Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 119
119
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og jafnvel ættkvíslum anda; t.d. eru
kynjahlutföll gráanda (Anatini) oft
50–55% steggir en kynjahlutföll kaf-
anda (Aythini og Mergini) hins vegar
oft 55–65% steggir.
Takmarkað framboð kvenfugla
er einna afdrifaríkast í hvíthöfða
(Anas sibilatrix) í Suður-Ameríku,
þar sem fullorðnir steggir biðla
stundum til nýfleygra unga.10 Sé
kynjahlutfall ójafnt getur sjaldgæf-
ara kynið verið vandfýsnara í maka-
vali.7 Endur eru að grunni til ein-
kvænisfuglar (iðka þó lauslæti undir
vissum kringumstæðum) án þess að
karlfuglarnir taki þátt í ungaupp-
eldi.7,11 Pörin taka saman að vetri
til og eru saman þar til steggirnir
yfirgefa kollurnar rétt eftir að álega
hefst.7,12 Álag vegna ungauppeldis
og ásækni rándýra á varp- og unga-
tíma er talið valda því að kollur
eru færri en steggir.7 Auk þess fara
kollur seinna í felli en steggir og
hafa því e.t.v. lakara aðgengi að
fellistöðvum og síðar vetrarstöðvum.
Steggirnir ganga ekki út nema til
séu kollur á lausu eða þá að þeim
takist að stela kollu frá öðrum
stegg.12 Skekkt kynjahlutfall anda
er því talið afleiðing félagskerfis
anda (þ.e. einkvæni án foreldraum-
önnunar karldýrs) en ekki orsök
þess.11
Hin skekktu kynjahlutföll valda
hins vegar harðri samkeppni meðal
steggjanna um hylli kollanna. Kyn-
val (e. sexual selection) hefur leitt
til þróunar skrautlegra búninga
andasteggja.11,12 Ólíkt ýmsum öðr-
um fuglum þar sem karlinn er
skrautlegur, geta andasteggir ekki
tryggt sér mökunarrétt yfir mörgum
kvenfuglum.13 Það er því ekki neinn
sigurvegari sem einokar alla kven-
fugla, eins og t.d. hjá þiðri (Tetrao
urogallus) og fasanorra (Centrocercus
urophasianus).14,15
Eftir parmyndun ver steggurinn
kolluna fyrir ágangi óparaðra steggja
og gerir það henni kleift að éta leng-
ur en óparaðar kollur og byggja
þannig upp forðanæringu.7,16 Stegg-
urinn þarf að ganga á forðanæringu
við að verja kollu sína fyrir ágangi
keppinauta.17,20 Kollan græðir því
á sambandinu en steggurinn hlýtur
að sama skapi að vega áhættuna
af því að verða afgangssteggur á
móti orkukostnaðinum af pörun og
makavörn.17 Svo virðist sem kald-
ara loftslag auki álag á efnaskipti og
næringarbúskap, þannig að fuglar
þurfa annaðhvort að hörfa í hlýrra
loftslag, éta meira eða draga úr
kostnaðarsömu atferli.18 T.d. draga
kafendur úr biðilsatferli yfir dimm-
ustu vetrarmánuðina en auka það
aftur þegar vorar.19 Því er ákveð-
inn orkusparnaður fólginn í því að
seinka pörun þar til síðla vetrar, og
parast t.d. stokkendur (A. platyrhyn-
chos) seinna á köldum svæðum en
hinum hlýrri.21
Breytileiki í kynjahlutföllum
eftir landsvæðum
Endur á Norðurhveli eru flestar far-
fuglar en nokkrar tegundir hjara af
veturinn á norrænum slóðum.6,19,22
Kynjahlutföll eru breytileg innan
tegundar eftir hnattstöðu að vetri til,
þ.e. kynjahlutfallið er jafnast syðst
en hlutfall steggja hæst nyrst.23,24
Endur eru reyndar ekkert einsdæmi
meðal fugla að þessu leyti.25,26 Þetta
hefur verið skýrt með tveimur til-
gátum, sem reyndar spá báðar
þessu mynstri, þ.e. (1) að steggir
eru stærri en kollur (brenna því
færri hitaeiningum á hvert gramm)
og halda því betur jöfnum líkams-
hita í köldu veðri, auk þess að
þola betur sult en kollurnar, sem
eru kuldafælnari og leita sunnar á
bóginn þegar kólnar í veðri23,27,28,29
(hér eftir nefnt kuldaþolni), og (2)
virðingarstigi anda er á þá leið að
pör ríkja yfir ópöruðum fuglum en
steggir ríkja yfir kollum7; steggir ná
því að leggja undir sig þau vetrar-
svæði sem eru næst varpstöðvunum
en kollurnar hrekjast sunnar ásamt
ungfuglum (hér eftir nefnt yfir-
gangur steggja).27,30,31
Sýnt hefur verið fram á að hlut-
fall steggja er hærra á bestu búsvæð-
unum en jafnara á hinum lakari.27,29
Meðal dúkanda (Athyia valisneria)
eru norðlægari hópar skipaðir hlut-
fallslega fleiri steggjum en suðlæg-
ari hópar.27 Hér er um þéttleikaháð
áhrif að ræða, því steggir voru
einnig flestir í stærstu hópunum
sem skoðaðir voru.27,29 Séu kollur
hraktar sunnar af steggjum leiðir
það til lengra og orkufrekara far-
flugs fyrir kollurnar, sem gerir þær
e.t.v. viðkvæmari fyrir óhagstæðum
umhverfisskilyrðum. Hins vegar
dregur aðskilnaður kynjanna úr
samkeppni þeirra í milli þar sem
kynin nýta ólíkar fæðugerðir.32 Þá
eru mildari skilyrði syðst á út-
breiðslusvæðinu hagstæð gagnvart
orkuþörf yfir veturinn, og kemur
það sér vel fyrir fugla neðst í virð-
ingarstiganum, þ.e. óparaðar kollur
og ungfugla.27,31
Athugað var hvernig endur á Ís-
landi passa inn í tilgátur um dreif-
ingu kynja að vetri til, þ.e. tilgáturn-
ar um kuldaþolni kolla og yfirgang
steggja. Báðar tilgátur spá (1) afar
skekktu kynjahlutfalli anda að vetri
til á Íslandi, enda er Ísland á norður-
mörkum útbreiðslu flestra andateg-
unda, og (2) hærra hlutfalli steggja
að vetri til, miðað við varpfugla á
sumrin. Kynjahlutföll algengustu
anda á Íslandi voru því tekin saman
og þau borin saman við erlendar
niðurstöður23,29,33 og milli árstíða,
þ.e. fyrir rauðhöfða (A. penelope),
stokkönd (A. platyrhynchos) og æð-
arfugl (Somateria mollissima). Fyrir
stokkönd og rauðhöfða var notast
við talningar á Innnesjum veturna
1997–1998 og 1998–1999 og tölur
fyrir varpfugla frá Mývatni.22,34
Stokkönd er útbreiddasta andateg-
und jarðar og mest til af gögnum
um hana. Stokkönd var því notuð
sem líkan til að kanna samband
umhverfishitastigs við kynjahlutföll.
Gerð var aðhvarfsgreining á kynja-
hlutfalli stokkandar og meðalhita
víða í Evrópu. Teknar voru saman
upplýsingar um kynjahlutföll æð-
arfugls á Íslandi og annars staðar á
útbreiðslusvæði tegundarinnar.9,35,36
Rauðhöfði
Rauðhöfði (1. mynd) er algeng
andategund í Evrópu og Asíu
sem á vetrarstöðvar sínar í Vestur-
Evrópu, Norður-Afríku og Ind-
landi.37 Kynjahlutföll tegundarinn-
ar eru þekkt á Íslandi, Bretlandi og
79 1-4#loka.indd 119 4/14/10 8:52:13 PM