Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 98

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 98
Náttúrufræðingurinn 98 Í einni rannsókn voru streittir há- skólanemendur, sem nýkomnir voru úr erfiðu prófi, beðnir að meta til- finningalegt ástand sitt fyrir og eftir 18 mínútna myndasýningu. Niður- stöðurnar sýndu að þeir nemendur sem horfðu á myndir teknar í nátt- úrunni fundu fyrir mun jákvæðari tilfinningalegum áhrifum og minni streitu að því loknu en þeir sem höfðu horft á myndir af borgarum- hverfi.10 Svipaðar niðurstöður voru uppi á teningnum hjá Hartig og fé- lögum þar sem þátttakendur sýndu marktækt jákvæðari tilfinningaleg viðbrögð eftir myndasýningu úr náttúru en borg.11 Í rannsókn Ul- rich og félaga12 voru þátttakendur beðnir að horfa á streituvekjandi sjónvarpsmynd um vinnuslys og í kjölfarið var sýnt 10 mínútna myndband af náttúru eða borg. Í rannsókninni voru lífeðlisfræðileg viðbrögð mæld, svo sem hjartslátt- ur, vöðvaspenna og leiðni húðar, og í ljós kom að náttúrlegt umhverfi dró marktækt meira úr streituvið- brögðum en borgarumhverfi. Þess- ar niðurstöður hafa verið studdar síðar, svo sem í vettvangsrannsókn Hartig og félaga.13 Þar var fylgst með lífeðlisfræðilegum viðbrögð- um fólks í 50 mínútna göngutúr í náttúrunni eða við erilsama um- ferðargötu í borginni Orange í Kali- forníu, og reyndist blóðþrýstingur vera marktækt lægri hjá þeim hópi fólks sem gekk í náttúrunni. Þá er ótalin þekkt rannsókn sem Ulrich vann á sjúkrahúsi í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hann bar saman hópa sjúklinga sem höfðu gengist undir þvagfæraskurð- aðgerð.14 Í ljós kom að þeir sjúkling- ar sem lágu í herbergjum með útsýni yfir trjágróður dvöldu að jafnaði degi skemur á sjúkrahúsinu eftir aðgerð, kvörtuðu minna og þurftu færri skammta af verkjalyfjum en þeir sem horfðu á steinvegg út um gluggann hjá sér. Ulrich gerði ráð fyrir að útsýni sjúklinganna hefði gert gæfumuninn varðandi bata þeirra og rímar sú niðurstaða vel við niðurstöður rannsókna á áhrifum garðyrkjumeðferðar á bata sjúklinga. Í slíkri meðferð er gengið út frá að ræktun gróðurs, og umgengni við hann, hafi jákvæð sálfræðileg, lík- amleg og félagsleg áhrif á fólk. Kenning um tengsl athygli og endurheimtar Kenning Stephens og Rachel Kaplan um tengsl athygli og endurheimt- ar byggist á hugrænni (e. cogni- tive) nálgun.4 Hún var fyrst sett fram árið 1989 og hefur mikið verið til hennar horft til að varpa ljósi á hvers vegna náttúran hefur svo afgerandi áhrif á fólk. Kenningin er að hluta til byggð á verkum Williams James sem skömmu fyrir aldamótin 1900 skipti athygli upp í sjálfráða og ósjálfráða athygli. Hann gerði ráð fyrir að sú fyrrnefnda krefðist fyrirhafnar og áreynslu en hin síðar- nefnda væri algjörlega fyrirhafn- ar- og áreynslulaus. Sökum þess hversu mikinn rugling hugtök James hafa skapað, töldu Kaplan- hjónin mikilvægt að breyta þeim og í kenningu þeirra er hugtakið bein athygli (e. directed attention) notað í stað sjálfráðrar athygli og hrifning (e. fascination) í stað ósjálf- ráðrar athygli.5 Gengið er út frá því að öll dagleg störf fólks krefjist með einum eða öðrum hætti beinnar athygli og eina leiðin til að viðhalda henni sé að útiloka hugsanir og ytra áreiti sem eru viðfangsefninu óviðkom- andi. Krefst slík útilokun oft ær- innar fyrirhafnar og áreynslu sem mun fyrr eða seinna leiða til þess að andleg þreyta (e. mental fatigue) geri vart við sig. Er ástæða þessa talin eiga sér þróunarfræðilegar skýringar því ef athygli beinist of lengi að sama viðfangsefninu getur skapast aukið varnarleysi gagnvart umhverfinu. Þannig geti hæfni til að beina beinni athygli lengi að tilteknum hlut eða aðstæðum ekki talist ákjósanlegur eiginleiki í þróun- arfræðilegum skilningi.5 Andleg þreyta hefur áhrif á skynj- un, hugsun, hegðun og tilfinningar. Eftir því sem hún eykst minnkar hæfni fólks til að einbeita sér, óþol- inmæði og bráðlyndi eykst, hjálp- semi minnkar, frammistaða dalar og hætta á mistökum eykst. Sé tekin ákvörðun um að taka hlé frá yfir- standandi verkefnum, og hvíla hina beinu athygli um stund, tekur fyr- irhafnar- og áreynslulaus hrifning sjálfkrafa við. Hrifning sprettur því upp við ólíklegustu aðstæður, en hér verður aðeins gerður greinarmunur á harðri hrifningu (e. hard fascination) og mildri hrifningu (e. soft fascination). Sú fyrrnefnda vaknar þegar aðstæð- ur eru hrífandi en um leið mjög krefjandi og gefa ekki svigrúm til annars en að fylgjast með því sem fyrir augu ber, til dæmis ef viðkom- andi er á rokktónleikum. Hins vegar kemur hin síðarnefnda fram við rólegar aðstæður sem einkennast af fegurð, gefa svigrúm til að láta hug- ann reika og fylgjast með því sem fyrir augu ber, til dæmis ef setið er undir steini og horft á sólarlagið.a Um leið og hrifning tekur við af beinni athygli fer ferli endurheimtar af stað, en endurheimt hefur verið skilgreind sem endurnýjun líkamlegr- ar, andlegrar og félagslegrar getu sem minnkað hefur vegna fyrirhafnar eða áreynslu við að mæta yfirstandandi og viðvarandi kröfum.15 Þannig er hrifn- ing drifkraftur endurheimtar sem vinnur á andlegri þreytu. En þótt hrifning sé nauðsynlegur þáttur til að endurheimt geti átt sér stað, er hún ekki nægjanleg ein og sér, því samkvæmt kenningunni þurfa að- stæður samtímis að uppfylla þrjú skilyrði til viðbótar til að geta talist endurheimtandi í þeim skilningi sem hér um ræðir; það er tilfinn- ingu um að vera fjarverandi, um umfang og um samþýðanleika. Að vekja upp tilfinningu um að vera fjarverandi (e. being away) er eitt þeirra skilyrða sem aðstæður verða að bjóða upp á. Með því er átt við að endurheimt getur ekki átt sér stað nema ákveðin fjarlægð hafi skapast frá þeim verkefnum sem a Samkvæmt kenningunni vekur náttúran aðeins upp milda hrifningu og þar sem hún er umfjöllunarefni þessa kafla mun hugtakið hrifning hér eftir takmarkast við milda hrifningu. 79 1-4#loka.indd 98 4/14/10 8:51:23 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.