Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 97

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 97
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Áhrifavaldar í stjórnkerfi og menntastofnunum hafa þó lítt við- urkennt þessa hugmyndafræði, af- greitt hana sem sérvisku, og stöðugt haldið lengra á vit tækni og vísinda og trúað á vitrænan mátt sinn og megin á öllum sviðum lífsins. Eða hvað? Sálþróunarkenning Í sálþróunarkenningunni leggur Roger Ulrich út af vangaveltum um þróun mannsins í náttúrunni. Hann telur, í ljósi þróunar, að maðurinn hafi eðlislæga þörf fyrir að vera úti í náttúrunni.3 Í raun sé þörfin svo sterk að líta megi á náttúruna sem hans raunverulega heimili og hún sé manninum nauðsynleg til að viðhalda andlegu og líkamlegu heil- brigði. Kenningin gerir ráð fyrir að þeg- ar fólk kemur í náttúrlegt umhverfi skipti tilfinningalegt ástand þess og fortíð miklu máli. Hvort tveggja hafi afgerandi áhrif á hvaða áreiti í umhverfinu fangi athygli þess og hvernig henni sé viðhaldið. Þegar skynjun á umhverfinu kemst til vit- undarinnar vakni upp skjót tilfinn- ingaviðbrögð (e. affective response), svo sem ótti, hrifning eða áhugi, sem ýti undir tiltekna hegðun eða tilfinn- ingu. Með vísun í verk sálfræðings- ins Roberts Zajonc9 gerir Ulrich ráð fyrir að tilfinningaviðbrögðin séu nánast þau sömu meðal alls fólks. Um sé að ræða meðfædd viðbrögð, aðlögun að sjónrænum vísbending- um og áreitum í umhverfinu, svo sem umfangi, dýpt, fjölbreytileika, ýmiss konar munstrum, vatni og gróðri. Þessi viðbrögð hafi verið að þróast í milljónir ára og eigi sér stað með slíkum hraða að lítil sem engin hugræn úrvinnsla upplýsinga nái að fara fram. Viðbrögðin örvi ósjálfrátt tauga- kerfi líkamans sem aftur leiði til þess að vitsmunalegir ferlar, svo sem fyrri reynsla og minni, taki að fléttast inn í atburðarásina. Það sé svo háð að- stæðum hverju sinni hvort samræmi eða misræmi reynist vera á milli við- bragða og þeirra vitsmunalegu ferla sem eru í gangi. Eða, með öðrum orðum, að aðstæður sem virðist aðlaðandi við fyrstu sýn reynist það ekki þegar betur er að gáð og öfugt. Eftir að nauðsynleg samræming hafi farið fram skapist hvatir sem séu forsenda hegðunar, eða virkni, sem stuðlar að hámarks lífvænleika og heilbrigði. Slík hegðun geti spannað allt frá fráreitishegðun (e. avoidance behaviour), þ.e. þegar viðkomandi kýs að flýja tilteknar aðstæður, til nándarhegðunar (e. approach behav- iour) sem felist í því að vilja nálgast betur og njóta þeirra aðstæðna sem fyrir hendi eru. Kenningin gerir ráð fyrir að oftast eigi hugræn úrvinnsla sér stað að einhverju leyti. Þrátt fyrir það getur, í sumum tilfellum, hegðun og virkni verið bein afleiðing tilfinningavið- bragðanna. Á það sérstaklega við þegar hinar sjónrænu vísbending- ar eða áreiti vekja upp mjög sterk viðbrögð, til dæmis ef skyndileg hætta steðjar að. Slíkar aðstæður geta krafist svo skjótra viðbragða að vitsmunalegir ferlar eða hugræn úrvinnsla myndu hreinlega ógna lífi eða heilbrigði einstaklingsins. Dæmi um slíkt er göngugarpur sem skyndilega áttar sig á að hann er við það að stíga fram af bjargbrún. Skjót, meðfædd hræðsluviðbrögð kalla þá strax fram viðeigandi fráreitishegð- un. Umsvifalaust nemur hann stað- ar og stígur jafnvel skref til baka frá brúninni. Við slíkar aðstæður er flókin úrvinnsla hugrænna upp- lýsinga víðs fjarri og kemur ekki til kasta hennar fyrr en eftir að hættan er liðin hjá. Náttúrlegt umhverfi laðar fram geysilega fjölbreytta hegðun. Upp- lifun þar hefur bæði jákvæð og nei- kvæð áhrif, allt eftir því hvort fólk skynjar náttúruna sem aðlaðandi eða ógnandi með tilliti til lífvæn- leika og heilbrigðis. Þess vegna er í kenningunni gerð grein fyrir nokkr- um gerðum náttúrlegs umhverfis og hvernig þær laða fram ólíka hegðun. Þar hefur áhugi og athygli vísinda- manna helst beinst að streitulos- andi áhrifum náttúrunnar, en sam- kvæmt kenningunni er streita ferli sem fer í gang við aðstæður þar sem lífvænleika eða heilbrigði er ógnað. Margvíslegir kvillar fylgja streituferlinu svo sem neikvæðar tilfinningar og tímabundnar lífeðlis- fræðilegar breytingar, til dæmis í hjarta- og æðakerfi, hormónakerfi, vöðvum og stoðkerfi. Einkenni streitulosandi aðstæðna eru að þær laða fram hæfilega mikla forvitni eða áhuga hjá fólki og eru einnig rólegar og friðsælar. Þær hafa tilteknar sjónrænar vísbend- ingar, svo sem hóflega dýpt og fjöl- breytileika og einhver áreiti sem skera sig úr og fanga athygli fólks, eins og til dæmis gróður og vatn. Þegar slík sýn blasir við augum streitts einstaklings taka neikvæðar tilfinningar að víkja fyrir jákvæð- um, neikvæðar hugsanir eru hindr- aðar og það dregur úr líkamlegum streitueinkennum. Nokkur fjöldi rannsókna hefur verið gerður í því skyni að prófa sálþróunarkenninguna. Flestar þeirra hafa þó farið fram við til- raunaaðstæður og hafa þær gefið til kynna ólíkt munstur tilfinningalegra og lífeðlisfræðilegra viðbragða eftir því hvers konar umhverfi blasir við fólki. 3. mynd. Rennandi vatn laðar fram milda hrifningu. Ljósm.: Andrés Skúlason. 79 1-4#loka.indd 97 4/14/10 8:51:23 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.