Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 91

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 91
91 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags metnar í flugnagildrum innan við eina stærðargráðu en bitmýs um tvær stærðargráður (> 100-faldur munur)19 (6. mynd). Fæðuvefur Laxár Í Laxá eru lífrænar og ólífrænar agnir sem rekur niður ána en eiga upptök sín í Mývatni (7. mynd). Agnirnar eru grot og lifandi þörungar sem berast undan straumnum niður í Laxá. Grotið er annaðhvort upprót- að set eða dauðir þörungar sem eru í vatninu. Þessar agnir eru fæða bit- mýslirfanna í ánni. Lirfur mývargs (bitmýs) (S. vittatum) eru með háfa á munnlimnum sem veiða agnir á floti í vatninu.22 Lirfurnar eru sérhæfðar til að taka slíka fæðu, og má segja að engir aðrir slíkir síarar séu í ám hér en þá er enginn kísilþörungafram- leiðsla í vatninu.31 Mjög takmarkaðar upplýsingar eru til um fæðu rykmýslirfa í Laxá. Fæða nokkurra Orthocladius conso- brinus frá Helluvaði og Eukiefferiella minor úr Miðkvísl var skoðuð frá 1978, og var grot (65% og 80%) og kísilþörungar (35% og 20%) fæða þeirra, en engir græn- eða bláþör- ungar fundust (8. mynd). Algeng- ustu ættkvíslirnar voru Fragillaria, Epithemia og Synedra. Aðrar ættkvísl- ir hjá báðum tegundunum voru Rhoicosphenia, Cocconeis og Cymbella. Í görnum E. minor fundust einnig Gomphonema og í görnum O. con- sobrinus fundust Achanthes. Kísilþör- ungarnir voru allri botnþörungar, en nokkrir koma einnig fyrir í svifi. Fæðuvefur Laxár einkennist af einföldum brautum, þar sem mý- vargurinn er í aðalhlutverki. E. mi- nor var ríkjandi rykmýstegund í Laxá (9. mynd). Auk þess voru í aukahlutverkum 28 tegundir ryk- mýs.26 Flestar rykmýstegundir lifa á botnþörungum (ásætuþörungum á steinum), en nokkrar eru rándýr á mýlirfum og svo eru tvær aðr- ar tvívængjutegundir, lækjarfluga (Limnophora riparia) og strandfluga (Clinocera stagnalis). Auk þessara rándýra komu fyrir tvær blóðsugu- tegundir.25 Fjórar tegundir vorflugna voru í ánni og lifðu flestar á groti, en líklega var risaváran (Potamophylax cingulatus) einnig rándýr á öðrum vorflugum og mýi (9. mynd). Fæða urriða í Laxá var rannsökuð yfir vaxtartímann 1992 og var að með- altali, miðað við fjölda fæðueininga í maga, um 56% bitmýslirfur, 22% rykmýslirfur, 11% vatnabobbi (Radix peregra) og önnur dýr 11%; þetta var óháð aldri urriðans.32,33 Hlutdeild bitmýs í fæðu urriða var meiri efst í Laxá (65%) en í Laxárdal (57%).33 Aðeins þegar bitmýið er flogið upp fengu rykmýslirfur og vatnabobb- ar meira vægi í fæðu hans. Þegar urriðinn stækkaði leitaði hann að stærri bitmýslirfum en sneri sér ekki að fiski, eins og algengt er með urriða sem verður stórvaxinn (> 60 cm langur).32 Marktækt jákvætt samband fannst milli bitmýsveiði 6. mynd Chironomidae N um be r 0 50000 100000 150000 Dragsey(outlet) Helluvad (5km) S. vittatum 19 76 19 78 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 N um be r 0 100000 200000 300000 400000 Dragsey (outlet) Helluvad (5 km)F jö ld i / N um be r r ll v ð (4,5km) ð (4,5k 6. mynd. Veiði rykmýs og bitmýs í flugnagildrur við Laxá í Miðkvísl og á Helluvaði 4,5 km frá útfalli. Stærðarskali y-áss er ekki sá sami á myndunum. – Window trap catches of Chironomidae and S. vittatum at the outlet and at Helluvad (4,5 km downstream). Note that the scales on the y-axes are not the same. á landi. Fæða bitmýslirfa er sú sama og er á reki í ánni og í svipuðum hlutföllum (7. mynd). Samsetning svifagnanna og fæðu vargslirfanna bendir til þess að fæða eigi uppruna sinn að miklu leyti á botni Mývatns. Þarna eru botnkísilþörungarnir Frag- illaria construens og aðrar Fragillaria- tegundir auk kísilþörungaskelja og grots. Aðrar kísilþörungategundir voru úr svifi eins og Stephanodiscus hantzschii, Nitzschia spp., Synedra spp. og Rhoicosphenia curvata. Blá- þörungurinn Anabaena flos aquae og grænþörungar eins og Pediastrum spp. voru upprunnir í svifi Mývatns. Í janúar, meðan Mývatn er ísilagt, er hlutfall kísilþörunga, grots og kísilþörungaskelja mjög hátt, sem bendir til þess að fæðan sé þá að miklu leyti ættuð af botni Mývatns, 79 1-4#loka.indd 91 4/14/10 8:50:59 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.