábrugðið öðrum svæðum. – Mean density (waders/ha) of waders in wetlands in major lowland basins (under 200 m a.s.) around Iceland. Two most common groups of wetlands*, marshes and dwarf-birch bogs, were grouped as there was not a significant difference in density between them. There was, however, a signifi- cant difference in density between areas; S-Iceland and N-Iceland had significantly higher density than W-Iceland (Breidafjordur + Faxafloi) and E-Iceland. NE-Iceland was intermediate. 79 1-4#loka.indd 78 4/14/10 8:50:42 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.