Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 99

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 99
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags orsaka andlega þreytu. Hér er jafnt átt við andlega fjarlægð sem og landfræðilega en í flestum tilfellum tvinnast þær saman með einhverj- um hætti. Að vera fjarverandi felur iðulega í sér tilfærslu yfir í aðrar aðstæður og til að þær laði fram endurheimt er tilfinning um umfang (e. extent) nauðsynleg. Með tilfinningu um umfang er átt við að aðstæður séu þannig að við fyrstu sýn upplifi fólk skyldleika og tengsl á milli hluta og fyrirbæra á þann hátt að það skynjar tiltekna heild sem í huga þess gefur fyrirheit um enn stærri heildarmynd. Þá þurfa bæði raun- verulegar og huglægar aðstæður að vera nógu yfirgripsmiklar í tíma og rúmi til að þær veki áhuga á frek- ari athugun. Þannig hefur umhverfi mikið umfang ef það hefur upp á nægilega margt að bjóða og skapar aðstæður fyrir fyrrnefnda tengsla- myndun, fangar hugann og um leið laðar fram hrifningu til lengri eða skemmri tíma. Þingvellir eru dæmi um svæði sem getur vakið sterkar tilfinningar um umfang. Við nátt- úruskoðun sér fólk ummerki um krafta sem hafa áhrif á jarðskorp- una alla og á Þingvöllum kristallast öll Íslandssagan. Í þessu sama um- hverfi gengu forfeður og mæður og börn og barnabörn eiga einnig eftir að gera það. Bæði náttúruskoðun og hið sögulega samhengi ýtir undir tilfinningu um umfang, sem aftur er ein af forsendum endurheimtar. Fjórða og síðasta skilyrðið til að kalla fram endurheimt er sam- þýðanleiki (e. compatibility) og eru aðstæður sagðar samþýðanlegar ef gott samræmi er á milli áforma eða löngunar til að gera tiltekna hluti og möguleika sem viðkom- andi aðstæður bjóða upp á. Þannig geta tilteknar aðstæður hentað vel til gönguferða en verið afleitar til knattspyrnuiðkunar– og öfugt. Þó svo að aðstæður af margvís- legu tagi geti laðað fram endurheimt með því að uppfylla þau fjögur skil- yrði sem nefnd hafa verið hér að ofan, hafa Kaplan-hjónin haldið því fram að náttúran geti gert slíkt með mun meira afgerandi hætti en aðrar aðstæður. Fyrir það fyrsta er dvöl í nátt- úrunni ekki hluti af daglegu amstri í lífi flestra og getur hún því verið mjög ákjósanlegur staður heim að sækja. Fjörur, hraunbreiður, fjöll, vötn, ár, skógar og heiðarlönd eru aðstæður sem oft bjóða upp á mik- inn fjölbreytileika og margvíslegt áreiti. Ský á himni, sólsetur, snjóa- lög, laufblöð sem bærast í vindi og rennandi vatn eru aðrar upp- sprettur fjölbreytts áreitis. Allt fram- antalið getur vakið upp hrifningu fólks, leyft huganum að reika fyrir- hafnarlaust og veitt nauðsynlega fjarlægð frá kröfuhörðum verkefn- um eða hversdagslegum athöfn- um. Ennfremur vaknar tilfinning um umfang fremur auðveldlega í náttúrunni þar sem fólk á auðvelt með að lesa náttúruna og átta sig á skyldleika þeirra fyrirbæra sem fyrir augu ber og þess fjölbreytta áreitis sem það verður fyrir. Teng- ingarnar skapa stóra heildarmynd, vekja áhuga og hvetja til ítarlegra athugana á umhverfinu. Gífurlegur fjölbreytileiki nátt- úrunnar gerir það að verkum að oftast nær uppfyllir hún skilyrð- ið um samþýðanleika. Það gildir einu hvort farið er út til að viðra hundinn, renna fyrir fisk, ganga eða klifra, skoða fugla eða skreppa í útilegu – einhvers staðar í nátt- úrunni er hægt að finna heppilegar aðstæður sem skapa forsendur til endurheimtar. Innan umhverfissálfræðinnar hefur kenning Kaplan-hjónanna um tengsl athygli og endurheimtar orðið hvati til fjölmargra rannsókna og hafa þær rennt stoðum undir þá tilgátu að náttúran stuðli að endur- heimt með mun meira afgerandi hætti en aðrar aðstæður. Í rannsókn Hartig og félaga voru hópar fólks bornir saman.16 Í ljós kom að sá hópur sem dvaldi í náttúrunni í 4–7 daga sýndi mark- tækt betri frammistöðu á prófi, sem reyndi á athyglisgáfuna, eftir úti- legu en hann hafði gert fyrir hana. Á hinn bóginn dalaði frammistaða í sama prófi hjá þeim hópi fólks sem hafði verið í fríi frá hefðbund- inni vinnu en ekki farið í náttúrlegt umhverfi. Í annarri rannsókn Hartig og félaga voru athygliskrefjandi verk- efni lögð fyrir þátttakendur.16 Í kjöl- far verkefnanna var þátttakendum skipt í þrjá hópa. Fór einn hópur í gönguferð um náttúrlegt umhverfi, annar gekk um götur og stræti en sá þriðji lét fara vel um sig á rann- sóknastofunni. Að 40 mínútum liðn- um var próf sem reyndi á athygli og einbeitingu lagt fyrir alla hópana. 4. mynd. Þingvellir eru dæmi um svæði sem getur komið ferli endurheimtar af stað, vakið sterkar tilfinningar sem auka líkamlega, andlega og félagslega getu fólks. Í Skógarkoti í Þingvallaþjóðgarði. Ljósm.: Sigrún Helgadóttir, 2008. 79 1-4#loka.indd 99 4/14/10 8:51:31 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.