Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 131

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 131
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hafa baðað sig í Grænavatnslækn- um í Mývatnssveit um mitt sumar árin 2000 og 2002 auk þess að hafa fengið þar kláðabólur einhverjum árum fyrir þann tíma (Ólafur K. Nielsen, munnl. uppl.). Kemur það ekki á óvart því hvergi á landinu eru andfuglar algengari en í Mývatns- sveit. Sundlirfur fuglablóðagða hafa verið staðfestar þar í vatnabobbum (1. tafla). Fjölskyldugarðurinn í Reykjavík Tjörnin í Fjölskyldugarðinum í Laugardal er gerð af mannahönd- um og var fyrst fyllt vatni rétt fyrir formlega opnun garðsins í júní 1993. Vatnsdýpi er víðast hvar um hálfur metri. Möl eða þunnt leðjulag þekur botninn. Á sólrík- um dögum fer vatnshiti oft yfir 20°C. Slý myndast í tjörninni þegar líða tekur á sumar. Við gerð tjarn- arinnar var útbúin grunn vaðlaug og var hún hugsuð sem leiksvæði fyrir börn. Veitt var í hana volgu vatni og skeljasandur settur í botn- inn. Eini snigillinn í tjörninni er vatnabobbinn (R. peregra). Hann lifir við kjöraðstæður, einstaklingar í tjörninni verða óvenjustórir og þéttleiki þeirra jafnan mikill þegar líður á sumar. Fyrstu tvö sumrin (1993 og 1994) minnist starfsfólk þess ekki að hafa heyrt talað um neitt óeðlilegt hjá þeim sem notuðu vaðlaugina. Síð- sumars árin 1995 og 1996 kvað við annan tón því þá tilkynntu áhyggjufullir foreldrar starfsfólki garðsins um kláðabólur á fótum barna sinna og voru bólurnar taldar tengjast veru barnanna á svæðinu. Sumarið 1997 bar enn meira á þess- um útbrotunum en árin á undan. Strax í ágúst fóru foreldrar að hafa samband og grennslast fyrir um mögulegar ástæður og fjölgaði fyr- irspurnum eftir því sem leið á mán- uðinn.42 Þáttaskil urðu þegar Jens Magnússon heimilislæknir hvatti heilbrigðisyfirvöld í borginni til að láta gera dýrafræðilegar rannsóknir í Fjölskyldugarðinum eftir að hafa dag einn í byrjun september fengið á stofu til sín fjögur börn sem öll áttu það sammerkt að hafa dagana á undan vaðið í tjörn Fjölskyldu- garðsins. Héraðslæknirinn í Reykja- vík hafði í framhaldinu samband að Keldum og bentu lýsingar hans til þess að um sundmannakláða gæti verið að ræða. Eftir að sniglar úr tjörninni höfðu verið rannsakaðir var sú tilgáta staðfest. Skömmu síð- ar var komið upp skilti við vaðtjörn- ina sem útskýrði hvað þarna var á ferðinni og varaði gesti við afleið- ingum þess að vaða þar berfættir. Nákvæmari skoðun staðfesti síðar að þarna átti Trichobilharzia-lirfa í hlut.7 Allt frá árinu 1997 hefur smit- tíðni vatnabobba verið könnuð síð- sumars í tjörn Fjölskyldugarðsins (2. tafla). Meðalsmittíðnin er 1,2%. Hæst mældist hún 1997 en þá fund- ust sundlirfur í 7,9% sniglanna. Árin 2003 og 2004 fylgja fast á eftir en þá mældust aðeins lægri gildi. Aftur á móti var smittíðnin tiltölulega lág (0,4%) árið 1998 þegar þúsundum snigla var safnað í tengslum við smittilraunir sem reynt var að gera í Prag í Tékklandi. Þar átti að freista þess að láta sundlirfurnar þroskast í fullorðna orma þannig að unnt yrði að greina tegundina. Lifandi sniglar sem búið var að staðfesta að væru smitaðir af sundlirfum voru sendir utan og lirfunum gef- inn kostur á því að smjúga inn um sundfit stokkandarunga svipað og gert hafði verið um árabil á rann- sóknarstofunni í tilraunum með nasaögðuna T. regenti. Endurteknar tilraunir þetta ár reyndust árang- urslausar, væntanlega vegna þess að stokkönd var ekki réttur loka- hýsill umræddrar blóðögðu. Eftir á að hyggja er líklegt að þarna hafi verið um að ræða Trichobilharzia tegund sem algeng er í grágæsum á Reykjavíkursvæðinu, tegund sem á seinni árum hefur þráfaldlega fund- ist í sniglum í Fjölskyldugarðinum en lifir ekki í stokkönd.9,12 Árið eftir (1999) fundust engir smitaðir sniglar í Fjölskyldugarð- inum en næstu ár var þessum til- raunum haldið áfram. Árið 2002 báru smittilraunirnar loks árangur en þá þroskuðust nasaögður úr sundlirfum snigla úr Fjölskyldu- garðinum. Þegar það varð ljóst var ákveðið að banna börnum alfarið að vera berfætt í vaðlauginni.9,11,12 Árið eftir var vaðtjörnin girt af og hefur hún síðan verið lokuð. 2. tafla. Smittíðni vatnabobba Radix peregra af Trichobilharzia-sundlirfum í tjörn Fjölskyldugarðsins í Reykjavík síðsumars/hausti á árunum 1997–2007. – Prevalence of Trichobilharzia infections in Radix peregra from the wading pond of the Family Park in Reykjavík during late summer 1997–2007. Ár – Year Fjöldi athugaðra snigla – Examined snails, n Smittíðni (%) – Prevalence of infection (%) 1997 162 7,9 1998 2.967 0,4 1999 3.520 0,0 2000 676 1,5 2001 976 3,8 2002 196 0,5 2003 217 6,9 2004 105 6,7 2005 87 1,1 2006 332 2,3 2007 131 2,3 Alls– Total 9.369 Meðaltal – Average 1,2 79 1-4#loka.indd 131 4/14/10 8:52:19 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.