Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 133

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 133
133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags með mikil útbrot á fótum eftir hafa vaðið í Botnsvatni. Síðar þennan sama dag barst eftirfarandi tilkynn- ing frá heilbrigðisfulltrúa staðarins á þingeyska fréttamiðilinn www. skarpur.is. „Fólk er varað við að baða sig í Botnsvatni vegna hættu á flóabiti sem getur valdið óþæg- indum.“ Og samdægurs var komið upp viðvörunarskilti við vatnið og þeir sem þangað mættu hafa því væntanlega flestir hætt við að fara ofan í vatnið. Tveimur vikum eftir að þetta gerðist hafði Þorkell L. Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norð- austurlands, samband við skrásetj- ara til að fá upplýsingar um sund- mannakláða, sem hann taldi öllu líklegri skýringu á útbrotunum en flóabit. Ákveðið var að rannsaka málið frekar. Varð að ráði að Nátt- úrustofan hefði forgöngu um að afla upplýsinga meðal heimamanna um útbrot eftir vað- og baðferðir í Botns- vatni. Einnig að safnað yrði vatna- bobbum og þeir sendir höfundi þannig að unnt yrði að kanna hvaða sniglar væru í vatninu og hvort þeir væru millihýslar fuglablóðagða. Jafnframt skyldi fuglalíf svæðisins kannað. Fljótlega bárust 104 snigl- ar til rannsóknar, allt vatnabobbar (R. peregra) og reyndist það vera eini snigillinn í vatninu. Voru tíu smitaðir af sundlirfum þannig að tæplega fór á milli mála að það voru sundlirfur fuglablóðagða sem ollu útbrotunum. Nokkrir brugðust við beiðni sem sett var fram á vefsíðu Náttúrustof- unnar 10. september 2004 þar sem óskað var eftir upplýsingum um sundmannakláða í Botnsvatni. Elstu fregnirnar þetta árið voru frá lokum júlímánaðar, þegar tvö börn fengu útbrot á fætur eftir að hafa vaðið í vatninu. Fram til 11. ágúst, þegar áðurnefnt viðvörunarskilti var sett upp og fólk hætti væntanlega að mestu að vaða í Botnsvatni, bárust upplýsingar um 19 börn og tvo full- orðna sem höfðu farið ofan í vatnið. Allir fengu í kjölfarið sundmanna- kláða nema fjögurra ára stúlka, sem hélt sig að sögn mest upp við land; eldri systir hennar sem óð dýpra fékk hins vegar fjöldann allan af kláðabólum. Móðir sem fór oft með börn að Botnsvatni rifjaði það upp að árið 2001 fengu tvö börn hennar þar nokkrar kláðabólur eftir að hafa vaðið í vatninu. Tveimur árum síð- ar kom fjölskyldan þangað aftur ásamt tveimur öðrum börnum sem voru þar í fyrsta sinn. Öll fengu börnin sundmannakláða en útbrotin urðu margfalt svæsnari og bólurnar stærri hjá þeim sem komist höfðu í kast við sundlirfurnar sumarið 2001. Frásögnin bendir einnig til þess að sundlirfur fuglablóðagða hafi verið til staðar í Botnsvatni árið 2001, en engar fregnir eru af sundmanna- kláða þar fyrir þann tíma. Sumarið 2005 var greinilega sama uppi á teningnum við Botnsvatn og árið áður. Þrátt fyrir skiltið við vatnið virtu einhverjir það að vett- ugi og uppskáru í kjölfarið sund- mannakláða. Um miðjan ágúst var safnað í vatninu 133 vatnabobbum og reyndust 25 þeirra (19,5%) vera með sundlirfur. Í byrjun september 2006 mældist smittíðnin enn hærri, eða 24,5% (n=53). Er þetta lang- hæsta smittíðni sem staðfest hefur verið hér á landi. Til að kanna hvaða tegund- ir fuglablóðagða voru á ferðinni í Botnsvatni voru stokkandar- og toppandarungi sem alist höfðu upp á vatninu felldir haustið 2005. Stokk- öndin var ósmituð en í toppönd- inni fundust tvær tegundir Tricho- bilharzia-iðraagða. Sama niðurstaða fékkst haustið 2006 þegar fleiri topp- andarungar voru rannsakaðir.9 Unn- ið er að lýsingu tegundanna. Leit að sundlirfusmiti í sniglum á Íslandi Rannsóknir síðsumars eða að haust- lagi á árunum 1997 til 2007 á vatna- bobbum úr 17 vötnum um land allt hafa sýnt að 1,4% þeirra (n=14.134) voru smitaðir af sundlirfum blóð- agða (1. tafla). Sundlirfurnar fund- ust á níu staðanna, venjulega þar sem andfuglar eru algengir. Vatna- fuglar laðast köldu mánuði ársins að mörgum þessara svæða vegna áhrifa jarðhita sem tryggir að vakir haldast þar opnar þótt frysti. Aukn- ar líkur eru taldar vera á því að lífs- ferlar fuglablóðagða viðhaldist þar sem svo háttar til. Útbreiðsla annarra tegunda fersk- vatnssnigla á Íslandi er afmörk- uð við tiltölulega fáa fundarstaði. Þremur þeirra hefur verið safnað á nokkrum stöðum og leitað í þeim að ögðulirfum. Um er að ræða teg- undirnar Gyraulus sp. (5.631 sniglar úr sex vötnum), Physa acuta (Drap- arnaud, 1805) (737 sniglar úr tveim- ur vötnum) og Planorbarius corneus (Linnaeus, 1758) (475 sniglar frá tveimur söfnunarstöðum). Engar blóðögðulirfur fundust í þessum sniglum. Lokaorð Þótt fuglablóðögður hafi ekki verið staðfestar á Íslandi fyrr en á allra síð- ustu árum verður að teljast líklegt að þær hafi lifað hér um langa hríð. Á það ekki bara við um tegundirnar 
 5. mynd. Fólk hefur fengið sundmanna- kláða í Botnsvatni við Húsavík. – Humans have acquired swim- mer’s itch in Lake Botnsvatn. Ljósm./ Photo: Karl Skírnisson. 79 1-4#loka.indd 133 4/14/10 8:52:19 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.