Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 102

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 102
Náttúrufræðingurinn 102 E yjur geta orðið til með ýmsu móti. Stærstu eyjur jarðar eru myndaðar af meginlands- skorpu og eru í raun brot sem rekið hefur frá meginlandmassanum. Nýja-Sjáland var t.d. hluti af suður- hvelsmeginlandinu Gondvanalandi fyrir 100 milljón árum en losnaði frá því fyrir um 80 milljón árum. Þá má greina á milli úthafseyja, sem aldrei hafa verið hluti af meginlandi, og eyja á landgrunni meginlanda sem ekki eru eins einangraðar, og margar þeirra hafa ýmist verið eyjur eða áfastar sínu meginlandi þegar sjáv- arstaða var lág.3 Einangraðar úthafs- eyjur (e. oceanic islands) má svo flokka eftir uppruna í kóraleyjur í hlýjum sjó og eyjur sem hlaðist hafa upp við eldgos neðansjávar. Skipting í meg- inlandstengdar eyjur og úthafseyjur er þó ekki einhlít. Sumar eyjanna sem fjallað er um hér á eftir, og ávallt hefur verið litið á sem einangraðar úthafseyjur, reynast eiga sér megin- landstengda fortíð sé farið nógu langt aftur. Ísland er augljóslega í hópi einangraðra úthafseyja. Héðan er styst til Grænlands (um 290 km), um 810 km eru til Skotlands en um 970 km til Noregs. Tertíera flóran er talin benda til þess að Ísland hafi endur fyrir löngu verið tengt meg- inlandi eða -löndum, en langt er síð- an sú landbrú hvarf og þegar ísöld gekk í garð hafði Ísland verið ein- angruð eyja um milljóna ára skeið.4,5 Einangraðar eyjur dreifast um öll úthöf. Nyrsti einangraði eyjaklasinn á norðurhveli er Frans Jósefsland (Zemlya Frantsa Josifa, 80–82°N) en á suðurhveli liggur Suður-Orkn- eyjaklasinn (South Orkney Islands, 60°S) syðst um 600 km frá Suður- skautsmeginlandinu (1. mynd). Þessar háarktísku og antarktísku eyjur eru að miklu leyti huldar ís og jökli en samt lifa þar plöntur. Á Frans Jósefslandi vaxa 53 teg- undir háplantna og að auki fjórar sérstakar undirtegundir.6 Aðeins tvær háplöntutegundir lifa á Suður- Orkneyjum, ein grastegund skyld snarrótarpunti (Deschampsia antarc- tica) og ein tegund af hjartagrasætt (Colobanthus quitensis). Ólíkur uppruni eyja kann að skipta verulegu máli fyrir samsetn- ingu og þróun lífríkis. Eyjur sem Um tegundaauðgi og einkenni íslensku flórunnar: Hvað segir samanburður við aðrar eyjur um sögu hennar og aldur? Þóra Ellen Þórhallsdóttir Ísland er afskekkt eyja í Norður-Atlantshafi og lífríki landsins endurspeglar einangrun þess og hnattstöðu. Heimskautarefurinn er eina innlenda land- spendýrið, hér eru engin froskdýr eða skriðdýr og aðeins ilmbjörk virðist hafa myndað skóga frá því ísöld lauk. Tegundasamsetning flórunnar hefur mesta samsvörun við Noreg en um 97% af íslenskum háplöntum finnast líka í Vestur-Noregi. Það bendir til þess að flestar tegundir hafi borist hing- að úr austri. Við höfum litla beina vitneskju um aldur flórunnar í landinu. Hugsanlega á næstum öll eða jafnvel öll háplöntuflóran að baki stutta sögu (styttri en u.þ.b. 16.000 ár). Hafi einhverjar tegundir hjarað síðasta jökul- skeið eða jafnvel lifað hér samfellt frá því fyrir ísöld gætu sumar íslenskar tegundir verið samsettar af misgömlum stofnum, þ.e. stofnum sem eiga sér >100.000 ára sögu í landinu (afkomendur plantna sem hér voru fyrir síðasta jökulskeið), ≤10.000 ára sögu (afkomendur landnema sem bárust snemma á nútíma) og ≤1.100 ára sögu (stofnar sem bárust með mönnum). Allt frá því snemma á 20. öld hafa líffræðingar velt spurningunni um ald- ur flórunnar fyrir sér og ríkjandi álit sveiflast allt frá því að hér um bil öll háplöntuflóra heimskautasvæða hafi dáið út til þess að margar tegundir hafi hjarað á jökulskerjum eða öðrum íslausum svæðum – og nú nýlega aftur til þess að hin arktíska flóra við Norður-Atlantshaf sé að mestu yngri en 10.000 ára.1,2 Hvaða eyjur er helst hægt að bera Ísland saman við? Og segir tegundaauðgi eða tegundasamsetning flórunnar okkur eitthvað um uppruna hennar, aldur í landinu eða sögu? Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 102–110, 2010 Ritrýnd grein 79 1-4#loka.indd 102 4/14/10 8:51:32 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.