Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 143

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 143
143 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vinnslu og át egg og fuglsunga að sumarlagi.43,44 Fæða æðarfugls var athuguð á Skerjafirði árið 1993 og kom í ljós að kræklingur var mikilvægasta fæða beggja kynja allt árið. Munur í fæðu á milli kynja og árstíma var sá helstur að kollur átu mest af sam- lokum (Bivalvia) í febrúar og kuð- unga (Gastropoda) í júní og blikar átu mest af samlokum í maí og júní. Bæði kynin átu mest af krabba- dýrum í febrúar og nóvember.45 Rannsókn í Önundarfirði árið 1979 sýndi að helsta sumarfæða fullorð- inna æðarfugla sem ekki voru með unga var kræklingur, en marflær voru aðalfæða unga og kollna með unga.46 Á útmánuðum virðist sem æðarfuglinn sæki í að éta loðnu eða loðnuhrogn því oft myndast mjög stórir hópar æðarfugla á hrygning- arstöðum loðnunnar.47 Tilfallandi upplýsingar um fæðu íslenskra sjófugla Hvað varðar fæðu annarra tegunda sjófugla hér við land liggja ekki fyrir nákvæmar innlendar rannsóknir. Eftirfarandi umfjöllun byggist því að mestu á stökum athugunum hér á landi og eigin óbirtum athugunum, en auk þess eru erlendar rannsóknir staðfærðar eins og kostur er. Kjói er farfugl sem verpir víða um land. Við fæðuöflun er hann þekkt- astur fyrir þá aðferð að áreita ýmsar aðrar tegundir sjófugla á flugi þar til þær sleppa æti sínu sem kjóinn síðan tekur. Einnig veiðir hann smá- fugla og skordýr og tekur fuglsunga og egg.48,44 Athugun á Suðurlandi sumarið 1973 benti til þess að á fyrrihluta varptíma væri fæða kjóa að mestu fengin með því að ræna ritu æti en einnig skiptu skordýr þá talsverðu máli. Á seinnihluta varptíma var uppistaðan í fæðunni sandsíli sem fengið var með því að ræna lunda.49,50 Í venjulegu árferði ætti þessi aðferð kjóa við fæðuöflun að skila sér í sandsíli sem aðalfæðu hans vestan, sunnan og austan lands en líklega í loðnu fyrir norðan. Skúmur er farfugl og er stærsta varpið á landinu suðaustanverðu en minna varp norðaustanlands. Skúmur er mjög áberandi á hafinu út af Suðausturlandi þar sem hann hópast saman og myndar ger þegar sandsíli er að fá nærri yfirborðinu, en sandsíli er líklega mikilvægasta fæða hans.51 Einnig má geta þess að í grennd við vörpin sækir skúmur í fiskúrgang frá skipum sem hefur verið talinn mjög mikilvæg fæða.52 Aðrir mikilvægir fæðuhópar eru ungar svartbaks og langvíu auk fullorðinna lunda.51 Skúmur beitir einnig sömu aðferð og kjói og rænir aðra sjófugla æti. Skúmurinn stund- ar að öllum líkindum meira afrán á öðrum fuglategundum en kjóinn, og er vitað til þess að skúmurinn taki ýmsar tegundir sjófugla sem og endur, gæsir og vaðfugla.52,51 Í veglegri útlendri handbók53 er því haldið fram að helsta fæða kríuunga á Íslandi sé hornsíli (Gas- terosteus aculeatus) og vitnað í rann- sókn frá 1974. Sú rannsókn fór fram á Mývatni og þar var aðalfæðan hornsíli en þess getið að fuglarnir ætu einnig mýflugur.54 Meginþorri kríustofnsins á Íslandi verpir aftur á móti við sjávarsíðuna og aflar sér sennilega fæðu að mestu leyti úr haf- inu. Rannsóknir skortir en kría sést oft með sandsíli um landið sunnan- vert þannig að líklega er sandsíli yfirleitt uppistaða í fæðu hennar þar. Lítið er vitað um fæðu kríu við sjáv- arsíðuna á landinu norðanverðu en útbreiðsla sandsílis nær sjaldnast þangað og því ólíklegt að sandsíli sé undirstaða kríuvarps þar. Talið er að aðalfæða teistu sé sprettfiskur, sandsíli og marhnút- ur, auk krabbadýra.55,31,56 Teistur að vetri á Eyjafirði átu aðallega burstaorma, kuðunginn þarastrút (Lacuna divaricata) og krabbadýr,33 en á Skjálfanda átu þær þarastrút, þanglýs (Isopoda) og marflær (n = 3).36 Í þrettán teistum frá Eyjafirði veturinn 1982–1983 fundust leifar af krabbadýrum í tíu fuglum og fiskleifar í fimm, en einnig fundust leifar af burstaormum og kuðung- um í allnokkrum fuglum (Kristján Lilliendahl, óbirt gögn). Erlendar rannsóknir benda til þess að fæða stormsvölu og sjósvölu sé að mestu leyti krabba- dýr.8 Þær eru hér við land einung- is á varptíma og verpa eingöngu sunnan- og austanlands. Sjósvöl- urnar afla sér fæðu úr yfirborðinu eða efsta lagi sjávar því þær kafa ekki. Líklegustu fæðuhópar þeirra tilheyra því ljósátu, sennilega af ættkvíslunum Thysanoessa og Meg- anyctiphanes, en einnig koma til álita ýmis smákrabbadýr, einkum krabbaflær (Copepoda). Af flokki krabbaflóa koma rauðáta (Calanus finnmarchicus) og sporðkleyf (Temora longicornis) helst til greina, en þær eru algengar í efri lögum sjávar suður af landinu.57 Hér á landi verpir skrofa ein- göngu í Vestmannaeyjum og er farfugl. Samkvæmt erlendum rann- sóknum er hún fyrst og fremst fisk- æta á varptíma þannig að líklega er sandsíli aðalfæða hennar eins og annarra sjófugla af svipaðri stærð við landið sunnanvert.8,26,27 Hins ber að geta að skrofa er ekki sérstaklega algeng á hefðbundinni sílaslóð við Vestmannaeyjar og er ekki áberandi í gerjum með öðrum fuglategund- um sem eru að éta sandsíli. Engar innlendar rannsóknir eru tiltækar um fæðu annarra máfateg- unda en áður er getið. Erlendar 6. mynd. Súla (Morus bassanus). – Northern Gannet. Ljósm./Photo: Kristján Lilliendahl. 79 1-4#loka.indd 143 4/14/10 8:53:06 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.