Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 132

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 132
Náttúrufræðingurinn 132 benti útlit eggja eindregið til þess að þar ætti í hlut T. franki.9 og hef- ur sú greining síðan verið staðfest með raðgreiningum (Damien Jouet, munnl. uppl.). Strax og ljóst var að sundlirfur nasaagða voru í Lauga- læknum var sett upp viðvörunar- skilti og fólki ráðið frá að baða sig þar. Nokkuð mun hafa borið á því að baðgestir virtu viðvaranirnar að vettugi og flestir þeirra sem fengu kláðabólur nöguðu sig síðar í hand- arbökin fyrir óráðþægnina. Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif agðanna á þá baðgesti þegar ónæm- iskerfið náði ekki að stöðva för lirf- anna í húðinni. Til að upplýsa hvort vart hafi orðið við sundmannakláða í Land- mannalaugum áður en ágúst 2003 gekk í garð var haft samband við fjölda fólks. Í þessum hópi voru skálaverðir, innlendir og erlend- ir leiðsögumenn og ferðamenn, gangnamenn, bifreiðastjórar og fuglaáhugamenn. Margir töldu sig aldrei hafa fengið útbrot eftir böð í Laugalæknum. Aðrir voru þess fullvissir að hafa fengið þar á árum áður dæmigerð einkenni sund- mannakláða. Mest mun hafa borið á slíkum einkennum síðla sumars en þeirra varð einnig vart á öðrum árstímum. Sundmannakláði síðustu áratugina komst þó greinilega aldrei neitt í líkingu við ástandið í ágúst og september 2003 og 2004. Við þetta má bæta að svipað var uppi á ten- ingnum árið 2009 en þá um sum- arið höfðu tvær stokkandarkollur alið unga upp í Landmannalaugum, unga sem reyndust vera með miklar sýkingar af nasaögðunni T. regenti Landmannalaugar Nýlega var gerð grein fyrir rann- sóknum tengdum sundmannakláða sem hrjáði þúsundir baðgesta í Landmannalaugum árin 2003 og 2004.14 Bæði árin varð fyrstu til- fella vart í fyrri hluta ágústmánaðar. Fyrra árið var mest um sundlirfur í Laugalæknum í lok ágúst en þeim fækkaði greinilega eftir því sem leið á haustið. Nokkrir fengu sund- mannakláða í desember og í apríl næsta ár, þannig að sundlirfur voru líka á ferli í vatninu köldu mánuði ársins. Í ágúst 2004 endurtók sig sama sagan og árið áður. Algengt var að um helmingur baðgesta fengi útbrot. Skyndileg fjölgun sundlirfa í Laugalæknum um miðbik ágústmánaðar þessi ár er rakin til stokkandarkollu sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga. Þegar að var gáð bæði þessi ár voru kollan og allir ungar hennar sýktir af nasa- og iðraögðum af ætt- kvísinni Trichobilharzia. Sé mið tekið af lífsferli skyldra tegunda6 er ljóst að sundlirfur hljóta að hafa verið til staðar í vatninu þegar nýklaktir ungarnir fóru að synda um á Lauga- læknum í lok júní eða byrjun júlí. Talið er að ungarnir hafi átt stærst- an þátt í að magna upp lirfufjöld- ann sem skyndilega var til staðar í Laugalæknum þegar líða tók á ágústmánuð.14 Raðgreiningar bentu í fyrstu til að þarna var á ferðinni áður óþekkt tegund nasaögðu13 en eftir rað- greiningar á fleiri sýnum er ljóst að þarna var á ferðinni Trichobilharzia regenti. Hvað iðraögðuna varðar þá og iðraögðunni T. franki þegar að var gáð. Líklegt er að lífsferlar blóðagða viðhaldist í Landmannalaugum all- an ársins hring. Því má búast við að stokkendur sem koma ósmitaðar inn á svæðið smitist þar innan tíðar. Þéttleiki vatnabobba í læknum var mjög mikill að haustinu en snigl- arnir voru óvenjulega smávaxnir. Sundlirfur blóðagða fundust þar í sniglum sem voru allt niður í 4 mm langir (meðallengd 7,3 mm, SD ± 3,0, n=9). Annars staðar á landinu, þar sem vistkerfið er ekki upphitað eins og í Laugum, var meðallengd sýktra snigla 12,6 mm (SD ± 2,8, n=36). Munurinn er há-marktækur (t-próf, P = 0,001) og tengist hugsanlega hraðari þroskaferli og styttri líftíma vatnabobba í upphituðu vistkerfi eins og Landmannalaugum, þar sem sniglarnir eru taldir verða fyrr kynþroska og fara fyrr að verpa en sniglar sem lifa í vatni þar sem jarðhita gætir ekki. Afrán gæti einn- ig skipt máli því á tiltölulega litlum svæðum eins og í Laugalæknum velja stokkendur væntanlega fyrst og fremst stærstu sniglana til átu. Botnsvatn Botnsvatn er allstórt (1 km2) vatn í 130 metra hæð í dalverpi skammt suðaustan við Húsavík (5. mynd). Vatnið og umhverfi þess er fjölsótt og verðmætt útivistarsvæði og á heitum sumardögum sækja þangað börn og fullorðnir meðal annars til að vaða og veiða. Þann 11. ágúst 2004 leitaði tíu manna hópur til læknis á Húsavík Baðferð í heita lækinn í Landmannalaugum Í lok september 2003 fór 56 manna hópur 10.-bekkinga, kennara og foreldra í helgarferð í Landmannalaug- ar. Allflestir böðuðu sig einu sinni eða tvisvar í Laugalæknum. Átta fengu útbrot. Kláðabólur komu í ljós fyrsta sólarhringinn hjá fjórum, næstu tvo til þrjá dagana hjá þremur til viðbótar en hjá einum komu 25–30 bólur ekki fram fyrr en á fjórða og fimmta degi. Sá hafði verið í 45 mínútur í vatninu og voru bólurnar einkum á handleggjum og brjóstkassa, þannig að lirfurnar voru mest í yfirborði vatnsins. Fyrstu klukku- tímana eftir baðferðina fann viðkomandi fyrir kláða sem síðan hvarf. Mikill kláði kom svo aftur þegar vökvafylltar bólur tóku að blása upp og húðin í kring varð rauð og þrútin (2. mynd h). Kláðinn var mestur á sjötta degi en minnkaði smám saman á annarri viku. Á þriðju viku hurfu einkennin ef frá eru taldar bólur sem rifnað hafði ofan af og bakteríusýking komist í.14 79 1-4#loka.indd 132 4/14/10 8:52:19 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.