Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 112

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 112
Náttúrufræðingurinn 112 Á yfirborði sumra fléttna mynd- ast svokallaðir snepar (isidia), en það er útvöxtur þalsins með mis- munandi lögun. Oftast eru snep- arnir aflangir og sívalir en geta einnig verið hnöttóttir eða flatir og kringlóttir. Í þurrki er fléttan hörð og stökk, og við þær aðstæður brotna sneparnir auðveldlega af henni við núning og upp af þeim geta vaxið nýjar fléttur. Sneparnir innihalda ætíð grænþörunga auk sveppþráða eins og hraufukornin. Fyrri flétturannsóknir á Íslandi Seint á átjándu öld og á fyrri hluta nítjándu aldar birtust alloft listar yfir plöntur sem taldar voru vaxa á Íslandi, oftast í lok einhverrar ferðar náttúrufræðinga um Ísland. Sumir þessara lista hafa að geyma mosa og fléttur auk blómplantna og byrkn- inga. Sjaldnast voru þó sérfræðingar í fléttum á ferð, og oft voru sömu listarnir teknir nær óbreyttir eftir eldri heimildum. Fram í byrjun nítj- ándu aldar voru um 50–60 tegundir fléttna taldar á listunum, en eftir að bresku grasafræðingarnir William J. Hooker (1809) og W. Lauder Lindsay (1860) höfðu heimsótt landið hækk- aði talan upp í 80 tegundir. Þeim fjölgaði fyrst svo um mun- aði þegar Daninn Christian Grøn- lund hóf rannsóknir á íslensku flór- unni (1868). Hann kom oft til Íslands og dvaldi lengi í einu, og rannsakaði bæði blómplöntur, byrkninga, mosa og fléttur. Hann birti þrjár meginrit- gerðir um fléttur á Íslandi.1,2,3 Eftir síðustu ritgerð hans voru þekktar um 200 tegundir fléttna á Íslandi. Um svipað leyti voru Íslendingar sjálfir byrjaðir að safna fléttum og mosum, einkum Ólafur Davíðsson, sá mikli safnari, en einnig Helgi Jóns- son og Stefán Stefánsson. Þeir sendu efni sitt jafnóðum til greiningar til Deichmann-Brandts í Kaupmanna- höfn. Í framhaldi af því birti hann grein um íslenskar fléttur í Botanisk Tidsskrift árið 1903.4 Telur hann þar 233 tegundir. Að lokum dvaldi Olav Galløe á Íslandi sumarið 1913. Um- fjöllun hans um íslenskar fléttur í safnritinu Botany of Iceland5 telur 284 tegundir. Það er síðasta heildar- ritgerð sem komið hefur út um íslenskar fléttur. Margir hafa þó lagt hönd á plóg- inn síðan, en síðari höfundar fjalla allir um afmörkuð svið, svo sem blað- og runnfléttur6 og fléttur á trjám7, eða hafa lagt stund á ein- stakar ættir eða ættkvíslir. Mikið átak var gert í söfnun fléttna um allt Ísland sumurin 1967 og 1968 þegar höfundur þessarar greinar fékk bandarískan styrk til að vinna við fléttuflóru Íslands, en úrvinnslu þess safns er enn ekki lokið. Í framhaldi af því hefur þó verið birtur heildar- listi yfir íslenskar fléttutegundir á vefsíðunni www.floraislands.is og geymdi hann 738 tegundir við síð- ustu uppfærslu.8 En snúum okkur nú að viðfangsefni þessarar greinar, hulinsskófum túndrunnar. Túndrumerla Túndrumerlab (Caloplaca tetraspora (Nyl.) Oliv. – Samnefni: Placodium tetrasporum (Nyl.)) myndar gráa bletti í samfelldum mosabreiðum, einkum af mosanum móasigð (Sanionia unci- nata). Þalið hjúpar greinar mosans sem þekja svörðinn örþunnu lagi af gráum vef, og í honum myndast askhirslur fléttunnar. Þær eru jafn- an margar saman dreifðar um þalið, dökkbrúnar á litinn, oft með ryðlit- aðri eða rauðbrúnni áferð, áberandi kúptar og randlausar. Askgróin eru fjögur í hverjum aski, en ekki átta eins og venja er, og þar af er dregið latneska tegundarheitið tetraspora. Þau eru tvíhólfa með samtengdum hólfum og þykkum endaveggjum eins og einkennandi er fyrir merlu- ættkvíslina. Túndrumerla er nokkuð algeng á freðmýrum hálendisins, en fremur fátíð annars staðar. Túndrumerlu var fyrst safnað af Ólafi Davíðssyni í Grímsey og í Þrastarhólsskarði við Eyjafjörð um aldamótin 1900. Sagt er frá þeim fundi í grein eftir Deichmann Brandt í Botanisk Tidsskrift árið 1903 undir nafninu Placodium tetra- sporum.4 Þessi tegund kom einnig fram á nokkrum stöðum á Norður- landi í þeirri landssöfnun skófa sem gerð var 1967 til 1968: Þverfelli á Steinadalsheiði, Vesturdal í Skaga- firði, Reykjum í Fnjóskadal og Svelt- ingi í Öxarfirði. Þegar rannsóknir hófust í Þjórsárverum eftir 1970 fannst hún víða þar, enda er aðal- kjörlendi hennar á mosabreiðum og rústum freðmýranna á miðhálend- inu.9 Í framhaldi af því fannst hún allvíða á miðhálendinu: á Arnar- vatnsheiði og Eyvindarstaðaheiði, í Hraunþúfuverum á Hofsafrétti, við Tungnafellsjökul og mjög mikið á Brúaröræfum og Eyjabökkum. Auk þess hefur hún fundist allvíða á há- fjöllum á Miðnorðurlandi. Lappamerla Þal lappamerlunnar (Caloplaca tor- noënsis H. Magn.) er mógrátt eða blágrátt, myndar gjarnan kringlótta bletti í mosanum, um 2–3 cm í þver- mál. Það er fremur þunnt og klæðir utan mosagreinarnar. Það myndar fljótlega askhirslur sem eru 0,3–0,8 mm í þvermál, disklaga, flatar eða lítið eitt kúptar, ryðbrúnar og mattar að ofan með blásvörtum, oft gljáandi b Endingin -merla hefur verið notuð yfir tegundir ættkvíslarinnar Caloplaca vegna hins skærgula litar þeirra flestra. 1. mynd. Askhirslur túndrumerlunnar (Ca- loplaca tetraspora) eru kúptar, brúnar og dreifðar um grátt þalið sem hjúpar mosa- greinarnar. 79 1-4#loka.indd 112 4/14/10 8:51:42 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.